Víkurfréttir - 27.05.2004, Blaðsíða 23
7
S É R B L A Ð U M H E I L B R I G Ð I S S T O F N U N S U Ð U R N E S J A
anna eru reyndar hjúkrunarfræðing-
ar líka. Þeir starfa við heilsugæslu
og sjúkrahús hér í Reykjanesbæ, við
heilsugæslu í Grindavík, á hjúkrun-
ardeildinni Víðihlíð í Grindavík og í
heilsugæsluseljunum í Garði og
Sandgerði. Meðal verkefna þeirra
eru ungbarnavernd, mæðravernd,
skólaheilsugæsla, bráðaþjónusta,
hjúkrun sjúkra á legudeild, öldrunar-
hjúkrun, skurðhjúkrun og svæfinga-
hjúkrun. Það vakti athygli mína þeg-
ar ég hóf störf hér við HSS hversu
einstaklega góður og faglega sterk-
ur þessi hópur er. Sú staðreynd að
hjúkrunarfræðingarnir eru samstilltir,
duglegir, áræðnir og metnaðarfullir
fyrir hönd stofnunarinnar hefur gert
okkur kleift að fara hraðar í ýmsar
breytingar hér innanhúss en ella
hefði verið mögulegt. Þar er ég sér-
staklega að vísa til uppbyggingar D-
deildarinnar sem bráðalyflækninga-
deildar. Slík starfsemi gerir miklar
kröfur til hæfni og þekkingar hjúkr-
unarfræðinga og undir þeim hafa
þeir sannarlega staðið. Erfiðleikar
þeir sem verið hafa í heilsugæslunni
vegna læknaskorts hafa mætt mjög
á hjúkrunarfræðingum þar. Þeir hafa
staðið sig með eindæmum vel, end-
urskoðað verkferla og vinnufyrir-
komulag og lagt sig í líma við að
mæta þörfum skjólstæðinganna.
Er starf hjúkrunarfræðinga á HSS
frábrugðið störfum þeirra á öðr-
um sjúkrahúsum?
HSS er heilbrigðisstofnun sem rekur
bæði sjúkrahús og heilsugæslu.
Tengslin milli þessara tveggja þátta
heilbrigðisþjónustunnar eru sífellt að
aukast og nokkuð er um að hjúkr-
unarfræðingar og ljósmæður hér
starfi á báðum stöðum. Ég þekki lítið
til annarra sjúkrahúsa hérlendis en
Landspítala-háskólasjúkrahúss og
miðað við þann spítala er svarið við
spurningunni bæði já og nei! Hjúkr-
un er hjúkrun, sama hvar hún er
veitt. Hins vegar eru aðstæður frá-
brugðnar að því leyti að hér er t.d.
ekki gjörgæsludeild sem gerir það
að verkum að hjúkrunarfræðingar
hér, sem eru með mjög veika ein-
staklinga í sinni umsjá, þurfa að sjá
fyrir þörfina fyrir slíka þjónustu og
gera ráðstafanir til flutnings með
nægum fyrirvara. Þá þurfa hjúkrun-
arfræðingar á D-deild t.d. að vera
því viðbúnir að svara kalli frá slysa-
og bráðamóttökunni utan dagvinnu-
tíma.
Hvað er það sérstæðasta sem þú
hefur upplifað í þínu starfi?
Það er ákaflega margt og að sumu
leyti erfitt að tína eitthvað eitt til. Ég
hef upplifað ákaflega margt í mínu
starfi, bæði sorg og gleði, litla sigra,
stóra sigra, vonbrigði og áföll. Það er
hins vegar óumdeilt að störf mín
með breska hernum í friðargæsluliði
NATO árið 1998 er mín alsérstæð-
asta upplifun hingað til, bæði í lífi og
starfi. Þar gæti ég nefnt margt en
læt nægja að fara nokkrum orðum
um lítinn bosnískan dreng sem ég
sinnti í heimahúsi, ef heimahús
skyldi kalla. Þessi litli drengur varð
fyrir bíl og slasaðist illa á höfði og
hné. Hann var sendur til Sarajevo
þar sem eina sneiðmyndatæki
landsins var staðsett og þaðan til
Þýskalands þar sem hann lá í sex
vikur á sjúkrahúsi. Foreldrar hans
fengu ekki að fara með honum því
Þjóðverjarnir óttuðust að þau reyndu
að gerast flóttafólk. Eftir heimkom-
una var drengurinn með ljótt sár á
hnénu sem hafðist illa við og mér
var falið að fara til hans og sinna
sárinu. Þessi litla fjölskylda bjó í úti-
húsi þar sem svínin og beljan voru á
neðri hæðinni og fólkið hafðist við
uppi í stækjunni af dýrunum. Íbúðar-
húsið hafði verið sprengt í tætlur og
eftir stóðu grindin og útveggir, nema
framhliðin. Hún var á bak og burt. Í
hvert skipti sem ég kom ásamt
fylgdarmönnum mínum var mér
fagnað innilega, gefnar gjafir og
boðnar veitingar. Þær andstæður
sem mættust í þessum sundurtætta
garði, þ.e. litla allslausa fjölskyldan
annars vegar og fulltrúar velmegun-
arinnar hins vegar, standa mér enn-
þá skýrt fyrir hugskotssjónum og
munu vonandi alltaf gera.
Hvernig sérðu starf hjúkrunar-
fræðinga fyrir þér eftir 100 ár?
Það er freistandi að svara þessari
spurningu með einföldu „ég hef
ekki hugmynd um það“. Það hafa
orðið svo miklar breytingar á heim-
inum, þekkingunni, tækninni, við-
horfum, gildismati, kröfum, vænting-
um og öllu öðru á tiltölulega stuttum
tíma að mér finnst erfitt að spá
nokkru, hvað þá heila öld fram í tím-
ann. Hins vegar er ljóst að þjóðin er
að eldast og þar með munu áherslur
verða aðrar og veigameiri hvað
varðar heilsueflingu, forvarnir og
umönnun aldraðra en nú þekkist.
Það hlýtur að vera verkefni næstu
ára að hækka eftirlaunaaldur og
nýta lengur þekkingu og reynslu
þeirra sem eldri eru. Verðmætin
munu felast í að virkja aldraða í
þágu samfélagsins í stað þess að
kippa þeim út úr atvinnulífinu á
meðan þeir eru í fullu fjöri. Hjúkrun á
sjúkrahúsum á eftir að breytast mik-
ið. Tækninni fleygir svo hratt fram að
einhvern tíma kemur að því að flest-
ar skurðaðgerðir verða gerðar án
þess að þurfa nokkuð að skera.
Framfarir í erfðavísindum og líftækni
gera það að verkum að ýmsa lang-
vinna sjúkdóma verður hægt að
lækna áður en þeir valda skaða og
svo mætti lengi telja. Hjúkrunar-
heimili verða aflögð í þeirri mynd
sem við þekkjum þau. Samfélags-
þjónustan verður aukin og styrkt
þannig að allir geta verið heima hjá
sér og fengið þjónustuna til sín.
Kannski mætti gera sér í hugarlund
að eftir 100 ár verði hjúkrunarfræð-
ingar svífandi yfir byggðarlögunum í
svifdiskum sem búa yfir tæknibún-
aði til að nema merki frá þeim sem
þarfnast hjúkrunar. Þá lendir
svifdiskurinn í garði viðkomandi,
hjúkrunarfræðingurinn fer inn og
sinnir erindinu, sér jafnframt fyrir
möguleg vandamál og fyrirbyggir
þau og svífur síðan á braut.
Ég hef engar væntingar um að eftir
100 ár verði engin heilsufarsvanda-
mál. Náttúran mun ævinlega sjá
okkur fyrir nýjum áskorunum og
verkefnum, en við munum koma
okkur upp sífellt fullkomnari aðferð-
um til að leysa þau.
„Eftir heimkomuna var drengurinn með ljótt sár á
hnénu sem hafðist illa við og mér var falið að fara til
hans og sinna sárinu. Þessi litla fjölskylda bjó í úti-
húsi þar sem svínin og beljan voru á neðri hæðinni
og fólkið hafðist við uppi í stækjunni af dýrunum.
Íbúðarhúsið hafði verið sprengt í tætlur og eftir
stóðu grindin og útveggir, nema framhliðin.“
á tré. Þeim finnst mjög gefandi að fá tækifæri til að
vinna þessa handavinnu og segja að þetta
brjóti daginn verulega upp. Í iðju-
og sjúkraþjálfun koma sjúklingar
af öllum deildum sjúkrahússins.
Á hæðinni eru einnig rannsóknar-
stofur Heilbrigðisstofnunar Suður-
nesja og þar ráða fjórar hressar
stelpur ríkjum. Allt er fullt af
tækjum inn á rannsóknarstof-
unni og smásjá á hverju borði.
Stelpurnar eru allar meina-
fræðingar og þær sjá um að
rannsaka sýni sem tekin
eru á stofnuninni. Inn á stofuna
kemur einnig fólk til að láta taka
úr sér blóðsýni og þar taka stelp-
urnar vel á móti fólki.
Þegar komið er upp á aðra hæðina
í D-álmunni er starfsfólk á þönum,
en þar er legudeild fyrir aldraða og
sjúklinga Heilbrigðisstofnunar Suð-
„Þessi litli drengur varð fyrir bíl og slasaðist illa á höfði og hné. Hann var sendur til Sarajevo þar sem eina
sneiðmyndatæki landsins var staðsett og þaðan til Þýskalands þar sem hann lá í sex vikur á sjúkrahúsi“.
Eldhús bosnísku fjölskyldunnar.
HSS posturinn PDF 25.5.2004 23:04 Page 7