Fréttatíminn - 31.03.2017, Side 44

Fréttatíminn - 31.03.2017, Side 44
Það getur verið mjög notalegt að grípa í einfaldan leik í símanum sem samt krefst smá heilaleikfimi. Sérstaklega þegar þú ert að bíða eftir ein- hverju, eða bara þegar þig langar að gleyma þér í smá stund. Leiki eins og Candy Chrush og Two Dots er hægt að sækja í flesta snjallsíma og henta þeir sérlega vel fyrir áðurnefndar aðstæður. Ef þú vilt drepa tímann en fyllast inn- blæstri á sama tíma er tilvalið að skoða fasteignaauglýsingar. Það er svo gaman að sjá hvað aðrir velja eða hvernig þeir raða hlutum heima hjá sér. Í fasteignaaug- lýsingum sjáum við venjuleg heimili sem sjaldan eru of stíliseruð. Svo skaltu bara viður- kenna að þú elskar að hnýsast. Að geta hlustað á hljóð- bók í símanum er algjör snilld. Flestir eru alltaf með símann á sér og því auðvelt að hlusta stutta stund í einu. Sér- staklega þægilegt ef þú þarft að bíða eftir einhverju og vilt gera eitthvað uppbyggilegt á meðan. Smáforritið Audible kostar 1500 krónur og ein bók fylgir með. ÞRJÁR LEIÐIR TIL AÐ DREPA TÍMANN Náttúrulegt Þörungamagnesíum ENGIN MAGAÓNOT Mikil virkni Bragðlaust duft í kalt vatn 5 mán. skammtur Nýjar umbúðir Segðu frá góðri æskuminningu Ingibjörg Björnsdóttir „Ég flutti til Danmerk- ur í febrúar á 14. aldursári og átti af- mæli í maí. Ég var mjög einmana í Dan- mörku, var nýflutt og þekkti ekki marga en átti stóran vinkvennahóp á Íslandi. Þær tóku sig saman allar og komu og heim- sóttu mig í tilefni afmælisins. Við skemmtum okkur konunglega í Tívolí og á Bakkanum, jeminn hvað það var mikið hlegið en á þessu lifði ég lengi.“ Óskar Páll Elfarsson Eitt það allra skemmti- legasta sem ég gerði sem barn var að dunda í sveitinni með afa. Hann hafði alltaf tíma fyrir mig og við áttum heiminn í sam- ein- ingu. Hann bjó við Þingvallavatn þannig ég var vanur að fara út á bát með honum að veiða frá því ég man eftir mér. Ómetanlegar stundir sem ég mun aldrei gleyma, ég man eins og það hafði gerst í gær þegar afi sagði mér að nú væri ég orðinn nógu stór til þess að stjórna mót- ornum og stýra, ég hef sjaldan verið jafn montinn. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Ég er í rauninni ekki mjög skörp að muna hluti frá barnæsku og það sem ég man eru ekkert alltaf merkilegir hlutir, en mjög ljúfir. En ég er alin upp í Mosfellsdal og á afmæli að vetri til og man hvað það var ótrúlega mikið sport þegar allar stelpurnar í bekknum fengu að koma með mér heim með skólarútunni og við rölt- um í halarófu heim afleggjarann í snjónum, allar dúðaðar í kraft- galla og „moonboots“. Það mátti ekki alltaf á milli sjá hvort mér fannst meira gaman að taka þær (sem bjuggu allar í göngufjarlægð við skólann) með mér í ævintýrið sem skólarútan var eða fyrir þær að koma með.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.