Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 12
Þessi vika hefur ver-ið sorgleg í meira lagi. Hún byrjaði á yfirgangi og hótunum eigenda HB Granda gagnvart starfsfólki sínu og samfélaginu á Akranesi. Þessir eigendur, tvær fjölskyldur fyrst og fremst, en einnig nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins, hafa haft aðgang að sameigin- legum auðlindum þjóðarinnar gegn fáránlega lágu endurgjaldi árum og áratugum saman. Þeir hafa verið í forystu þess auðfólks sem hefur beitt stjórnmálaflokk- um sem þeir styrkja til að lækka á sér álögur og koma sér undan að greiða eðlilegan skatt til sameigin- legra sjóða, sem ætlað er að standa undir velferðarkerfi almennings. Fyrst knúðu þeir á um lækkun á tekjuskatti fyrirtækja svo þeir gætu dregið meira fé til sín upp úr rekstrinum. Síðan knúðu þeir á um lækkun fjármagnstekjuskatts svo þeir þyrftu ekki að borga tekjuskatt til jafns við launafólk. Síðan knúðu þeir á um lækkun veiðigjalda, eftir að þau voru loks sett á, svo þeir fengu stærri hluta af arðinum af auðlindinni. Eigendur HB Granda hafa verið í forystu þess auðfólks sem sveigt hefur öll grunnkerfi samfélagsins að sínum þörfum. Þeir þurfa ekki að á velferðarkerfinu að halda, þeim er sama þótt þeir þurfi að borga fyrir heilbrigðisþjónustu, þeir geta menntað börnin sín án aðstoðar lánasjóðs námsmanna og styrkt þau til kaupa á fasteign- um svo þau séu ekki háð leigu- eða vaxtabótum. Eigendur HB Granda svífa ásamt fáeinum öðrum Ís- lendingum hátt yfir samfélagi annars fólks. Hagsmunir þeirra fara í engu saman með hagsmun- um venjulegs launafólks. Eigendur HB Granda hafa styrkt stjórnmálaflokka til að lækka á sig álögur og síðan til þess að brjóta niður velferðarkerfi venjulegs fólks. Þeir hafa staðið gegn eðli- legum launakröfum starfsfólksins og hafa komist upp með að borga fiskverkafólki sínu skammarlega lág laun á sama tíma og þeir hafa dregið upp úr fyrirtækinu marga milljarða ár hvert, margfalda þá upphæð sem þyrfti til þess að tryggja öllum starfsmönnum fyrir- tækisins mannsæmandi kjör. Á meðan eigendur HB Granda hafa brotið niður velferðarkerfið og launakjör verkafólks hafa þeir tekið undir kröfur annars auð- fólks og eigenda fyrirtækja um að samfélagið og sameiginlegir sjóðir eigi að þjóna sér betur. Lækka enn frekar skatta og álögur. Aðlaga gengisskráningu að sínum þörf- um. Byggja upp innviði svo þeir geti auðgast enn frekar á starfsemi fyrirtækisins. Þar sem almenningur og sam- tök hans hafa að mestu lagt nið- ur vopn í baráttu fyrir bættum kjörum og ríkari réttindum hafa eigendur HB Granda og aðrir ofsa- ríkir Íslendingar farið sínu fram á undanförnum árum. Stjórnvöld standa og sitja samkvæmt þeirra óskum. Og eftir því sem samfélagið er sveigt meir að þeirra hagsmunum því útblásnari verða þeir af frekju og yfirgangi. Þeir eru eins og börn, stjórnlaus af frekju. Gallinn er að þessi börn fara með öll völd á heimilinu og hóta að reka annað heimilisfólk að heiman ef þau fá ekki sleikjó og kandíflos í kvöld- matinn. Nýlegt Hrun dró fram að taum- laus kapítalismi tortímir ekki aðeins fjárhagsgrunni fjölskyldna og þeirra sem verst eru staddir, brýtur ekki aðeins niður réttindi fólks og lífsviðurværi og rífur ekki aðeins í sundur samfélagið; heldur eyðileggur sjálfan kapítalismann. Þegar kapítalistarnir fengu öllu að ráða átu þeir fyrirtækin að innan og eyddu þeim. Það er því ekki aðeins af ást á fólki sem við eigum að taka völdin af hinum ofsaríku, áður en þeir kné- setja allt venjulegt fólk og gera að þrælum sínum, heldur getum við gert það af samlíðan með kap- ítalistunum sjálfum. Við getum lagt á þá eðlilega skatta og hafnað kröfum þeirra til að framlengja líf kapítalismans. Að öðrum kosti mun hann hrynja. En sú mynd sem gefin er af hin- um ofsaríku og ofsafreku í rann- sóknarskýrslu um einkavæðingu Búnaðarbankans er svo skelfileg að kannski er það ómannlegt að ætlast til að venjulegt fólk finni til samkenndar með þessu fólki. Þetta eru engisprettur sem gleypa í sig uppskeruna á akrinum en krefjast þess samt að við tignum það fyrir að vera forsenda þess að nokkur vaxi þar. Gunnar Smári ENGISPRETTUR- NAR STJÓRNA AKRINUM lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir 12 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI STÆRÐ FRÁ 360-550 L FARANGURSBOX Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI HJÓLAFESTINGAR Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is 1-3 HJÓL Á FESTINGU VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Ifor Williams vélavagn 3500 kg. heildarburður, pallur 3,03 x 1,84 m Verð 685.484 kr. +/vsk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.