Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 62
www.saguna.is VIÐ MÆLUM MEÐ RE-SILICA BEAUTY GEL Berglind Magnúsdóttir Ég hef alltaf verið með þykkt og fallegt hár en skyndi- lega fór að bera á óútskýranlegu hárlosi hjá mér. Ég prófaði að taka inn Re-Silica Beauty gelið frá Saguna og ég fann mikinn mun á hárinu eftir þrjár til fjórar vikur en þá hætti hárlosið alveg. Ég er mjög ánægð með Re-Silica Beauty gelið og mæli hiklaust með því. Elísabet Kvaran Ég finn mikinn mun á líkamanum eftir að ég byrjaði að taka Re-Silica Beauty Gel. Mesta muninn finn ég á húðinni, sem er stinnari og mýkri. Ég var líka með mjúkar neglur sem hætti til að klofna en eftir fimm mánaða daglega inntöku á Beauty - Gel eru neglurnar orðnar sterkari, áferðarfallegri og mun heilbrigðari. Sif Garðarsdóttir Ég var alltaf með mjög mjúkar neglur sem klofnuðu auðveldlega. Neglurnar eru eru orðnar miklu sterkari og hárið þykkara síðan ég byrjaði að taka Re-Silica Beauty Gel. Ég mæli hiklaust með Re-Silica við alla skjólstæðinga mína fyrir húðina, hárið, neglurnar, meltinguna og blóðsykurinn, allt í einum sopa. Hver vill ekki halda í æskuljómann? 14 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017HLAUPOGCROSSFIT Hildur Kristín Sveinsdóttir, segir að samstarfið við aðra fagaðila innanhúss skapi þeim sérstöðu. Fræðsla og fyrirbyggjandi aðgerðir Í Sporthúsinu í Kópavogi er staðsett Sjúkraþjálfun. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta og þar eru 11 starfandi sjúkraþjálfarar. Unnið í samstarfi við Sjúkraþjálfunina Sporthúsinu Hildur Kristín Sveinsdótt-ir er ein af þeim sjúkra-þjálfurum sem þar starfa og þegar hún er spurð um hvernig þjónusta sé í boði segir Hildur: „Við erum í mjög góðu samstarfi við aðra fagaðila í Sporthúsinu. En stofan okkar sem slík er alveg sjálf- stæð. Við leggjum mikla áherslu á forvarnarstarf og okkur langaði til þess að vera með stofu sem væri svolítið öðruvísi heldur en aðr- ar stofur. Ástæðan fyrir því að við opnuðum hérna er til þess að vera nálægt fólki sem er að æfa og til þess að geta sinnt forvarnarstarfi og geta fylgt fólki eftir. Við höfum reynt að vera mikið með fyrirbyggj- andi aðgerðir svo fólk lenti ekki í meiðslum. Við höfum verið í sam- bandi við íþróttafélögin og unnið vel með þeim ákveðið forvarnar- starf. Svo fáum við auðvitað fólk sem er að stíga upp úr meiðslum og er að koma sér aftur af stað og þá greinum við meiðslin og leiðbein- um fólki með hvaða æfingar henta hverjum og einum. Eins fáum við líka til okkar fólk sem er að taka sín fyrstu skref í ræktinni, þá leið- beinum við fólki og ráðleggjum því hvaða æfingar henta því best. Þá hjálpar staðsetningin okkur mjög mikið því þá erum við í svo mikilli nálægð við fólk þegar það er að koma sér af stað. Við leggjum mikla áherslu á að það sé gott samstarf við aðra aðila hér innanhúss, við þjálfarana, kírópraktor og næringar- fræðing. Í samstarfi við þessa aðila reynum við að búa til heildræna nálgun á hlutina. Við höfum líka verið að vinna með atvinnumönnum í forvörnum. t.d. hef ég unnið með tveimur af bestu crossfit konum landsins í fyrirbyggjandi. Þá hef ég greint hreyfingar þeirra og brugðist við ef líkamleg skerðing skemmir fyrir gæðum og þannig komið í veg fyrir meiðsli,“ segir Hildur. Hvað getur þú ráðlagt fólki sem er að stunda hlaup? „Það hefur verið til þessi mýta að til þess að verða góður að lesa þá þarftu að lesa meira og til þess að vera góður að hlaupa þá þarftu að hlaupa meira en ég vil meina að til þess að fyrirbyggja álagsmeiðsl og annað og það á sérstaklega við um fólk sem er að hlaupa lengri vegalengdir. Þá þarftu að hafa styrk, þú þarft að hafa styrk í kring- um mjaðmirnar og að hafa hreyfan- leikann í að hlaupa langt og styrk- inn til þess að halda það út. Þessa vegna er rosalega mikilvægt að styrkja sig samhliða því að hlaupa. Það er mikilvægt að hafa líka fjöl- breytileika í hlaupunum, æfa sig að hlaupa upp brekkur og annað slíkt, það styrkir aðra vöðva heldur en vera bara á jafnsléttu,“ segir Hildur. Hvað með mikilvægi þess að teygja? „Það er svo algengur misskiln- ingur hjá fólki að það sé að teygja til þess að lengja vöðva en til þess að geta stundað hvaða íþrótt það er sem þú stundar þá þarftu að hafa hreyfigetuna í að geta stundað íþróttina og teygjurnar eru til þess að halda við hreyfanleika vöðva- nna þannig að þeir geti lengst og dregist saman. Þannig að það sem við köllum stífni er ekkert endilega það að vöðvarnir séu stuttir heldur er bandvefurinn þá ekki að virka eins og hann á að gera. Teygjurnar eru því fyrst og fremst til þess að viðhalda eðlilegri hreyfigetu fyrir þá íþrótt sem þú ert að stunda og minnka þá líkur á álagsmeiðslum eða annars konar meiðslum,“ segir Hildur. Hver eru algengustu mistök sem fólk gerir þegar það er að koma sér af stað í ræktinni? „Mistökin sem við sjáum oftast er að fólk ætlar sér of mikið og fer of hratt af stað. Fólk er kannski búið að bíða með þetta lengi og svo loksins þegar það er að koma sér af stað þá fer það af stað með alltof miklu offorsi. Annað sem fólk klikkar líka oft á að það er ekki með rétta búnaðinn heldur, fólk dregur upp einhverja gamla hlaupaskó sem eru orðnir lúnir og eru ekki að hjálpa fólki. Þess vegna mælum með því að fólk leiti til okkar eða annarra fagaðila sem hjálpar því að koma sér aftur af stað,“ segir Ingibjörg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.