Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 5– 05 90 Úrval af mildum og ómótstæðilegum ostum á veisluborðið. Dala-Auður, Dala-Kastali og Dala-Camembert fullkomna veisluna. ÚR DÖLUNUM PÁSKAÞRENNAPá Pá Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Ellý Katrín Guðmunds-dóttir borgarritari var óvænt beðin um að koma á skrifstofu borg-arstjóra, dag einn í fyrra. Hún fann strax að tilefnið var alvar- legt. Hann fór vel að henni en sagði henni samt að hún væri ólík sjálfri sér, hann hefði fengið ábendingar frá samstarfsfólki um að hún væri farin að missa niður einhverja bolta. Hún segist hafa fengið þungt högg, jafnvel þótt Dagur B. Eggerts- son sýndi mikla nærgætni og væri greinilega að vanda sig. „Mér var mjög brugðið, það helltist yfir mig óöryggi og mikil vanlíðan,“ segir hún en eftir fundinn hringdi hún í manninn sinn og bað hann að sækja sig í vinnuna. „Eftir á að hyggja var þetta kannski versta áfallið sem ég varð fyrir í öllu þessu ferli, því þetta var svo óvænt, ég var svo gersam- lega berskjölduð.“ Ólík sjálfri sér „Þegar ég hugsa til baka er erfitt að sjá hvenær sjúkdómurinn fór fyrst að láta á sér kræla,“ segir hún. Mánuðina og vikurnar á und- an hafði hún þó verið óvanalega þreytt, niðurdregin og ólík sjálfri sér. „Það var skrítið því ég var ný- komin úr námsleyfi í Þýskalandi og alls ekki útkeyrð af vinnu. Ég er frekar létt í skapi en hafði verið van- sæl um nokkra hríð án þess að vita af hverju. Ég hafði velt fyrir mér hvort ég þjáðist af þunglyndi eða kvíða en ég á enga sögu um andleg veikindi. Það hvarflaði að mér að þetta væru einkenni tíðahvarfa. En mér fannst samt ekkert alvarlegt vera að mér og þess vegna varð ég svona slegin og gersamlega miður mín þegar ég heyrði að samstarfs- fólk mitt hefði tekið eftir því að ég var ekki að standa mig. Ég hafði ekki áhuga á því að vita hvað ég hafði gert rangt eða ekki gert, ég vildi ekki spyrja. Veit samt að það olli engu tjóni en vakti bara ýmsar spurningar.“ Ánægð með lífið Ellý Katrín er lögfræðingur að mennt, móðir tveggja uppkominna barna, gift Magnúsi Karli Magnús- syni lækni. Þau búa í fallegri og hlý- legri íbúð í Hlíðunum, þar sem upp- runalegar innréttingar fá að njóta sín til fulls og greinilegt að þarna býr fólk sem les bækur, ann góðri tónlist og hefur auga fyrir falleg- um hlutum. En ef hún hefði vitað þetta fyrir nokkrum árum, hvað hefði hún gert öðruvísi? Hefur sjúk- dómurinn orðið til þess að hún sér líf sitt öðrum augum? Lífið er alls ekki búið Það er fáheyrt að 52 ára kona greinist með Alzheimer, en það kom fyrir Ellý Katrínu Guðmundsdóttur, æðsta embættismann Reykjavíkur og staðgengil borgarstjóra. Áfallið dundi fyrst yfir þegar hún var kölluð inn til borgarstjóra, samstarfsfólk hennar hafði tekið eftir því að hún hafði ekki valdið einhverjum verkefnum sem áður höfðu leikið í höndunum á henni. Þótt mikil þögn umlyki þennan sjúkdóm ákveður hún að rjúfa hana, til að hjálpa sjálfri sér og öðrum. Eins og hún segir sjálf: „Ég þoli ekki leyndarmál.“ „Ég verð að lifa með þessum sjúk- dómi og mitt svar er að lifa í núinu og lifa til fulls meðan ég get það,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir. Mynd | Heiða „Kannski hefur hann dregið fram hvað ég er ánægð með lífið. Hvað ég vildi gefa mikið til að vera bara áfram á Íslandi, í Reykjavík, að sitja hérna í þessu húsi, í þessum sama sófa, innan um fólkið mitt og fjöl- skylduna. Þetta áfall hefur dregið betur fram hvað ég er ánægð með það sem mér var gefið og hvað ég hef haft það gott.“ Það versta varð ofan á Eftir fundinn með borgarstjóra fór Ellý í leyfi frá borginni og við tóku allsherjarrannsóknir á heilsufari hennar. Fljótlega fóru spjótin að beinast að heilastarfseminni. „Jón Snædal, læknirinn minn, sendi mig í jáeindaskanna út til Kaupmanna- hafnar, svipaðan þessum sem Ís- lensk erfðagreining gaf Landspít- alanum og á að taka í gagnið hér. „Þetta er einskonar vél sem maður fer inn í meðan heilinn er skann- aður. Síðan tók við löng bið meðan verið var að greina niðurstöðurnar. Ég hafði dvalið í Kaupmannahöfn með manninum mínum í nokkra daga meðan rannsóknin fór fram. Við bjuggum hjá dóttur okkar sem býr í borginni. Við vorum því löngu komin heim þegar Jón Snædal kall- aði mig á sinn fund til að skýra mér frá niðurstöðunni og maðurinn minn kom með mér. Ég auðvitað hélt í vonina allan tímann. En það versta hafði samt sem áður orðið ofan á.“ Þetta er hending Það er fáheyrt að svona ung kona greinist með sjúkdóminn, eins og læknirinn sagði henni. Í hennar til- felli er ekki um arfgengan sjúkdóm að ræða, enginn fjölskyldusaga er um Alzheimer, engu að síður töl- uðu rannsóknarniðurstöðurnar sínu máli. „Alzheimer er hér um bil það versta sem ég gat gert mér í hugarlund. Það er óhugguleg til- hugsun að missa minnið og vitund- ina um sjálfan sig,“ segir hún. „En það versta var engu að síður niður- staðan. „Þetta er hending, eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.