Fréttatíminn - 04.02.2017, Side 52

Fréttatíminn - 04.02.2017, Side 52
1Hreyfðu þig. Það hefur raun-verulega góð áhrif á geðið að hreyfa sig reglulega. 2Ekki hanga of mikið á netinu; Facebook, Twitter og öðru slíku, allra síst rétt áður en þú ferð að sofa. Gott að hafa síma- lausa daga. 3Sofðu reglulega, líka um helg-ar. Haltu svefninum stöðugum, ekki sofa 6 tíma eina nóttina og 10 tíma aðra. Best er að sofa svip- að lengi allar nætur. 4 Faðmaðu og kysstu. 5Þó að þér finnist góð hugmynd að fá þér bjór eða vínglas fyrir svefninn þá hefur áfengi almennt slæm áhrif á geðheilsuna. Best er að sleppa því alveg eða halda því í hófi fyrir góð tilefni. 6 Hugsaðu fallega um sjálfa/n þig. Ef það koma tímar þar sem þér finnst ekki mikið til þín koma, skrifaðu þá niður kosti þína og einblíndu á þá. 7Hlustaðu á fallega tónlist. 8Sem betur fer er það sífellt að verða sjálfsagðara að leita sér hjálpar vegna andlegrar vanlíð- an. Ef þú ert komin/n í öngstræti, leitaðu til fagaaðila til þess að fá viðeigandi hjálp. 9Lærðu hugleiðslu. Það er gott að grípa til hennar til þess að róa hugann. 10Reyndu að njóta eins dags í einu og sleppa því að vera með áhyggjur af öllu því sem framtíðin ber í skauti sér. Geðheilsan er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Ef hún er í lagi eru okkur svo gott sem allir vegir færir. Ýmislegt utan- aðkomandi getur haft áhrif á geðheilsu okkar en við getum gert eitt og annað til þess að halda henni í betri kantinum. 10 ráð í átt að geðprýði Passaðu geðheilsuna 4 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2017HEILSA Segðu halló FRÍSKANDI LÍFRÆNT GOS FULLKOMNAR DAGINN www.wholeearthfoods.com Yfirfullt af náttúrulegum gæðum Frískandi bragð - No nonsense Fæst í heilsuvörubúðum og öllum helstu matvöruverslunum

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.