Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 á stöðu barnsins í hópnum.“ Kristín nær í nokkur börn úr elsta hópnum, sem fædd eru árið 2011. Þau ætla að eiga vináttustund með bangs­ anum Blæ. Ef það er ókyrrð í hópnum er gott að nota tónlistina sem fylgir vináttu­ verkefninu til að fá smá útrás. Þá er kannski dansað við bangsana undir fjörugu lagi. „Þegar hópurinn er til­ búinn þá byrjum við á því að taka eitt spjald eða lesum sögu með tilheyr­ andi spjalli. Við endum svo á því að taka nuddstund. Þá er lykilatriði að spyrja hvort þau megi nudda og svo auðvitað að þakka fyrir að nuddi loknu. Það kemur fyrir að einhver vill ekki láta nudda sig og það ber að virða,“ útskýrir Kristín „Hugmyndin á bak við nuddið er sú að ef við sýnum öðrum umhyggju þá er líklegra að við fáum umhyggju til baka. Rannsóknir sýna að ef þú hefur sýnt einhverjum nærgætni og umhyggju og jákvæða snertingu þá ertu ólíklegri til að stríða honum,“ skýtur Margrét inn í. Maður getur kysst á bágtið „Velkomin í Blæstund,“ segir Kristín og stóri Blær knúsar börnin og alla litlu bangsana og býður börnin vel­ komin. Kristín dregur eitt spjald úr tösk­ unni sem taka á fyrir í stundinni. Á spjaldinu er mynd af fjórum börnum og einum kennara, en hluti barnanna virðist leiður. „Það eru allir leiðir,“ segir prakk­ aralegur hnokki. „Nei, það er einn glaður,“ grípur stúlka fram í. „Þessi er að horfa á hana leiða,“ segir önnur. „En hvernig líður þessum,“ spyr Kristín og bendir á brosandi strák á myndinni. „Honum líður vel. Hann er bros­ andi.“ „Hvernig er maður góður vinur,“ spyr Kristín krakkana og ýmsar hug­ myndir koma upp. „Til dæmis þegar maður segir já þegar einhver biður mann að leika. Þá er maður góður vinur,“ útskýrir ein. „Svo getur maður kysst á bágtið hjá einhverjum og sett plástur.“ „Hvernig líður ykkur þegar einhver er góður vinur?“ spyr Kristín. „Vel,“ segja þau öll í kór. Alveg með það á hreinu. Umhyggja ef einhver grætur Börnin á leikskólanum Bæjarbóli í Garðabæ ætla að ræða um um­ hyggju og hugrekki í sinni vináttustund. Rósa Berg l i nd Arnardóttir að­ stoðarleikskólastjóri tekur fram spjald með mynd af krökk­ um í leik. Börnin eru svolítið feimin, enda ekki vön því að hafa áhorfendur, en þau eru þó með öll gildin á hreinu. „Hver ræður í leiknum?“ spyr Rósa. „Allir,“ svara öll börnin í kór. „Hvernig líður þeim sem vill ekki vera með í leiknum?“ „Illa,“ svara þau aftur í kór. „Hvers vegna má ekki skilja út und­ an í leiknum?“ „Af því það er ljótt.“ „Hvað mynduð þið gera ef einhver væri skilinn út undan?“ „Hjálpa þeim. Leika við við þau.“ „En hvað getið þið gert ef ykkur finnst eitthvað erfitt í leiknum?“ „Sagt að við viljum hætta.“ „Og hvað segið þið ef einhver er að gera eitthvað við ykkur sem þið viljið ekki?“ „Stopp, kæri vinur. Ég vil þetta ekki.“ „Hvað gerir Blær?“ „Huggar okkur ef við erum að gráta.“ „En hvað getið þið gert ef einhver er að gráta?“ „Sýna umhyggju og ná í Blæ,“ segja þau öll í kór. Þegar búið er að fara yfir spjaldið tekur við nuddstund og það er gam­ an að sjá hvað börnin eru dugleg að fylgja leiðbeiningum kennaranna um nuddið. En saga er lesin og þau nudda hvert annað í samræmi við það sem er að gerast í sögunni. Áhrifamáttur bangsanna mikill „Mér finnst þau tala miklu meira um að sýna umhyggju og virðingu í stað­ inn fyrir bara að hugga,“ segir Rósa, en hún hefur tekið eftir mjög jákvæð­ um breytingum á samskiptum barn­ anna eftir að Blær kom til sögunn­ ar. „Það er líka svo auðvelt að grípa í spjöldin ef eitthvað kemur upp á og ræða það,“ bætir hún við. „Áhrifamáttur þessara bangsa í verkefninu er í raun ótrúlegur þegar þeir eru notaðir með hugmynda­ fræði og gildi verkefnisins að leiðarljósi. Margar sög­ ur væri hægt að segja af því. Þeir hjálpa börn­ unum við að tjá til­ finningar sínar, til að tengjast öðrum börnum og hjálpa félögum sínum og fleira. Börnin eru mjög ánægð með verkefnið í heild og ótrúlegur árang­ ur af notkun þess. Börnin fara að þekkja tilfinningar sínar, þau sýna samkennd, hlýju og vináttu. Ný tengsl myndast í leik og gaml­ ar mýtur um hverjir og hve margir geta leikið í einu brotna. Börnin læra að setja sér mörk og styðja félaga sína og verja,“ segir Margrét. 25% ALLAR KEÐJUSAGIR Á AFSLÆTTI TIL 6. APRÍL25% Bensín, rafhlöðu eða rafmagns. ALLAR BÍLAKERRUR Á AFSLÆTTI TIL 6. APRÍL20% Leyfileg heildarþyngd er 750kg ALLAR RAFMAGNS OG BENSÍN HEKKKLIPPUR Á AFSLÆTTI TIL 6. APRÍL Hvað er Vinátta? Vinátta er forvarnarverkefni gegn einelti og byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og þeirri nálgun að einelti sé samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundið vandamál. Vinna þarf með skóla- brag, samskipti og styrkleika barnanna strax í leikskóla og koma í veg fyrir að einelti nái að festa rætur og þrífast. Samkvæmt þeim rannsóknum sem Vinátta byggir á þrífst einelti í aðstæðum og umhverfi þar sem umburðar- lyndi skortir gagnvart marg- breytileikanum, gjarnan í um- hverfi sem börn hafa ekkert val um að vera í og komast ekki burt úr, eins og skóla eða bekkjardeild. Þegar tekist er á við þannig að- stæður er mikilvægt að að tryggja að allir komi út úr aðstæðum með reisn, en ekki séu búin til fórn- arlömb og sökudólgar. Mikilvægt er að öll börnin fái tækifæri til að byggja upp sterka sjálfsmynd og samskiptahæfni og sé metin út frá eigin styrkleikum. Það sem einkennir barna- hópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis. Þar er sam- kennd, börnin njóta virðingar og viðurkenningar. Þau finna sér sinn eðlilega sess í hópnum, sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna og hvers þau eru megnug. Gildi margbreytileikans er virt og um- burðarlyndi fyrir því að hópur- inn er samsettur úr mismunandi einstaklingum með mismunandi einkenni og mismunandi styrk- leika. Gildi Vináttu eru Umburðarlyndi Að viðurkenna og skilja mikil- vægi og gildi fjölbreytileikans og að koma fram við alla aðra af virðingu. Virðing Að viðurkenna og taka tillit til allra barnanna í hópnum, að vera öllum góður félagi. Að hafa skiln- ing á stöðu annarra. Umhyggja Að sýna öllum börnum áhuga, samkennd, samlíðan og hjálp- semi. Hugrekki Að þora að láta til sín heyra og geta sett sér mörk. Að vera hug- rakkur og góður félagi sem bregst við óréttlæti. Þegar leikskóli ákveður að gerast Vináttuleikskóli þarf starfsfólkið að byrja á því að sækja námskeið. Svo fær leikskólinn verkefnatösku þar sem er að finna efni handa börnum, foreldrum og starfsfólki leikskólans, auk kennsluleið- beininga, þar sem jafnframt eru hugmyndir að frekari verkefnum. Hver leikskóli getur svo aðlagað efnið að sínu starfi og sérstöðu. Í töskunni er líka einn stór Blær bangsi og litlir bangsar fyrir hvert og eitt barn. Blær er táknmynd vináttunnar í verkefninu. Blær minnir börnin á að gæta hvers annars vel og að vera góður félagi og hjálpar til við ýmis verkefni og faðmar, gleður og huggar börnin. Litlir bangs- ar fyrir hvert og eitt barn tákna samfélag Vináttu. Hvert og eitt barn fær lítinn bangsa og Margrét segir áhrifamátt þeirra mik- inn. Þeir tákna samfélag vináttu. Börnin á Læk dansa við tónlist sem fylgir verkefnastöskunni. Kristín hjálpar bangsanum Blæ að bjóða alla velkomna í Vináttustund. Margrét er verkefnastjóri Vináttu og segir mikla ánægju með verkefnið með- al barna og fullorðinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.