Fréttablaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 2
Veður Suðaustanhvassviðri og rigning eða snjókoma og fremur milt veður, en snýst síðan í suðvestanátt með éljum. Hægari vindur og úrkomu­ minna norðaustanlands. sjá síðu 16 Landsréttarmálið rætt í Landsrétti Meint vanhæfi Arnfríðar Einarsdóttur, dómara við Landsrétt, var til umfjöllunar í Landsrétti í gær. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að hún viki sæti við meðferð máls skjólstæðsings hans á þeim grunni að hún hefði verið skipuð með ólögmætum hætti. Jón H.B. Snorrason sak- sóknari varðist kröfunni og sagði Arnfríði uppfylla öll skilyrði til að vera dómari. Beðið er úrskurðar Landsréttar um málið. Fréttablaðið/Eyþór skipulagsmál Kvikmyndaleikstjór- inn Hrafn Gunnlaugsson fær ekki að innlima í lóð sína skika undir svo- kölluðum hörgi nærri íbúðarhúsi hans í Laugarnesi. Hrafn sendi umsókn um miðjan janúar til Reykjavíkurborgar um að fá að stækka lóð sína á Laugar- nestanga 65. Sagði hann það vera vegna hörgs „sem merktur var ásum og vönum þann 1. júní 2015 af Hilmari Erni Hilmarssyni alls- herjargoða“. Hörgur er blótstaður heiðinna manna. Ekki náðist í Hrafn en í umsókn hans kemur fram að hörgurinn skarti líkneski af ásnum Frey. „Alls- herjargoðinn hefur síðan fram- kvæmt þar ýmsar helgar athafnir ásatrúar,“ upplýsir leikstjórinn. Hrafn segir að í Verndaráætlun fyrir Laugarnestanga undirskrifaðri af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sé tilvera hörgsins staðfest. Þar segir að öllum sé frjáls umferð um hörginn. „Hörgurinn nær niður fyrir fjöru- borð að hluta til en sjór ber möl og þara inn í hann á háflæði og gerir kynngi hans enn magnaðri,“ lýsir Hrafn og útskýrir hvers vegna sam- eina eigi skikann lóð hans sjálfs. „Óskandi væri að hörgurinn stæði ótvírætt allur inn á lóðinni, með til- liti til allra er að málinu koma.“ Í umsögn embættis skipulags- fulltrúa um erindi Hrafns segir að samkvæmt lóðarskilmálum sé ekki leyfilegt að afmarka lóðir í Laugar- nesi með girðingum, mönum, lim- gerði eða öðru né að loka göngu- leiðum með strandlengju. „Opna svæðið við Laugarnestanga er skil- greint sem borgargarður og á svæð- inu er mikið um búsetuminjar og ströndin að mestu ósnortin. Allur tanginn er skilgreindur sem hverfis- verndarsvæði. Þannig leggur skipulagsfulltrúi til að stækkun lóðar Hrafns verði ekki samþykkt. „Samræmist ekki gild- andi skipulagi og ekki talin ástæða til að lóðin innihaldi umræddan hörg þar sem gengur töluvert á opna svæðið að aðgengi almenn- ings meðfram strandsvæðinu.“ gar@frettabladid.is Hrafn má ekki innlima lóð undir blótstaðnum Svonefndur hörgur sem allsherjargoði ásatrúarmanna helgaði við hús Hrafns Gunnlaugssonar er sagður ganga á aðgengi almennings að Laugarnestanga. Hrafn vildi innlima skikann í sína lóð „með tilliti til allra“ en borgin hafnar því. blótstaðurinn sem hér sést til hægri í fjöruborðinu við hús Hrafns Gunnlaugs- sonar í laugarnesi er talvert mannvirki og sérstakt. Fréttablaðið/Eyþór Hörgur er blótstaður Talið er hörgar hafi upphaflega verið blótstaðir undir berum himni, líklega steinaltari. Á þetta bendir uppruni orðsins hörgur. Í Eddukvæðunum er getið um hörg, sem hlaðinn var úr steinum. Stundum virðast hörgarnir hafa verið hús. Getið er um hörga sem brunnu, og um hátimbraða hörga. Á Íslandi hafa fundist tóftir sem talið er að séu af fornum hörgum og hefur ein þeirra verið rannsökuð. Kom þá í ljós að hörgurinn hefur verið hús í líkingu við hof en miklu minni. Heimild: Wikipedia. Sjór ber möl og þara inn í hann á háflæði og gerir kynngi hans enn magnaðri. Hrafn Gunnlaugs­ son leikstjóri lögreglumál Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur  alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkra- hús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. „Hvort það er einhver skrif- finnska eða lögreglan þarna ytra veit ég ekki,“ segir Páll Kristjáns- son, lögmaður Sunnu hér heima. Hann segir íslensku lögregluna ekki hafa komið í veg fyrir flutn- inginn og Sjúkratryggingar Íslands hafi talið allt klappað og klárt þeirra megin. „Þetta eru væntanlega spænsk lögregluyfirvöld að reyna að pressa á að fá einhverjar upplýs- ingar og henni er í rauninni haldið nauðugri,“ segir Páll og bendir á að maður Sunnu sé í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna máls sem virðist teygja anga sína til Spánar. „Ég veit ekki hvort þeir eru að reyna að koma einhverri óeðlilegri pressu á hann og beiti henni með þessum hætti.“ Páll segist verulega ósáttur við hvernig tekið hefur verið á málinu hjá alþjóðadeild ríkislögreglu- stjóra.  „Þegar ég spurði þá hvort verið væri að nota hana sem ein- hvers konar pressu eða þrýsting á að ná fram einhverjum upplýsing- um beið ég í fjóra daga eftir svari og var svo bara vísað á borgara- þjónustu utanríkisráðuneytisins, sem hefur eðli málsins samkvæmt ekkert með lögreglumál að gera,“ segir Páll. Hann bíður nú svars frá lögregl- unni en hann hefur óskað sérstak- lega eftir því að hún beiti sér fyrir því að Sunnu verði sleppt enda sé henni ekki haldið nauðugri að kröfu íslensku lögreglunnar. – aá Föst nauðug á sama stað Sunna Elvira þorkelsdóttir skipulagsmál Hafnafjarðarbær hefur kært fyrirhugaða lokun Garðabæjar á gamla Álftanesveg- inum til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. „Þessi leið er mikið öryggisatriði. Verði veginum lokað þurfa sjúkra- og slökkviliðsbifreiðar að fara aðrar tafsamari leið í Norðurbæinn,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði. Íbúar bæði Hafnarfjarðarmegin og Garðabæjarmegin hafa mótmælt lokuninni á meðan íbúar í Prýða- hverfi í Garðabæ hvetja til hennar til að minnka umferð við hverfið. „Margir íbúar Hafnarfjarðar nota þessa leið til að komast til Reykja- víkur. Lokunin beinir þeim bílum í gegnum íbúðahverfi sem eykur þar umferð og kílómetrafjölda. Þá er fyrirséð að íbúar Garðabæjar muni nú þurfa að aka inn í Hafnarfjörð til að komast leiðar sinnar innan Garðabæjar,“ segir Haraldur. – jóe Hafnarfjörður kærir Garðabæ 7 . f e b r ú a r 2 0 1 8 m i ð V i k u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 8 -E 4 B 8 1 E E 8 -E 3 7 C 1 E E 8 -E 2 4 0 1 E E 8 -E 1 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.