Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 Hinn þýski Bernie Sanders heitir Martin Schulz Í Berlín voru árið 2015 haldnar 4.959 skráðar mótmælasamkomur – eða þrettán og hálf á dag. Höfuð- borg Þýskalands virðist stundum lifa á pólitískri meðvitund einni saman – ef ekki aðgerðum, þá röfli. Pólitík er hins vegar ekki það sama og flokkapólitík. Þessa dagana er rætt um pólitíska vakn- ingu í Þýskalandi og átt við aukinn áhuga á flokksstarfi: Stjórnmálin snúa aftur, segir forsíðufyrirsögn vikuritsins Die Zeit í liðinni viku – undirfyrirsögn: Hæpið um Martin Schulz – ungt fólk enduruppgötvar flokkana. Ef Schulz er hinn þýski Sanders, hver verður þá kanslari næsta haust? Haukur Már Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Angela Merkel hefur ekki setið ein að ríkisstjórn Þýskalands síðustu ár, þó að þannig gæti það á stundum litið út. Í landinu ríkir samsteypu- stjórn flokks kristilegra demókrata, CDU/CSU, og sósíaldemókrata, SPD. Í haust verður kosið til Sambands- þingsins og mynduð ný ríkisstjórn. Fylgi öfgahægrisins er í rénun og tvísýnt hvort AfD nær yfir fimm prósenta þröskuldinn sem þarf til að eignast fulltrúa á Sambands- þinginu. Um leið færist stjórn- málaumræðan frá draugagangin- um hægra megin, til áþreifanlegri spurninga. Kristilegir demókratar njóta góðs af árangri síðustu ára, í efnahags- málum og á öðrum sviðum. Sósíald- emókratar eru sagðir hafa fengið fjölda mála framgengt í stjórnarsam- starfinu, en fáir hafi hins vegar tekið eftir því. Hefðinni samkvæmt væri móttaka flóttafólks þeirra málefni frekar en íhaldsins, en það er engu að síður Merkel sem uppsker mesta virðingu fyrir móttöku fordæma- lauss fjölda flóttafólks á kjörtímabil- inu – þrátt fyrir að stefnan hafi verið umdeild má stuðningur við flótta- fólk heita almennur í landinu: Tæp- ur helmingur Þjóðverja lét á síðasta ári fé af hendi rakna til stuðnings flóttafólki, um fimmtungur tók þátt í sjálfboðastarfi við móttöku flótta- fólks. Í von um bætta vígstöðu fyrir kosningarnar í haust hefur Sigmar Gabriel, formaður SPD gegnum þetta kjörtímabil, vikið fyrir nýjum formanni og kanslaraefni flokksins, Martin Schulz. Við formannsskipt- in rauk fylgi flokksins umsvifalaust upp, um allt að tíu prósentustig, og tóku álitsgjafar að ræða um „Schulz- -áhrifin“: Hinn nýi, 61 árs gamli, for- maður beisli áhuga ungs fólks á póli- tík, ópólitískasta kynslóð kjósenda fyrr og síðar sé nú loks, ef marka má þýska vikuritið Die Zeit, að vakna til vitundar um stærstu pólitísku áskoranir frá seinni heimsstyrjöld – hvernig fer hann að því? Öskubuskusagan Schulz er fæddur árið 1955, yngsti sonur kaþólskrar húsmóður og CDU- -meðlims, og lögreglumanns sem kaus SPD, í 38.000 manna bæn- um Würselen, Norðurrín-Vestfal- íu. Þar býr Schulz enn. Hann gekk í kaþólskan einkaskóla en sótti námið ekki af kappi. Að eigin sögn hafði hann mestan áhuga á fótbolta og vildi verða atvinnuleikmaður. Schulz er málamaður og talar, auk þýsku, reiprennandi ensku, frönsku, ítölsku, spænsku og hollensku. Ólíkt Angelu Merkel, sem er doktor í eðlis- efnafræði, lauk hann ekki stúd- entsprófi og stundaði ekki háskóla- nám, en sótti starfsnám við bóksölu og bókaútgáfu. „Ég var svín,“ sagði hann sjálfur þegar hann kynnti ævisögu sína síð- asta haust, um árin upp úr tvítugu, þegar hann var virkur alkóhólisti. Árið 1980 sneri Schulz við blaðinu, 24 ára gamall hætti að drekka og hefur haldið bindindi síðan. Það að hafa næstum farið í hundana segir hann gagnast sér til að skilja ann- að fólk og þau forréttindi sem hann njóti í dag. „Hér væri engu fulltrúa- lýðræði fyrir að fara ef þar störfuðu aðeins fræðimenn,“ er haft eftir honum. Í ellefu ár, frá 1987 til 1998, var Schulz bæjarstjóri í Würselen. Árið 1994 var hann kjörinn til Evrópu- þingsins, þar sem hann gegndi stöðu forseta lengst manna til þessa, frá árinu 2012 þar til nú í febrúar. Schulz þykir mælskur, beinskeyttur og jafnvel fyndinn. Ólíkt fulltrúum annarra stofnana Evrópusambands- ins eru Evrópuþingmenn kjörn- ir beinni kosningu af almenningi. Schulz hefur byggt á því umboði til að birtast kjósendum sem fulltrúi fólksins andspænis skrifræðisbákn- inu. Þegar þingmenn kusu hann í embætti þingforseta, árið 2012, lýsti hann vilja til að gera embættið sýni- legra en áður: Þingið ætti að verða vettvangur opinberra átaka um stefnu sambandsins. Það gekk að miklu leyti eftir. Stefnan í mjög grófum dráttum Fyrir kosningarnar framundan telst það kostur við Schulz að vera nýr í stjórnmálum Sambandslýðveldis- ins og hafa ekki persónulega tekið þátt í samsteypustjórnum Merkel. Engu að síður verður áskorun að að- greina flokkinn skýrt frá Kristileg- um demókrötum. Í fjölmörgum mál- um eru Schulz og Merkel samstiga. Schulz er einarður Evrópusinni: „Ég er sannfærður um að versti dagur Evrópusamrunans er betri en besti dagurinn í Evrópu þjóðern- issinnanna“ sagði hann í ræðu við London School of Economics eftir Brexit-atkvæðagreiðslu síðasta árs. Hann talar fyrir skyldu Evrópulanda til að taka sameiginlega á móti flótta- fólki. Hann er hlynntur viðskipta- þvingunum gegn Rússlandi og tek- ur enn harðar í árinni gegn Trump en Merkel hefur gert til þessa, sem hann segir „ógn við lýðræðið“, er leiki sér að öryggi Vesturlanda með „óamerískri“ stefnu. En þetta eru utanríkismál. Ef kratarnir sækja í sig veðrið í næstu kosningum verður það til marks um að Schulz hafi tekist að skerpa afstöðumun flokkanna innanlands, einkum til velferðar – eða réttlætis, eins og Schulz orðar það oftar. Fylgi SPD hefur verið í sögulegu lágmarki frá því að Gerhard Schröder, formað- ur flokksins og kanslari um alda- mót, átti frumkvæði að niðurskurði félagsbóta, örorkubóta og annarra þátta þýska velferðarkerfisins. Agenda 2010 nefndi hann aðgerð- irnar. Ósætti ýmissa flokksmanna við niðurskurðinn bar samstöðuna innan flokksins ofurliði og árið 2005 gengu vinstrisinnaðri meðlimir SPD til liðs við nýjan flokk, Die Linke, eða Vinstrið, sem þeir stofnuðu í sam- starfi við fyrrum meðlimi austur- -þýska sósíalistaflokksins. SPD hefur ekki náð sér á strik síðan. Schulz hóf kosningabaráttu sína í febrúar á því að heita að snúa við blaðinu, skera upp herör gegn „meginstraumi ný- frjálshyggjunnar“ eins hann hefði birst í aðgerðum Schröders, og segja Agenda 2010 vera mistök sem nú þurfi að leiðrétta. Hálft ár til kosninga Þegar Sigmar Gabriel steig úr for- mannsembætti til að hleypa Schulz að, nú í mars, þótti heimspekingn- um Jürgen Habermas honum farast það svo vel úr hendi að hann sendi Gabriel SMS-skilaboð til að hrósa honum fyrir. Stöðu Habermas verð- ur kannski helst líkt við stöðu Páls Skúlasonar heitins á Íslandi en hlið- stæðan nær skammt þar sem heim- spekingar eru fyrirferðarmeiri í þýskum stjórnmálum en íslensk- um: Ráðamenn fagna þeim sem setja saman hugmyndir með minni skarkala en Nietzsche eða Marx. Ekki fylgir sögunni hvort Habermas lýkur oft lofsorði á stjórnmálamenn með smáskilaboðum, en einhverjir sögðu það markvert um stöðu sós- íaldemókrata síðustu ár að það sem heimspekingurinn hrósar leiðtoga þeirra fyrir sé hversu vel hann stigi til hliðar. Beint eftir formannsskiptin stökk stuðningur við SPD úr 25 prósent- um, hefðbundnu fylgi síðustu ára, upp til jafns við fylgi Kristilegra demókrata. CDU/CSU fær 32 pró- sent atkvæða, samkvæmt síðustu könnun þýska ríkissjónvarpsins ARD, en SPD 31 prósent. Frammi fyrir ólíkindatíð Trumps og Brex- it þykir líklegt að fyrir kosningar leggi CDU áherslu á reynslu Mer- kel af pólitískri krísustjórnun. Enn bendir flest til að þau skilaboð rati heim og Merkel takist á hendur sitt fjórða kjörtímabil. Í nýafstöðnum þingkosningum í Saarlandi reyndust Schulz-áhrifin öllu minni en kann- anir gáfu til kynna: SPD tapaði einu prósentustigi milli kosninga og CDU vann afar öruggan sigur. Kosið verð- ur til sambandsþingsins 24. septem- ber. Schulz og félagar hafa hálft ár til stefnu til að sannfæra kjósendur um að samsteypustjórnin sem þeir hafa tilheyrt síðustu fjögur ár sé hreint ekki nógu góð. „Við formannsskiptin rauk fylgi flokksins umsvifa- laust upp, um allt að tíu prósentustig, og tóku álitsgjafar að ræða um „Schulz-áhrifin.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.