Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 fram tillögu að lausnum þá sé gert lítið úr þeim. „Viðkvæðið er alltaf, heimilið ræður en ekki vist- mennirnir,“ segir Kiddi. Réttindagæslukona Kidda pant- aði heilbrigðiseftirlitið sem kom tvisvar. Þeir komu með tillögur að því hvernig hægt væri að laga út- sogið. Setja viftuna á réttan stað til þess að koma hreyfingu á loft- ið í herberginu og þétta hurðina. Það var komið á móts við eftirlitið að hálfu leyti, viftan sett upp en ekki á réttan stað, að sögn Kidda, og ennþá smýgur reykurinn út á gang og inn til Kidda. „Ég sé alveg á augunum á hon- um að hann er vansvefta, hann er ekki eins og hann á að sér að vera,“ segir Hartmann. Þrátt fyr- ir að ástandið hafi batnað. Kiddi segist hafa séð þátt í sjónvarpinu þar sem fólk var að lýsa áhrifun- um af myglu í húsum. Og segir sig þekkja áhrifin, þetta vera sömu líð- an, hann svíður í augun og hausinn Framkvæmdastjórinn sagði að ég gæti bara farið í aðra íbúð en það tekur fjögur til fimm ár að fá aðra íbúð, segir Kiddi. Kiddi hefur unnið hjá Örtækni í 21 ár. Vinnustaðurinn er í seilingarfjarlægð frá heimili hans og hann kemur sér sjálfur á milli. Reykherbergið á fimmtu hæð í Sjálfs- bjargarblokkinni. Kiddi eldar sjálfur kvöldmatinn sinn eftir að hann fékk nýja eldhúsinnréttingu. er þungur eins og blý og hann er máttvana og ómögulegur. Við eigum íbúðirnar Kiddi rifjar einnig upp húsfund með framkvæmdastjórunum þar sem aðeins sumir íbúarnir voru boðaðir. Á þeim fundi kom fram að stjórnendur heimilisins höfðu farið inn í íbúðirnar án vitundar leigjenda sinna og töluðu um að þær væru í mismunandi ástandi. „Ég sagði ha, megið þið það? Bara vaða inn þegar enginn er heima. Er það ekki virðingarleysi?“ Þá var svarið að þeir ættu íbúðirnar. „Auðvitað eiga þeir ekki íbúðirn- ar, þeir eru aðeins starfsmenn sem reka Sjálfsbjörg, Landssamband hreyfihamlaðra, og verkefni þeirra er að hlúa að skjólstæðingum sín- um. Kannski líta þeir á þetta eins og stofnun þar sem þeir mega vaða inn eins og þeim sýnist en ég lít á mig sem leigjanda með réttindi,“ segir Kiddi sem borgar sína leigu mánaðarlega. Hann segir það líka alltaf betra að skoða íbúðirnar með leigjandanum sem dvelur í henni alla daga, leigjandinn hlýtur að þekkja kosti og galla íbúðarinnar sinnar betur en nokkur annar. Vil hafa val „Ég leigi hjá Landssambandinu en kaupi matarkort og borða hjá Sjálfsbjargarheimilinu í hádeginu. Aðra þjónustu sæki ég til Reykja- víkurborgar. Kannski liggur óá- nægjan gagnvart mér út af því,“ segir Kiddi hugsi. Kiddi þarf að- stoð við að fara í rúmið og úr rúmi og í bað og á klósettið. „Ég er í vinnu þannig allt annað geri ég eftir hádegi. Fara í bað og hitt og þetta. Mér var boðinn samning- ur frá Sjálfsbjargarheimilinu sem var á skjön við vinnuna m í n a o g mína rútínu. Ég sagði að ég yrði að fá betri samn- ing. Ég vil fá einstak- lingsmið- aðan samn- ing. Ég vil kaupa minn mat þegar mér hentar og til dæm- is geta sleppt að borga ef ég fer út að borða. En matur og þrif eru í samningum. Ef ég er með fastan samning þá borga ég bara fast gjald þótt ég noti það aðeins að hluta til. Þetta gjald er mikið til maturinn. Málið er að maður vill geta haft eitthvert val.“ Hún komst ekki í bingó Það eru fleiri sem vilja gjarnan geta átt val í Sjálfsbjargarhúsinu. „Ég hitti vinkonu mína sem á erfitt með að tjá sig og er föst í hjólastól. Hún var grátandi hérna á ganginum af því að hún komst ekki í bingó í fé- lagsheimilinu því hún fékk ekki þjónustu fyrir utan rammann sem henni var ætlaður. Það að neita þessari vesalings konu um að fara í bingó er frekar leiðinlegt. En þá hentaði það ekki starfsfólkinu sem vildi koma vinkonu minni í rúm- ið fyrir einhvern sérstakan tíma. Það er auðvitað álag á starfsfólkinu og vakthafandi starfsmaður fékk áminningu, skilst mér. En ég held að það sé fólkið á toppinum sem ræður þessu en ekki starfsfólkið. Allavega finnst mér ekki líðandi að fólk sé grátandi yfir því að fá ekki þá þjónustuna sem það þarf,“ seg- ir Kiddi. Kannski líta þeir á þetta eins og stofnun þar sem þeir mega vaða inn eins og þeim sýnist en ég lít á mig sem leigjanda með réttindi. Íslensk menning Þann 7. apríl Gauti Skúlason | gauti@frettatiminn.is Guðbjarni Traustason | gt@frettatiminn.is VIÐHALD HÚSA ÞANN 8. APRÍL Gauti Skúlason gauti@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.