Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 31.03.2017, Blaðsíða 44
Það getur verið mjög notalegt að grípa í einfaldan leik í símanum sem samt krefst smá heilaleikfimi. Sérstaklega þegar þú ert að bíða eftir ein- hverju, eða bara þegar þig langar að gleyma þér í smá stund. Leiki eins og Candy Chrush og Two Dots er hægt að sækja í flesta snjallsíma og henta þeir sérlega vel fyrir áðurnefndar aðstæður. Ef þú vilt drepa tímann en fyllast inn- blæstri á sama tíma er tilvalið að skoða fasteignaauglýsingar. Það er svo gaman að sjá hvað aðrir velja eða hvernig þeir raða hlutum heima hjá sér. Í fasteignaaug- lýsingum sjáum við venjuleg heimili sem sjaldan eru of stíliseruð. Svo skaltu bara viður- kenna að þú elskar að hnýsast. Að geta hlustað á hljóð- bók í símanum er algjör snilld. Flestir eru alltaf með símann á sér og því auðvelt að hlusta stutta stund í einu. Sér- staklega þægilegt ef þú þarft að bíða eftir einhverju og vilt gera eitthvað uppbyggilegt á meðan. Smáforritið Audible kostar 1500 krónur og ein bók fylgir með. ÞRJÁR LEIÐIR TIL AÐ DREPA TÍMANN Náttúrulegt Þörungamagnesíum ENGIN MAGAÓNOT Mikil virkni Bragðlaust duft í kalt vatn 5 mán. skammtur Nýjar umbúðir Segðu frá góðri æskuminningu Ingibjörg Björnsdóttir „Ég flutti til Danmerk- ur í febrúar á 14. aldursári og átti af- mæli í maí. Ég var mjög einmana í Dan- mörku, var nýflutt og þekkti ekki marga en átti stóran vinkvennahóp á Íslandi. Þær tóku sig saman allar og komu og heim- sóttu mig í tilefni afmælisins. Við skemmtum okkur konunglega í Tívolí og á Bakkanum, jeminn hvað það var mikið hlegið en á þessu lifði ég lengi.“ Óskar Páll Elfarsson Eitt það allra skemmti- legasta sem ég gerði sem barn var að dunda í sveitinni með afa. Hann hafði alltaf tíma fyrir mig og við áttum heiminn í sam- ein- ingu. Hann bjó við Þingvallavatn þannig ég var vanur að fara út á bát með honum að veiða frá því ég man eftir mér. Ómetanlegar stundir sem ég mun aldrei gleyma, ég man eins og það hafði gerst í gær þegar afi sagði mér að nú væri ég orðinn nógu stór til þess að stjórna mót- ornum og stýra, ég hef sjaldan verið jafn montinn. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Ég er í rauninni ekki mjög skörp að muna hluti frá barnæsku og það sem ég man eru ekkert alltaf merkilegir hlutir, en mjög ljúfir. En ég er alin upp í Mosfellsdal og á afmæli að vetri til og man hvað það var ótrúlega mikið sport þegar allar stelpurnar í bekknum fengu að koma með mér heim með skólarútunni og við rölt- um í halarófu heim afleggjarann í snjónum, allar dúðaðar í kraft- galla og „moonboots“. Það mátti ekki alltaf á milli sjá hvort mér fannst meira gaman að taka þær (sem bjuggu allar í göngufjarlægð við skólann) með mér í ævintýrið sem skólarútan var eða fyrir þær að koma með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.