Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 50
www.likamioglifsstill.is
Ég fæ mest út úr því að hlaupa utan vega og í náttúrunni. Ef ég hefði allan tíma í heimi væri ég hreinlega alltaf í
Heiðmörk eða uppi á fjalli og mér
finnst auðvitað langskemmtileg-
ast að keppa í utanvegahlaupum.
Á sumrin fær þessi náttúruþörf að
njóta sín en yfir vetrarmánuðina
held ég mig innan bæjarmarkanna
og tek jafnvel gæðaæfingar inni á
hlaupabrettinu,“ segir Katrín Lilja
Sigurðardóttir, efnafræðingur með
meiru.
Katrín Lilja er mörgum kunn
sem Sprengju-Kata en hún hef-
ur farið fyrir Sprengjugengi HÍ
undanfarin ár en í því eru helstu
sérfræðingar landsins í efnafræði-
brellum. Þá hefur hún komið fram
með Ævari vísindamanni undan-
farin ár. Meðfram önnum í starfi
og barnauppeldi er Katrín þó dug-
mikill hlaupari.
Fór þetta á þrjóskunni
„Hlaupasagan mín er týpísk dæmi-
saga um að æfingin skapi meist-
arann. Árið 2007, stuttu eftir að
ég eignaðist barn númer tvö, steig
ég mín fyrstu skref í Fossvogin-
um í þeim eina tilgangi að fara út
að hlaupa. Þá hef ég varla hlaup-
ið lengra en tvo kílómetra og mér
fannst það sko ekki auðvelt. Þetta
sumar skokkaði ég nokkrum sinn-
um en ekki lengra en það að ég
komst í raun aldrei út úr Fossvog-
inum en ég bjó einmitt við dalinn
á þeim tíma. Í lok sumarsins hljóp
ég svo í fyrsta sinn í Reykjavíkur-
maraþoni og hafði þá aldrei farið
lengra en 4 km í einum hlaupa-
túr. Mér tókst með þrjóskunni að
komast þessa 10 kílómetra á 67:44
og lá veik af áreynslu heila viku
eftir hlaupið. Reyndar hefur það
kannski spilað inn í árangurinn og
upplifunina að ég var orðin ólétt
en vissi ekki af því þá,“ segir hún.
Árið 2012 urðu svo kaflaskipti á
hlaupaferli hennar. „Ég tók þátt í 5
km hlaupi í Öskjuhlíð sem hét „Á
meðan fæturnir bera mig“ og af-
rekaði að vera fyrsta konan í mark.
Ég sem hafði aldrei nokkurn tím-
ann unnið til verðlauna í íþróttum!
Í kjölfarið byrjaði ég í hlaupa-
hópi og það var þá sem hlaupalíf-
ið hófst fyrir alvöru. Reglulegar
og fjölbreyttar æfingar komu
mér fljótt og örugglega í frábært
hlaupaform. Tímarnir mínir í 10
km í Reykjavíkurmaraþoni hljóta
að vera merki um hversu dugleg ég
var að æfa á þessum tíma en þeir
voru 55:53, 46:03 og 41:55 árin
2011-13.“
Byrjuð í þríþraut
Hversu oft hleypurðu?
„Ég er agalega mikil óreglumann-
eskja þegar kemur að æfingum
en ég reyni að hreyfa mig nánast
daglega og hugsa að ég hlaupi að
meðaltali þrisvar sinnum í viku.
Hlaupaæfingarnar eru fjölbreyttar;
tempó, brekkur, sprettir, utan-
vega, langt og rólegt en núna er ég
mest að hlaupa með Laugaskokki
og hlaupahópi Háskóla Íslands,
Richa 116. Það er frábært prógram
í báðum þessum hópum þannig
að ef maður mætir reglulega á
æfingar fær maður allan pakk-
ann. Svo finnst mér skipta miklu
máli að mæta í almenningshlaup
til að ýta manni örlítið út fyr-
ir þægindarammann. Á veturna
halda Powerade hlaupin manni
algjörlega við efnið og stemningin
í heita pottinum í Árbæjarlauginni
eftir hlaupin er frábær! Fyrir utan
hlaupin gríp ég í alls konar styrkta-
ræfingar en svo var ég líka að láta
gamlan draum rætast og skráði
mig í þríþrautarfélag um daginn.
Nú er á dagskrá að læra sundtökin
almennilega, læra að skipta um gír
á hjólinu og þá er maður tilbúinn í
næstu þríþrautarkeppni!“
Lendir á trúnó á hlaupum
Hvað færðu út úr hlaupunum?
„Vá, hvað fær maður ekki út úr
hlaupunum? Þetta er einfald-
lega besta fíknin en það þýðir að
maður fær líka fráhvarfseinkenni
eftir tvo til þrjá hlaupalausa daga.
Ég upplifi mikla frelsistilfinningu
að hlaupa úti, finn hvernig ég fæ
útrás. Ef ég hleyp ein næ ég ein-
hvern veginn að tæma hugann, ég
hugsa ekki mikið heldur fer í hug-
leiðsluham og kem inn alveg fersk
og endurnærð.“
Fær maður meira út úr því að
hlaupa með öðrum í hópi eða er
bara verið að slúðra?
„Ég hef upplifað að þegar ég hleyp
löng hlaup með hlaupafélögum
þá virkar endorfínið ekki ósvipað
á mann og áfengi. Ég hef margoft
lent á „trúnó“ á hlaupum. Fólk læt-
ur stundum bara allt flakka en það
er auðvitað óskrifuð regla að það
fer ekkert lengra.“
2 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017HLAUPOGCROSSFIT
Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300
Nú er tíminn til þess
að skipuleggja hlaup
sumarsins
Nú þegar vorið er á næsta leiti
eru margir hlauparar farnir að
skipuleggja sumarið sitt og ákveða
hvaða hlaup fólk ætlar að hlaupa
í sumar. Ótrúlegur fjöldi hlaupa
fer fram í sumar og ómögulegt
að taka þátt í þeim öllum. Það
að undirbúa sig vel og þekkja
hlaupaleiðina vel er lykillinn að
því að hlaupið gangi vel og að
þú náir settu markmiði. Hér eru
nokkur áhugaverð hlaup sem gam-
an væri að taka þátt í.
• Víðavangshlaup ÍR fer fram
þann 20. apríl, sem er sumar-
dagurinn fyrsti. Þetta er í 102.
sinn sem hlaupið er haldið.
Hlaupaleiðin liggur um mið-
bæinn, hægt er að velja á
milli 2,7 km skemmtiskokks
eða 5 km hlaupaleiðar sem
liggur um miðbæ Reykja-
víkur.
• Icelandairhlaupið fer
svo fram 4. maí. Þetta er
í 23. skiptið sem hlaup-
ið fer fram. Hlaupið er
7 km og hlaupinn er
hringurinn í kring-
um Reykjavíkurflug-
völl.
• Kópavogsmaraþonið
verður haldið í annað
sinn þann 13. maí. Þrjár
vegalengdir eru í boði,
maraþon (42,2 km), hálf-
maraþon (21,1 km) og svo 10
km. Hlaupið er um Kópa-
voginn, hlaupabrautin er
mjög flöt og því tilvalin til
bætingar.
• Mývatnsmaraþonið fer
fram 3. júní í ár. Þar verða
í boði fjórar mismunandi
vegalengdir. Maraþon, hálf-
maraþon, 10 km og 3 km leið.
Hlaupið er hringinn í kringum
Mývatn og endað er í jarðböð-
unum við Mývatn. Þetta er
einstakt tækifæri til þess að
hlaupa í sérlega fallegu um-
hverfi.
• Miðnæturhlaup Suzuki verður
haldið á Jónsmessunótt, eins
og undanfarin ár. Hægt er að
velja um þrjár vegalengdir:
Hálft maraþon, 10 km eða 5
km. Hlaupið er frá Laugardals-
lauginni og hlaupið endar þar
líka og því tilvalið að skola af
sér í lauginni að hlaupi loknu.
Einstaklega skemmtilegt hlaup
og tímasetningin frábær.
• Snæfellsjökulshlaupið er á dag-
skrá þann 1. júlí. Hlaupið hefur
verið haldið undanfarin 6 ár og
hefur verið mjög vel sótt. Ræst
er frá Arnarstapa og hlaupið er
um 22 km. Þetta er tilvalið
hlaup fyrir þá sem vilja
prófa öðruvísi hlaup og
fá að kynnast utanvega-
hlaupum en vinsældir
svoleiðis hlaupa hafa
vaxið mikið undan-
farin ár.
• Laugavegshlaupið fer
fram 15. júlí í ár. Vegalengd-
in er 55 km. Krefjandi
hlaup og fólk þarf að vera
mjög vel undirbúið. Til
marks um auknar vinsæld-
ir utanvegahlaupa þá er nú
þegar orðið uppselt í hlaupið
í ár en áhugasamir geta farið
að undirbúa sig fyrir hlaupið
2018.
• Reykjavíkurmaraþon
Íslandsbanka fer fram í ár
þann 19. ágúst. Það hlaup ætti
ekki að þurfa að kynna fyrir
nokkrum hlaupara og fullt af
vegalengdum í boði fyrir alla
fjölskylduna.
Hlaupin eru
besta fíknin
Katrín Lilja Sigurðardóttir er mörgum kunn sem Sprengju-Kata sem
meðal annars hefur komið fram í þáttum Ævars vísindamanns. Hún
bregður sér einnig reglulega í líki Hlaupa-Kötu og hefur náð góðum
árangri frá því hún byrjaði að hlaupa fyrir áratug.
Frábær hlaup
framundan
Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.hlaup.is
Kata hefur tekið þátt í allskonar hlaupum síðustu ár og kveðst fá mikið út úr þeim.
Hún verði ómöguleg ef hún hleypur ekki í 2-3 daga.
Besti árangur Kötu
Árið 2013 var algjört toppár. Þá
náði ég bestu tímunum mínum í
þessum hefðbundnu vegalengd-
um eða:
5 km 20:42 (2013)
10 km 41:55 (2013)
½ maraþon 1:36:32 (2013)
Ég hef nú bara einu sinni farið
heilt maraþon og Laugaveginn,
en það var í fyrra. Þar sem ég
þekkti ekki vegalengdirnar þorði
ég ekki að rembast og fór frekar
rólega:
Maraþon 3:49:49 (2016)
Laugavegur 7:34:01 (2016)
Kannski er maraþontíminn
ágætur því ég ákvað að taka þátt
innan við tveimur sólarhring-
um fyrir hlaupið og var alls ekki
maraþonformi á þeim tíma.
Dætur Kötu styðja hana þegar hún kepp-
ir. Þær heita Sumarrós og Hólmfríður.