Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 40
Hlaupið er í laginu eins og kaka en er í raun glært hlaup úr svoköll- uðu gelatíni eða matarlími, fyllt með t.d. rækjum, fiski eða öðru sem fallegt er á að líta. Matarlímið er hinsvegar nokkuð bragðlaust og hægt er að bæta hvítvíni eða rósavíni í gelatínið til þess að breyta lit og bragði. Anna Kristjánsdóttir lærði að gera fiskihlaupið þegar hún var ung kona í Búðardal. Hún hefur gert hlaupið ótal sinnum í gegn- um tíðina í margskonar mynd og gerir það stundum enn á hátíðis- dögum. Þá gerir hún helst sína eigin uppskrift sem inniheld- ur bæði rækjur og egg. „Þetta væri voða smart í forrétt, ef öllum þætti þetta ekki svona vont,“ segir Anna og hlær enda hefur hlaupið fallið úr náð hjá mörgum í seinni tíð. „Fiskikak- an var til dæmis notuð í forrétt. Ég gerði hana alltaf með því að hræra rósavíni eða hvítvíni út í og það var ofsalega flott.“ Nú gerir hún útgáfu af hlaup- inu sem hún kallar rækjuhlaup, þó hún þekki fáa sem gera kökuna enn. „Ég byrja á því að kaupa lít- inn pakka af rækjum og set skraut í botninn, helst eitthvað rautt eins og papriku eða tómata. Svo set ég gúrku og harðsoðin egg í botninn og helli svo matarlíminu yfir.“ Fiskihlaupið á sér þó enn dyggan hóp aðdáenda, enda voru vinsældir hlaupsins ekki að ástæðulausu. Fréttatíminn mælir því með að hver dæmi fyrir sig og prófi sig áfram með hlaupið. | bsp 40 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 P Á S K A E G G með piparfylltum lakkrís Fiskihlaupið Umdeilt góðgæti úr fortíðinni Fiskihlaupið, öðru nafni fiskihringurinn, var sérstaklega vinsælt góðgæti á 8. áratug síðustu aldar. Hlaupið þótti bæði fallegt á að líta og gómsætt enda prýddi það köld veisluborð um landa allt. Rækjuhlaup Önnu er dæmi um kaldan rétt sem var sérstaklega vinsæll á 8. áratug síðustu aldar. Mynd | Heiða Rækjuhlaup Önnu Hráefni ½ kg rækjur 5 dl vatn 2 harðsoðin egg Agúrkusneiðar Tómatsneiðar Fiskkrydd eftir smekk Sítrónupipar eða safi úr hálfri sítrónu 5 blöð matarlím (Gelatin) • Notið skál eða hringform. Skerið eggin í eggjaskera og raðið í botninn ásamt agúrku- og tómatsneiðum. • Setjið rækjurnar yfir, bræðið matar- límið, blandið því út í vatnið ásamt kryddi og hellið yfir rækjurnar. • Rétturinn er tvo til þrjá tíma að stífna. • Hvolfið honum á bakka og skreytið með hverskonar grænmeti. Ath: Í staðinn fyrir matarlím má nota 1 pakka Toro lys buljong-gele aspik-hlaup (gelatinduft). Þegar ástin kulnar: Góð ráð við sambandsslitum Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Flest höfum við gengið í gegnum sambandsslit í lífinu og jafnvel upplif-að mikla ástarsorg. Að ná sér upp úr slíkri lægð getur tekið langan tíma en þá er mikilvægt að dreifa huganum og reyna að gera eitthvað sem bætir og kætir og er gott fyrir sálina. Fréttatíminn leitaði til nokkurra einstaklinga eftir skotheldum ráðum í ástarsorg og ekki stóð á svörum. Vert að taka fram að þess- ir einstaklingar eru ekki endilega að ganga í gegnum ástarsorg eða sambandsslit á þessari stundu, en flestir hafa þeir einhvern tíma upplifað slíka sorg og jafnvel valdið henni. Axel Flóvent Tónlistarmaður „Eins aug- ljóst og það hljómar þá eru sam- bandsslit ekkert alltaf það auðveld og sérstak- lega þegar maður er meðvirkur. Þá er það besta sem maður getur gert að vera hrein- skilinn. Það hljómar kannski eins og góð hugmynd að lofa gulli og grænum skógum við manneskju sem þú ert að hafna, eða lofa ein- hverju við manneskju sem er að hafna þér. Það er mjög slæm hug- mynd, þó það geti gert mómentið aðeins bærilegra eins og það stendur. Eftir sambandsslitin er best að finna sér beina braut til að móta, þó svo að það sé best að byrja á því að grenja yfir Friends og tak- ast á við söknuðinn. Að átta sig á því að það er góður hlutur að syrgja aðeins á þessum tímamót- um, allavega til að byrja með, þú varst í sambandinu af ástæðu, þú fannst einhverja tengingu við þessa manneskju sem er ekki leng- ur þín/þinn, og þó svo að það er vissulega það rétta þá þýðir það alls ekki að þú megir ekki sakna. Eftir það er alltaf gott að búa sér til markmið til að styrkja sjálfstæða sjálfið, og fylla upp tímarammann eftir gott sjálfsvorkunnartímabil.“ Díana Sjöfn Meistaranemi í menningarfræði og skáld „Fyrsta lagi búa til möntru sem minnir á að lífið er of stutt til að velta sér upp úr hlutum sem af ástæðu eiga ekki leng- ur hlutdeild í yndislegri reynslu af lífi. Síðan skal semja níðvísu, klippa hárið, æfa upp kúlurass, eyða um efni fram, drekka góð vín og fara út að dansa – muna að eyða út messenger um helgar. Opna huga fyrir nýjum ástum sem gætu end- að illa. Endurtaka.“ María Lilja Þrastardóttir Fjölmiðlakona og annar höfundur bókar- innar Ástarsögur íslenskra kvenna. „Mér hefur gefist best að hlusta á vini mína. Tala ógeðslega mikið við fólk sem elskar mig og einangra mig ekki. Fara í páverball- öðukarókí, borða góðan mat og detta svo rækilega í það í góðum hópi þegar líðanin er aðeins upp á við. Svo er sund og gufa líka „golden“ til að hreinsa hugann. Svo auðvitað fara í sleik. Það er líka næs.“ Þórhallur Auður Helgason Söngnemi „Mín reynsla hefur verið sú að það sé gott að finna sér ein- hverja plötu eða tónskáld sem verður „break- -up“ tónlistin þín. Þú þarft að sætta þig við að hún muni alltaf vera tengd því. Svona eins og bláu tuskurnar heima eru bara notaðar á klósett. Síðan þarf að forðast eins og heit- an eldinn alla tónlist sem mað- ur tengir við sambandið í a.m.k. nokkra mánuði, annars týnist maður bara í nostalgíu og maður getur legið í henni endalaust og liðið sæmilega með það í einhverri meðvirkni gagnvart sjálfri sér. Ekki gera það.“ Dansa, gráta yfir Friends, drekka góð vín, fara í bað, hlusta á tónlist, detta í sleik. Þetta eru nokkur af þeim ráðum sem ráðgjafar Fréttatímans gáfu sem skotheld í sambandsslitum. Ragnheiður Haralds og Eiríksdótt- ir, hjúkrunarfræðingur og blaða- maður, er hokin af reynslu þegar kemur að samböndum og sam- bandsslitum og er sérfræðingur á þessu sviði. Hún nefnir fimm lykil- atriði sem gott er að hafa í huga. 1„Ef sambandsslitin eru brjálæð-islegur skellur og áfallið mikið gætir þú þurft að hugsa bara um grunnþarfir þínar til að byrja með. Sofa, borða, hvílast. Hugsa vel um þig. Fara í notaleg böð – gera hluti sem gleðja þig. Hafðu einhvern með í ráðum – góða vinkonu eða vin, það er ómetanlegt.“ 2 „Ef ákvörðunin er ekki þín er ekkert sem þú getur gert. Það er sama hversu mikið þú veltir þér upp úr ástæðunum sem kunna að liggja að baki – því miður getur þú ekki stýrt því sem aðrir gera eða hugsa. Það eina sem þú getur haft áhrif á eru þínar hugsanir og viðbrögð. 3 Mundu að höfnun hefur ekkert með þig að gera. Hún er alfar- ið á ábyrgð þess sem hafnar. Það kjósa ekki allir Sjálfstæðisflokkinn og það borða ekki allir ananas á pítsu og það hafa ekki allir smekk fyrir þig.“ 4„Ekki detta í þráhyggjuna. Það kann að vera freistandi að ræða sambandsslitin daginn út og inn við vini/vinkonur sem vilja hlusta og spá og lesa í rúnir með þér. En mundu þá að það sem þú notar athygli þína í tekur meira og meira pláss í lífi þínu. Ef þú veltir þér upp úr kvölinni verður hún langvinnari og stærri. Gefðu þér hálftíma á dag til að ræða sam- bandsslitin út og inn – tímasettan hálftíma – utan hans er bannað að ræða þau.“ 5„Mundu að það kemur annar strætó þó að þessi sé farinn. Jákvæð athygli frá fólki er heilandi – reyndu að hitta, spjalla við, og umgangast einhverja sem kunna að meta kosti þína og finnst þú sexí. Daður er heilandi í þessum aðstæðum.“ Páskaegg fyrir sælkera Súkkulaðiunnendur, sem hafa gaman af því að prófa nýjar gerð- ir af páskaeggjum, ættu ekki að láta þetta massífa súkkulaðiegg frá SOLID Chockola- te Company fram hjá sér fara. Um er að ræða páskaegg sem er búið til úr 42 gæða belgískum súkkulaðibitum og er 700 grömm að þyngd, takk fyrir. Þetta er egg fyrir þá sem fá sér páskaegg út af súkkulaðinu en ekki sælgætinu sem er inn í. Enda það oft ekki upp á marga fiska. Framleiddar eru fjórar tegundir af páskaegginu, úr ljósu, dökku og hvítu súkkulaði. Og með kara- mellubragði. Hægt er að kaupa eggið á Amazon fyrir litlar 3500 krón- ur. Það er enn langt í páskana og því næg- ur tími til stefnu. Láttu það eftir þér að gæða þér á góðu súkkulaði um páskana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.