Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2004, Page 29

Víkurfréttir - 27.05.2004, Page 29
13 S É R B L A Ð U M H E I L B R I G Ð I S S T O F N U N S U Ð U R N E S J A S igurður Þór Sigurðarson læknir tek-ur í sumar við yfirlæknisstöðu á lyf-lækningasviði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Sigurður lærði lyflækningar í Iowa fylki í Bandaríkjunum á árunum 1997 til 2000 og starfaði þar við lyflækningar. Sigurður hefur einnig sérmenntun í lungna- og gjörgæslulækningum, auk þess sem hann sérmenntaði sig í atvinnusjúk- dómalækningum. Að sögn Sigurðar kemur hann til með að sinna lyflækningadeildum innan HSS. Starfssvið lyf- lækninga er fjölbreytt. „Þetta getur verið allt frá því að gefa lyf við þvagfærasýkingum og upp í það að gefa lyf við lungnabólgu,“ segir Sigurður. Honum líst vel á alla aðstöðu á stofn- uninni en segir að eitt og annað megi bæta. „Það er nú þegar á stefnuskránni að bæta suma hluti, en annars líst mér mjög vel á að- stöðuna hér.“ Eiginkona Sigðurðar er Guðrún Auður Harðar- dóttir hjúkrunarfræðingur en hún stundar nú doktorsnám í heilbrigðisupplýsingafræði. Guð- rún mun einnig taka til starfa á stofnuninni og sinna endurmenntun starfsfólks og upplýs- ingafræði. Þau hjónin hafa fest kaup á húsi í Keflavík, en þau eru með tvö ung börn. „Okkur líst vel á okkur hér og við erum bara spennt,“ sagði Sigurður í samtali við HSS póstinn þar sem hann var staddur á Íslandi í stuttri heim- sókn frá náminu á Bandaríkjunum. Í ár eru liðin 10 ára frá því að ég útskrifað- ist úr HÍ sem hjúkrunarfræðingur og réði mig til starfa á legudeild HSS. Það hafa orðið miklar breytingar á þeim tíma. Tals- verð umskipti hafa orðið á starfsfólki, breytingar hafa verið gerðar á innra starfi sem og húsnæði. Líklegast hef ég mótast af þessu öllu í gegnum árin eins og verða vill en það verður að segjast að enn er ekki laust við að ég mæti til vinnu með smá fiðring og eftirvæntingu. Í dag starfa ég sem deildarstjóri á A-gangi HSS en þar skiptist starfsemin í Dag- og göngudeild og Endurhæfingardeild (5 daga deild). Starfsemin hefur verið í mikilli mótun en við opnuðum sl september. Ég er svo ein- staklega heppin að með mér í þessu verk- efni er starfsfólk sem hefur mikinn metn- að fyrir hönd sinnar deildar enda skiptir það gríðarlega miklu máli fyrir hverja deild að hafa góðan kjarna til að byggja á. Mér hefur stundum verið hugsað til þess í vinnunni að andi Latabæjar svífi hér um þ.e.a.s. að „lífið er svo létt er allir hjálpast að“ enda er það nú svo að á vinnustað sem þessum eru öll störf mikilvæg og hluti af einni stórri heild sem þarf að smella saman. Kveðja, Þórunn A. Einarsdóttir „Lífið er svo létt ef allir hjálpast að“ Nýr yfirlæknir á lyflækningasviði Rut Þorsteinsdóttir vinnur við svæfingar: Steinunn Erlingsdóttir í móttökunni Ég var síðast veik í fyrrasumar, en ég hef verið heilsuhraust. Vilborg Norðdahl deildarritari Látum okkur nú sjá. Það er allavega langt síðan. Ég hef nánast ekki verið frá vinnu síðan ég byrjaði - hef verið svo heppin að vera hraust. María Gunnarsdóttir sjúkraliði Ég varð veik í kringum páskana og þurfti að koma á HSS. Þjónustan var mjög góð! Jóhanna Óladóttir starfsmaður í Býtibúri Það er svo agalega langt síðan að ég man það ekki - sem betur fer. Jú, ég hef verið svæfð og mér fannstþað bara mjög gott. Það er eins og aðhorfa á sjónvarpið, detta út af og vakna síðan endurnærð á eftir,“ segir Rut Þorsteinsdóttir svæfingarhjúkrunarfræðingur á skurðdeild Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja. Rut hefur starfað á HSS frá árinu 1980 með hlé- um. „Frá 1983 hef ég starfað hér sem svæfing- arhjúkrunarfræðingur,“segir Rut brosandi. „Hér er starfrækt fræðsla fyrir fæðingu barns í keisaraskurði. Fræðslan gengur þannig fyrir sig að þegar búið er að ákveða keisaradag þá hefur svæfingarhjúkrunarfræðingur samband við hjón- in og fræðir þau um aðgerðina,“ segir Rut en HSS hefur verið í fararbroddi með þessa þjón- ustu í 10 ár og hefur þetta mælst mjög vel fyrir. Ragnar Ingvarsson aðstoðarlæknir á HSS Ég bara man það ekki. Mig rámar ekki í það að hafa lagst í rúmið í mörg ár. 7-9-13. Eins og að detta út af og vakna síðan endurnærð á eftir Þ að eru fjórar hressarstelpur sem vinna viðsmásjárnar á rann- sóknardeildinni á HSS. Það er alltaf nóg að gera hjá þeim og þær segja starfið fjölbreytt. „Við erum ekki bara að rýna í smásjána allan daginn. Við sjáum um sýnatöku á stofnuninni og fáum allskyns sýni til rannsóknar og fólk til að taka sýnin úr,“ segir Sigurlaug N. Þráinsdóttir yfir- meinatæknir á rann- sóknardeildinni með bros á vör. Þær kunna margar skondnar sögur úr rannsókn og hér á eftir fara nokkrar þeirra. ■ Konan sem hringdi og spurði hvort henni væri óhætt að kyngja munnvatni meðan hún fastaði fyrir blóð- rannsókn. ■ Í gegnum tíðina hefur fólk átt til að skila þvagsýnum í marg- víslegum ílátum, allt frá ýmsum gerðum af krukkum í vínglös, tupperware dós, gos- flöskur. ■ Eitt sinn mættu nokkrar stúlkur snemma morguns og virtust vera að koma beint úr gleðskap. Færðu þær okkur vínglas á fæti með innihaldi sem reyndist vera þvag sem þær vildu láta gera þungun- arpróf af. ■ Svo var það maðurinn sem talaði um það með eftirsjá og tregablöndnu þakklæti í röddinni, meðan á blóðsýnatök- unni stóð, að þetta væri í fyrsta skipti sem hann færi í blóðsýnatöku og nú væri hann að sjá eftir blóði sem væri búið að endast honum vel í 80 ár. ■ Sagan um barnið sem grét mikið á meðan á blóðsýnatök- unni stóð, en tók svo óvænt upp á því að kyssa meinatækninn fyrir, en hann komst svo við við þetta að hann fór að gráta líka. Skemmtilegar sögur úr Rannsókn Sigurður Þór Sigurðarson læknir HSS posturinn PDF 25.5.2004 23:10 Page 13

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.