Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 17

Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 17
| 17FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 FERMINGAR VEISLA GLÆSILEGUR BÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 31. m ars 2017 • B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl Virka daga 10:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 16:00 OPNUNARTÍMAR PS4 SLIM 500GB 37.990 PS4 VR GLERAUGU 49.990 55” SALORA 99.990 sem einkennir þá sem eru ber- skjaldaðir í lífinu einkenna þenn- an hægláta mann í Hátúni. Ég get alveg lært Kiddi kláraði 8. bekk í grunnskóla á Laugum í Sælingsdal en flosnaði upp úr námi eftir það en hann átti erfitt með lestur. „Það er erfitt að vera í heimavistarskóla og vera öðruvísi en aðrir. Ég gekk alltaf haltur og ég var hræddur við að detta. Ég var þegar búinn að hand- leggs- og fótbrotna og ég gat ekk- ert hlaupið. Það var verið að stríða manni og maður bara barðist áfram. Þetta var ekki góður tími.“ Seinna þegar hann flutti í bæ- inn fór hann í Hringsjá í einstak- lingsmiðað nám og þá kom í ljós að stærðfræði, tölvur og bókfærsla voru hans styrkleikar. Einnig gat hann lært heilu handritin utan að þegar hann lék í Halaleikhópnum. Hann lék til dæmis stórt hlutverk í Kirsuberjagarðinum. Hann var í hlutverki rónans Simenov-Pischik og uppgötvaði að hann gat vel les- ið og lært. Reykherbergið eltir Kidda „Um tvítugt neyddist ég endan- lega til þess að yfirgefa sveitina. Ég var að labba á milli húsa á fljúg- andi svelli og þegar hundur bróður míns kom hlaupandi á móti mér, og datt á mig og ég datt aftur fyr- ir mig. Þá hafði vöðvinn farið í tvennt, sá sem er við hnéskelina. Ég fór í þá aðgerð og var í heilt ár í Reykjadal. Ég sem vildi helst ekki gista í Reykjavík á þessum tíma,“ segir Kiddi og brosir. En það var árið 1990 sem hann leigði sér litla íbúð á 3. hæð í vest- urálmu Sjálfsbjargarblokkarinnar í Hátúni og hefur búið í blokkinni síðan. Á 3. hæðinni var reykher- bergi og þegar tækifæri gafst og íbúð losnaði flutti hann sig upp á 5. hæð til þess að komast sem lengst frá tóbaksreyknum en Kiddi er með slæmt ofnæmi fyrir tóbaks- reyk. Eins þolir hann illa ilmvatns- og rakspíralykt og verður flökurt og máttvana við minnsta áreiti. Síðan gerist það fyrir nokkrum árum að skrifstofa Landssambands Sjálfsbjargar flutti sig um set og inn á 3. hæðina í blokkinni hans Kidda. Sem sagt sömu hæð og reykher- bergið. Og upp úr því hófst sú um- ræða hjá þeim sem unnu á skrif- stofunni að flytja reykherbergið upp á fimmtu hæð. Kiddi brást illa við því þessu strax og mótmælti af því að reykherbergið væri að elta hann uppi. Á móti fékk hann harkaleg viðbrögð frá yfirmönnum heimilisins og Landssambandsins. „Ég mátti ekki mótmæla, ég var bara öryrki og hafði ekkert um þetta að segja. Við ráðum! Það var viðmótið.“ Reykurinn fer út um allt Í byrjun mars á þessu ári var síðan gerð alvara úr því að flytja reyk- herbergið upp á 5. hæðina og taka sameiginlega þvottahúsaðstöðu á hæðinni alfarið undir reykherberg- ið, þrátt fyrir mótbárur Kidda og annarra íbúa. Útsogið er svo mikið í reykherberginu að dyrnar lokast ekki og reykurinn fer fram á gang og inn í íbúðina hjá Kidda. En Kiddi hefur það mikið óþol fyrir reyk að hann hafði áður þétt í kringum loftnetsleiðslur í íbúðinni sinni til þess að sporna gegn reyk sem færi á milli íbúðanna. En hann finnur fyrir reyk sem fer á milli íbúða eft- ir leiðslum og snúrum, eða með- fram þeim. „Kiddi er einn okkar besti starfs- maður,“ segir Hartmann sem stjórnar Örtækni, þar sem Kiddi hefur unnið í 21 ár. Hartmann seg- ir um Kidda að hann sé ekki einn af þeim sem kvarti eitthvað út í bláinn, hann er einfaldlega ekki sú manngerð. En Hartmanni og Elfu, samstarfsmanni Kidda hjá Ör- tækni, krossbrá þegar Kiddi kom í vinnuna eftir að reykherbergið flutti á fimmtu hæð. Hann hafði kastað upp og kom skjálfandi og grár til vinnu enda svaf hann ekki dúr þarna fyrstu næturnar á eftir. Far þú bara Kiddi fór á fund framkvæmdastjóra Landssambandsins með réttinda- gæslukonu fatlaðra í framhaldi af þessu og eftir nokkrar svefnlaus- ar nætur. „Framkvæmdastjórinn sagði að ég gæti bara farið í aðra íbúð en það tekur fjögur til fimm ár að fá aðra íbúð. Það verður að Undanfarin ár hefur safnast upp kergja á milli Kidda og stjórnenda Sjálfsbjargarheimil- isins og Landssambands Sjálfs- bjargar. En honum finnst hann mæta hroka og yfirgangi af hendi framkvæmdastjóranna. Ég byrjaði að detta sjö ára, ég var að hlaupa eftir lambi, þá var alltaf mark- að úti. Maður þurfti að hlaupa á eftir þeim. leysa málið þangað til,“ segir Kiddi á sinn hógværa hátt. Kidda fannst framkvæmdastjór- inn valta yfir réttindagæslukonu sína og gefa í skyn að Kiddi væri að gera sér þetta upp. „Við tökum ekki mark á honum,“ sagði fram- kvæmdastjórinn og meinti þá að skrifstofan tæki ekki mark á Kidda. „Hann hefur alltaf verið á móti her- berginu,“ sagði framkvæmdastjór- inn. Kiddi segir það vera rétt en að á móti komi að þegar hann beri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.