Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 1

Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 1
Skýrslan um aðkomu Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans hefur kallað fram umræðu um heildstæða rannsókn á einkavæðingu ríkisbankanna. Fleiri hliðar einkavæðingarinnar hafa aldrei verið rannsakaðar eins og viðskipti fjölskyldufyrirtækis Halldórs Ásgrímssonar, Skinn- eyjar-Þinganess, með hlutabréf í VÍS og viðskipti Framsóknar- flokksins með fasteign í eigu fyrirtækis Ólafs Ólafssonar. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Ég skrifa sem varaformaður f lokksins undir þessa gjörð en kom annars ekkert að þessu. Það er algjörlega ljóst að formaður f lokksins [Halldór Ásgrímsson] hefur ákveðið þetta með fram- kvæmdastjóra sínum [Árna Magn- ússyni],“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og varafor- maður Framsóknarflokksins, að- spurður um hvernig það gerðist að Framsóknarflokkurinn eignaðist fasteign á Hverfisgötu 33 sem var í eigu fyrirtækisins Kers hf. í des- ember 2012. Mánuði síðar varð Ker hf., sem meðal annars var í eigu Ólafs Ólafssonar, einn af kaupend- um Búnaðarbankans. Guðni var einn af þeim sem skrifaði undir gögn vegna viðskiptanna með hús- ið og segist hann aðspurður ekki vita af hverju gengið var frá kaup- unum á húsinu á þessum tíma. Skýrsla rannsóknarnefndar Al- þingis um aðkomu þýska bank- ans Hauck & Aufhäuser að kaup- um Búnaðarbankans 2002 hefur kallað fram kröfur um að fram fari heildstæð rannsókn á einkavæð- ingu Búnaðarbankans og Lands- bankans. Samkvæmt skýrslunni var þýski bankinn aldrei raun- verulegur kaupandi eða hluthafi í Búnaðarbankanum heldur gerðu Ólafur Ólafsson og Kaupþing bak- samning við þýska bankann vegna viðskiptanna sem fól í sér að hann var leppur þeirra í viðskiptunum gegn þóknun. Viðskiptin með húsið eru ekki einu viðskiptin sem tengjast einkavæðingu Búnaðarbankans sem hafa ekki verið rannsökuð. Fjölskyldufyrirtæki Halldórs Ás- grímssonar hagnaðist einnig um að minnsta kosti 2,6 milljarða á við- skiptum með hlutabréf íslenska rík- isins í Vátrygingafélagi Íslands sem voru hluti af einkavæðingu Búnað- arbankans og Landsbankans. Í skýrslu rannsóknarnefndar- innar um aðkomu Hauck & Auf- häuser að kaupunum á Búnað- arbankanum er fjallað um það hvernig Ríkisendurskoðun taldi ekki tilefni til að rannsaka að- komu þýska bankans að kaupun- um frekar árið 2006. Ríkisendurskoðun gaf út frekari heilbrigðisvottorð um einkavæð- ingu bankanna. Þrátt fyrir tengsl Halldórs Ásgrímssonar við Skinn- ey-Þinganes, og aðkomu hans að sölu ríkisins á hlutabréfum í VÍS og þeirra tengsla sem voru á milli þessarar sölu og sölu Búnaðar- bankans, taldi Ríkisendurskoðun árið 2005 að Halldór Ásgrímsson hefði verið hæfur til að koma að bankasölunni sem stjórnmálamað- ur. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 25. tölublað 8. árgangur Föstudagur 31.03.2017 Mavic Pro Lítill og snjall dróni fá DJI. Fjarstýring til að tengjast snjallsíma fylgir. Frá 169.990 kr. Osmo Mobile Snilld fyrir unga kvikmyndaáhugamenn. 44.990 kr. Osmo X3 4K, 12 MP myndavél með hristivörn. 79.990 kr. iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreingaraðili DJI á Íslandi KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur Ellý Katrín var æðsti embættismaður borgarinnar og staðgengill borgarstjóra en steig til hliðar eftir sjúkdómsgreininguna. Hún lýsir áfallinu við að veikjast og viðbrögðum samferðafólks. Hún gengur á hólm við leyndina sem fylgir sjúkdómnum vegna þess að hún „þolir ekki leyndarmál.“ Bls. 8 M yn d | H ei ða Inn í óvissuna Ellý Katrín Guðmundsdóttir greindist með Alzheimer aðeins 52 ára. 24 4040 Íbúfen® Íbúprófen 20 mg/ml mixtúra Dreifa A ct av is 7 1 3 0 4 0 islenskt.is Matreitt á gamla mátann án allra aukaefna. 100% HREIN SNILLD FRÁ ÍSLENSKUM GARÐYRKJU- BÆNDUM Fagur forréttur Sem enginn vill borða Fann ekki íbúð Flutti í bíl Skotheld ráð við sambandsslitum Slóð peninganna órannsökuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.