Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 12
Smith & Norland
er framúrskarandi
fyrirtæki
Smith & Norland hlaut fyrir stuttu viðurkenningu Creditinfo fyrir
að hafa verið Framúrskarandi fyrirtæki árið 2016.
Creditinfo framkvæmir árlega fjárhagslegt styrk- og stöðugleikamat
á fyrirtækjum landsins. Með tilliti til ársins 2016 uppfylla 1,7% allra
íslenskra fyrirtækja þau skilyrði sem Creditinfo setur þeim til að
geta talist Framúrskarandi fyrirtæki.
Við erum stolt af árangri fyrirtækisins og þakklát
fyrir þessa viðurkenningu.
12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017
fengið til sín um 5 prósent af því
sem kemur inn í Bílastæðasjóð, á
fjórða tug milljóna, og heldur úti
embætti miðborgarstjóra, Jakobs
Frímanns Magnússonar. Til sam-
anburðar hafi Íbúasamtökin feng-
ið 200 þúsund á ári í styrk frá
borginni.
Þetta fyrirkomulag heyrir þó
sögunni til, enda þótti það ekki góð
stjórnsýsla og nýtt fyrirkomulag á
að tryggja að fleiri geti sótt fé til
góðra verka í miðborginni.
Lengi hefur verið í undirbúningi
sérstakt samráð um miðborgina
og málefni hennar. Sigurður Björn
Blöndal borgarfulltrúi hefur farið
fyrir því en lagt er til að sett verði
sérstök verkefnastjórn yfir mið-
borgina frá áramótum og ráðinn
verkefnastjóri til að sinna því starfi
frá skrifstofu borgarstjóra. Höfuð-
áhersla er á samráð við alla sem
eiga hagsmuna að gæta. Búið er
að auglýsa eftir verkefnastjóra, en
það sótti talsverður fjöldi um starf-
ið. Bæði Íbúasamtökin og fulltrúar
rekstraraðila, eða Miðborgin okk-
ar, eiga að hafa áheyrnarrétt í ver-
kefnastjórninni sem verður undir
stjórn borgarritara.
Hávaðinn er verstur
– Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtakanna
„Það eru eiginlega allir flúnir í nánasta umhverfi við mig,“ segir Benóný Æg-
isson, formaður Íbúasamtaka miðborgarinnar. „Fólk er að flýja næturlífið eða
þá að það er hreinlega keypt í burtu.“
Benóný segir að það hafi verið búið á átta stöðum, allt í kringum hann,
neðst á Skólavörðustíg, í Bankastræti og neðst í Ingólfsstræti. Nú sé hann
einn eftir með fasta búsetu. Hitt sé allt leigt til ferðamanna. „Hávaðinn er
verstur frá stöðum sem eru með allt í botni. Þá hangir fólk utandyra til að
reykja eða hérna úti á bílastæðinu til að fá sér í pípu eða í nös. Ég get nánast
teygt mig í fimm skemmtistaði hérna út um gluggann og maður skilur því að
fólk gefist upp á þessu. Það hefur þó skánað að undanförnu, kannski vegna
þess að það hefur orðið árekstur milli ferðaþjónustunnar og eigenda nætur-
klúbba. Það er öllum sama um íbúanna.“
Benóný segir að borgaryfirvöld hafi valdið miklum vonbrigðum í þessu
máli og borgarstjóri og formaður umhverfis- og skipulagsnefndar, sem sjálfir
búi í miðbænum, séu síst betri en aðrir. Á hátíðastundum séu íbúarnir í for-
gangi, en ekki þegar kemur að því að taka ákvarðanir.
„Skipulagsyfirvöld gera ekkert til að sporna við þessu. Ekki nokkurn skap-
aðan hlut. Þetta lendir á okkur eins og holskefla og fólk hrekst í burtu.
Hann segir að verktakar hafi verið afar frekir til fjörsins í miðborginni og
reynt að koma fyrir hóteli á annarri hvorri þúfu. „Menn hafa lokað götum,
þrengt að umferð, byggt alltof stórt, byggt fyrir sólarljós, brotið klöpp fleiri
metra niður í jörðina og notað í það nokkra mánuði með þeim afleiðingum að
fólk gekk af göflunum. Þetta bætist við óþægindin af fjölguninni í miðbæn-
um, aukið næturlíf, umferð langferðabíla, tíu þúsund bílaleigubílar sem er
lagt hér allar nætur og veldur því að íbúar sem koma heim eftir átta á kvöldin
þurfa nánast að leggja bílunum sínum í úthverfunum.“
Benóný bendir á að fjölgunin hafi einnig jákvæðar hliðar. Kaffihúsum og
veitingahúsum hafi fjölgað og það hafi í för með sér meiri fjölbreytni. Það sé
hinsvegar orðið svo dýrt að fara út að borða að venjulegt fólk hafi varla efni á
því. Íbúðir hafi rokið upp í verði sem verði til þess að ungt fólk með börn eigi
þess ekki kost að setjast að í miðborginni. „Það verður til þess að það fækkar
í skólunum og á leikskólunum og andinn í hverfinu verður allt annar. Á ein-
hverjum tímapunkti hættir fólk að nenna þessu. Ég veit til dæmis að börnin
mín hefðu ekki efni á að búa hérna.“
Hann bendir á að þetta ryðji líka smám saman í burtu sérhæfðri verslun og
þjónustu sem hafi gefið miðborginni sjarma. „Þegar ég flutti á Skólavörðu-
stíginn var allt fullt af litlum skemmtilegum verslunum sem eigendurnir höfðu
ekki efni á að hafa á Laugaveginum, núna eru þær flestar búnar að leggja
upp laupana og komnar lundabúðir í staðinn.“
En of seint að bjarga miðborginni, að hans mati?
„Ég held að við klúðrum þessu ferðamannaævintýri með græðgi og okri.
Við vinnum ekki heimavinnuna sem er nauðsynleg til að hægt sé að taka vel
á móti fólki. Þegar ferðamennirnir hætta að koma, þá koma íbúarnir kannski
aftur,“ segir Benóný.
Benóný Ægisson segist geta teygt sig út um eldhúsgluggann
í eina fimm skemmtistaði. Mynd | Hari
Meira kvartað yfir rútum
Nokkrir viðmælendur Fréttatím-
ans úr hópi íbúa segja of mikið gert
úr svokallaðri AirBnB væðingu,
enda sé sáralítil truflun frá henni.
Það sé aðallega verið að bregðast
við henni til að bjarga fyrirtækjum
í ferðaþjónustu. Ný lög frá Alþingi
þar sem fólki er heimilt að leigja
eignir sínar í 90 daga á ári án þess
að það teljist atvinnustarfsemi á
að bjarga miklu. Þá segir Sigurður
Björn Blöndal að það sé verið að
setja stranga kvóta á hversu mörg
hótel megi rísa í hverfum mið-
borgarinnar.
„Miðborgin er auðvitað mjög lif-
andi svæði, en staðreyndin er sú
Benóný Ægisson kærði reykinga-
pallana utan á veitingahúsinu
Prikinu, en eftir að reykingabannið
tók gildi færðist skemmtanahald
að miklu leyti út á götu, svalir eða
palla húsa, líkt og þessa sem voru
byggðir í kjölfarið. Hann kærði til
byggingafulltrúa að veitt hefði
verið leyfi til slíkrar viðbyggingar
án grenndarkynningar og spurði
hvernig það samræmdist friðlýs-
ingu hússins sem er frá 1864. Þá
kom í ljós að aldrei hafði verið
veitt leyfi fyrir svölunum. Í kjöl-
farið á því gaf byggingafulltrúi út
svokallað afturvirkt leyfi. Benóný
kærði það til úrskurðarnefndar
skipulags og byggingarmála sem
felldi það úr gildi árið 2013. Þar
stendur síðan málið fast því hvergi
er kveðið á um hvernig fram-
fylgja eigi úrskurðinum. Á meðan
djamma viðskiptavinir Priksins og
djúsa á svölunum.
Þessi mynd Hjálmtýs Heiðdal birtist í Fréttatímanum í fyrra
þegar upp úr sauð við Grettisgötu.
Byggingaverktakar hafa verið frekir
til fjörsins að mati íbúa og sýnt íbúum
yfirgang.
að við fáum fleiri kvartanir vegna
rútubíla en skemmtistaða.“
Hann segir að það sé í forgangi
að verja mannlífið í miðborginni,
fólki hafi fjölgað en það sé rétt að
samsetning íbúanna sé að breyt-
ast. „Það er þó ekki enn orðið
þannig að það hafi fækkað að ráði
í skólum eða leikskólum á svæð-
inu,“ segir Sigurður Björn.
Svörin sem íbúarnir fá þegar
þeir reyna að kvarta yfir því að
það sé verið að fjölga næturklúbb-
um í næsta nágrenni, er að eigend-
ur húsanna í miðborginni verði að
fá að nýta eignir sínar á eðlilegan
hátt. „Réttur íbúanna er hinsvegar
enginn. Það þykir óhugsandi að
fólk fái að nýta heimili sin til að
sofa,“ segir kona sem valdi að flytja
úr miðborginni eftir áratuga bú-
setu þar.
Sumstaðar í miðborginni eru
friðuð íbúðarhús nánast ofan í
skemmtistöðum sem eru rekn-
ir í gömlum timburhúsum með
einföldu gleri. Staðirnir eru jafn-
vel opnir alla nóttina og íbúarnir
kvarta fyrir daufum eyrum und-
an hávaða, sóðaskap og jafnvel
ofbeldi. Bent er á að víðast hvar
í stórborgum, þar sem sé blönduð
byggð, séu mjög ákveðnar regl-
ur um opnunartíma og starfsemi
næturklúbba eftir miðnætti sé ekki
innan um íbúðarhús.
Sigurður Björn Blöndal segir að
það séu ávallt mun rýmri heimildir
til skemmtanahalds í miðborgum
en annars staðar. „Ég get ekki lof-
að því að það verði komið í veg fyr-
ir alla árekstra eigenda skemmti-
staða og íbúa á þessu svæði enda
varla hægt. Við vonumst þó til að
það verði hægt að draga mjög úr
slíkum árekstrum.“