Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Side 26

Víkurfréttir - 27.05.2004, Side 26
Konráð Lúðvíksson lækn-ingaforstjóri Heilbrigðis-stofnunar Suðurnesja á 20 ára starfsafmæli við HSS í ágúst en hann tók til starfa við stofnunina árið 1984. Konráð út- skrifaðist úr Háskóla Íslands árið 1976 og í kjölfarið stundaði Kon- ráð sérnám í kvensjúkdóma- lækningum í Svíþjóð, en undir- sérgrein Konráðs eru vandamál í neðri þvagveg kvenna. Konráð tók nýverið við stöðu lækninga- forstjóra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann sinnir stjórnunarlegum þáttum í starfi stofnunarinnar. En hann sinnir ennþá sjúklingum enda er hann sá einstaklingur á landinu sem hefur gert flestar aðgerðir við þvagleka kvenna. Hvernig var umhverfi hér þegar þú komst hingað 1984? Það var býsna magnþrungið. Suður- nesjafólk er sérstakt fólk. Það lætur í sér heyra og vill fá hlutina afgreidda helst um leið og það finnur þörf fyrir það. Það lætur mann síðan hafa það ef því mislíkar og Suðurnesjamenn hafa skoðanir á öllu. Á ákveðnum tíma var fátt sem menn létu sér óviðkomandi. Fólk hafði skoðun á því hvernig staðið skyldi að fagleg- um hlutum. Sem dæmi var hér áhugahópur um heilbrigðismál sem lét oft á tíðum heyra í sér í blöðum. Hópurinn skrifaði um menn og mál- efni og sem dæmi þótti hópnum ekki eðlilegt að kvensjúkdómar og fæðingar færu fram á sama stað. Í þessu umhverfi þróaðist ég og leit fæðingardeildina sem gullmola. Ég vann mikið á þessum tíma og var nánast stöðugt á vakt. Það er mjög ánægjulegt að hafa átt þátt í því að skapa fæðingadeildina og þann orðstír sem hún fékk. Hefurðu tölu á því hve mörgum börnum þú hefur tekið á móti í gegnum tíðina? Þau skipta einhverjum þúsundum. Hvað er gleðilegast við læknis- starfið? Fæðingar og kvensjúkdómar spanna ansi víðan feril í mannlegu samfélagi. Við erum að tala um upp- runa lífsins, lok lífsins og allt þar á milli. Það er mjög miklar tilfinningar sem fá útrás við fæðingu nýs ein- staklings. Það er ekki alltaf sem hlutirnir ganga vel þó sem betur fer sé það oftast. Fæðing nýs einstak- lings er oftast gleðileg.Við höfum upplifað þá þróun að fæðingin var aðeins móðurinnar í að vera fæðing allrar fjölskyldunnar þar sem fjöl- skyldan tekur mun meiri þátt í und- irbúningnum og fæðingunni sjálfri. Á fæðingardeildinni höfum við alltaf lagt áherslu á að skapa heimilislegt andrúmsloft og það hefur verið mjög ríkt í okkur að halda slíkri stemn- ingu. Hvernig finnst þér stofnunin hafa breyst á síðustu 20 árum? Hún hefur mikið breyst. Þegar ég byrjaði var barist við að halda uppi almennri skurðþjónustu. Það voru ekki fastir svæfingarlæknar við stofnunina og það voru engir lyf- læknar að kalla mátti. Við læknarnir gengum mikið í hvers annars störf, þar sem handlæknismenntaðir menn voru að sinna lyflækningum sem dæmi.Við reyndum að þjóna fólkinu eins vel og við gátum við þær aðstæður sem við bjuggum við en við vorum ekki alltaf að vinna samkvæmt okkar sérþekkingu.Við vorum einnig stöðugt minnt á að til- vist sjúkrahúss á þessu svæði var ekkert sjálfsögð. Ótaldar eru þær út- tektir sem gerðar hafa verið á þess- ari stofnun af hinu opinbera. Ætið hefur komið í ljós að vinnuálag á hvern einstakling er hér mikið. Um- hverfi okkar hefur mikið breyst sér- staklega nú á síðustu árum. Það rík- ir betri sátt um okkur sem stofnun og við erum laus úr þeirri tilvistar- kreppu sem okkur fannst við oft vera í. Læknisstarfið verður sérhæfðara með hverjum deginum. Ég tel mig ekki vera gjaldgengan í að sinna mörgu af því sem ég sinnti áður. Nú tókstu við starfi lækningafor- stjóra fyrir stuttu. Í hverju felst starfið? Enn sem komið er starfa ég að hluta til klínískt. Stjórnunarlegi þátturinn felst í því að takast á við verkefni sem myndast og reyna að leysa úr málum sem upp koma hverju sinni. Einnig þarf að gera áætlanir fram í tímann. Sem dæmi höfum við unnið að framtíðarsýn fyrir stofnunina sem við vonumst til að verði nú formlega samþykkt með undirskrift ráðherra. Nálægðin við sjúklinginn hefur eðlilega minnkað eftir að þú tókst við þessari stjórnunarstöðu. Hvernig finnst þér það? Ég hef í raun bætt á mig vinnu og finn klíníska þættinum annan far- veg. Finnst þér klíníski þátturinn skip- ta máli í þínu starfi? Já, mér finnst það skipta miklu máli. Það er svo stór hluti af mér og ég hef svo gaman af mínu fagi. Ég hef gaman af návígi við fólk. Ég svo sem veit ekkert hvað öðrum finnst, en mér finnst að mér gangi ágætlega að hafa samskipti við einstaklinga. Ég fæ fólk af öllu landinu í vissar að- gerðir og nýt þess. Mér finndist mjög leiðinlegt að hætta því. Ég er búinn að gera fleiri þvaglekaaðgerð- ir á þessu landi en nokkur annar maður og sinni því af heilum hug. Mér þætti mjög slæmt að missa af þessum þætti í mínu starfi. Hvernig sérðu framtíð HSS fyrir þér? Ég hef haft þá framtíðarsýn að hér verði fjölgreina almennt sjúkrahús þar sem grunnþáttum, s.s. heilsu- gæslu, bráðaþjónustu, lyflækning- um, kvensjúkdómalækningum, þvagfæraskurðlækningum, bæklun- arlækningum og háls-, nef- og eyrnalækningum verði sinnt eins og við erum að gera og að það fái frið til að þróast. Það er afar mikið atriði að við náum sáttum við fólkið hér á svæðinu og að fólkið líti á okkur sem þjónustuaðila við sig sem stöðugt eru að gera betur og finna leiðir til að þjónusta það sem best. Hvað gerir læknir í frítíma sínum? Ég stunda útivist og er veiðimaður. Hef verið í stangaveiðinni lengi og eyði mestum tíma hana á sumrin. Ég hef einnig haft mjög gaman af ræktun og legg mig fram um það þar sem ég rækta mín sumarblóm, tré og runna. Horfirðu á bráðavaktina? Já það er kannski eina prógrammið sem ég horfi á og hef reglulega gaman af því. Það er svona sam- bland af spennu og mannlegu um- hverfi. Er eitthvað svipað sem gerist hér á HSS eins og í Bráðavaktinni? Já það koma tímar þar sem mjög mikið er að gerast. Hér er verið að bjarga mannslífum og hér missum við mannslíf og það eru allskyns til- finningar sem koma meðal fólksins. Þetta starf er svo óskaplega fjöl- skrúðugt þar sem við sinnum fólki allan daginn. 10 Systurnar Guðmunda og Katrín Benediktsdætur eru svosannarlega samrýmdar, en þær starfa sem sjúkraliðar í D-álmunni. Fyrir nokkrum árum hófu þær saman nám á sjúkraliðabraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og að námi loknu hófu þær störf á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði þar sem þær störf- uðu saman í sjö ár. Og fyrir stuttu fluttu þær sig um set, saman að sjálfsögðu á D-deildina. „Við erum mjög góðar vinkonur og stund- um ræðum við saman um starfið,“ segja þær og skellihlæja. Hefur gaman af Bráðavaktinni á RÚV Konráð Lúðvíksson, lækningaforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja: Samrýmdar systur og hjúkrunarfólk alltaf á vakt. Þangað koma einstak- lingar með sár sem þarf að búa um, allt frá fingur- brotum til alvarlegra áverka eftir slys. Þar skipta snör og örugg handtök höfuðmáli. Á síðasta ári komu 3 þúsund einstaklingar á slysa- og bráðamóttökuna. Röntgendeildin er við enda jarðhæðar- innar og þar er ljósmyndaver Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þar vinnur hress hópur geisla- fræðinga sem hafa það hlut- verk að taka myndir af sjúk- lingum, þ.e. röntgenmyndir. Á annarri hæð gömlu byggingar- innar eru skurðstofurnar til húsa og þar er grænklætt fólk að störfum alla daga. Aðgerðirnar eru mjög mis- munandi og fjölbreyttar. Á kaffistof- unni hittist starfsfólk skurðstofunnar á milli aðgerða og andinn þar er góð- ur. Tíminn á kaffistofunni er vel nýttur Konráð Lúðvíksson, lækningaforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. HSS posturinn PDF 25.5.2004 23:07 Page 10

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.