Fréttablaðið - 07.02.2018, Síða 10
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Það var framsýn þjóð sem byggði upp samfélagið á síðustu öld frá fátækt yfir í velsæld. Þrátt fyrir lítil efni var fjárfest í innviðum landsins enda eru þeir
grundvöllur mikillar verðmætasköpunar. Sjávarútvegur
reiðir sig á góðar hafnir, ferðaþjónusta á örugga vegi og
flugvelli og iðnaður á aðgengi að rafmagni svo dæmi séu
tekin. Ástand innviða á Íslandi er nú óásættanlegt. Upp-
söfnuð viðhaldsþörf nemur á fjórða hundrað milljarða
króna samkvæmt skýrslu sem Samtök iðnaðarins og
Félag ráðgjafarverkfræðinga gáfu út síðastliðið haust. Of
lítið viðhald undanfarinna ára er farið að bitna á gæðum
og öryggi. Ljóst er að bæta þarf verulega í fjárframlög til að
vinna á vandanum.
Samhliða ævintýralegum vexti í ferðaþjónustu
undanfarin ár hefur umferð um vegi landsins aukist
mikið. Fjárframlög hafa ekki fylgt þessari þróun. Sé
horft til síðustu 50 ára er fjárfesting í þjóðvegakerfinu
nú í sögulegu lágmarki sem hlutfall af landsframleiðslu.
Framlög til viðhalds og þjónustu eru einnig nokkuð
undir hálfrar aldar meðaltali. Eitt hundrað milljarða
þarf á næstu fimm árum til að koma þjóðvegakerfinu
í ásættanlegt horf. Á þessu ári rétt næst að halda í
horfinu og ekki eru fjármunir til að vinna á uppsöfn-
uðum vanda.
Framkvæmdir minnka milli ára
Undanfarin ár hafa Samtök iðnaðarins haldið útboðs-
þing þar sem sveitarfélög, orku- og veitufyrirtæki, Vega-
gerðin og fleiri hafa fjallað um fyrirhugaðar framkvæmdir
sínar á árinu. Árið 2016 voru kynntar framkvæmdir upp
á um 100 milljarða, 90 milljarða árið 2017 en tæplega
80 milljarða nú í ár. Þetta er ein birtingarmynd pólitísks
óstöðugleika. Nú þegar stöðugleika hefur verið komið á
er ekki annars að vænta en að forgangsraðað verði í þágu
innviðauppbyggingar og þess hljóta að sjást merki í fjár-
málaáætlun ríkisstjórnarinnar sem birt verður í vor. Það
er ekki í boði að bíða lengur.
Það er ekki einungis nauðsynlegt að ráðast í fram-
kvæmdir heldur er núna rétti tíminn fyrir framkvæmdir
samhliða því að það hægir á vexti hagkerfisins. Við
hljótum því að sjá fram á framkvæmdaárið 2019.
Framkvæmdaárið 2019
Sigurður
Hannesson
framkvæmda-
stjóri Samtaka
iðnaðarins
Árið 2016
voru kynntar
framkvæmdir
upp á um 100
milljarða, 90
milljarða árið
2017 en tæp-
lega 80 millj-
arða nú í ár.
SÍÐUSTU
DAGAR
ÚTSÖLUNNAR
H E I L S U R Ú M
A
R
G
H
!!!
0
40
11
8#
2
KOMDU NÚNA!
20-60% AFSLÁTTUR
Samfélagi ber að tryggja öryggi og velferð allra barna. Það er því þyngra en tárum taki að nú stöndum við frammi fyrir því að lykilstofnanir hafi brugðist þessu mikilvæga hlutverki og það ítrekað. Við þessu verðum við að bregðast og það ekki einvörðungu með því að rannsaka
og komast að því hvað fór úrskeiðis, heldur hljótum við
að þurfa að meta ábyrgðina og útiloka að slíkt geti gerst
aftur.
Bæði lögregla og barnaverndaryfirvöld brugðust
stórlega skyldum og ábyrgð í máli er varðar fyrrverandi
starfsmann Barnaverndar. Starfsmaðurinn er grunaður
um fjölda brota gagnvart börnum og vart þörf á að
tíunda hversu óskiljanlegt það er að tilkynningar um
meint athæfi mannsins hafi ítrekar dagað uppi innan
kerfisins. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur var gert við-
vart árið 2002 og aftur árið 2008 en tilkynningar bárust
lögreglunni árin 2013, 2015 og 2017.
Lögregla og velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa
bæði brugðist við en hvort rannsóknir og áhættu-
greiningar á vegum sömu stofnana á sjálfum sér duga
til er umhugsunarefni. Í fámennu samfélagi eins og á
Íslandi er viðbúið að stutt sé á milli einstaklinga innan
stofnana samfélagsins. Það ætti því að setja kröfu á
okkur umfram stærri samfélög að utanaðkomandi
aðilar séu fengnir til þess að rannsaka alvarleg mistök
og embættisglöp. Athafnir eða athafnaleysi sem hafa
mögulega leitt til þjáninga fjölda barna.
Þetta er ekki spurning um einhverjar nornaveiðar
innan þessara stofnana heldur er þetta eðlileg krafa
samfélags sem vill tryggja öryggi og velferð barna. Ef
eitthvað er þá ættu þessar stofnanir að krefjast þess að
utanaðkomandi aðilar verði fengnir til þess að rann-
saka hvað fór úrskeiðis og með hvaða hætti því án þess
er hætt við að traustið fari hratt rýrnandi. Og það er
fátt sem er stofnunum sem þessum viðlíka mikilvægt
og traust til þess að geta sinnt störfum sínum með fag-
mannlegum og vönduðum hætti.
Auðvitað þarf þó að koma til viðunandi fjármagn og
mannafli en lengi virðist slíku hafa verið ábótavant í
löggæslumálum. Ef horft er til verkefna nokkurra deilda
hlýtur að liggja ljóst fyrir að brýn þörf er á að bregðast
við. Það má t.d. horfa til gríðarlega aukins álags á lög-
gæslu vegna fjölgunar erlendra ferðamanna, netglæpir
vaxa á margföldum hraða miðað við fjárframlög í mála-
flokknum og síðast en ekki síst virðist lögreglan vart
hafa undan við rannsóknir og afgreiðslu kynferðisbrota.
Árum saman höfum við vanrækt innviði íslensks
samfélags í nafni aðhalds, sparnaðar og stöðugleika.
Löggæsla og velferð í landinu hafa svo sannarlega ekki
farið varhluta af þessu. Hvernig ætlum við þá að takast
á við það ef mistökin innan þessara kerfa má rekja til
sparnaðar? Ætlum við að horfa framan í okkur sem
samfélag og viðurkenna að það hefur verið gengið of
langt og að fórnarkostnaðurinn hafi jafnvel verið vel-
ferð barna? Er ekki kominn tími til að byggja upp öruggt
samfélag velferðar og umhyggju þó svo það sé jafnvel
stundum á kostnað heilags hagvaxtar?
Nóg komið
Þetta er ekki
spurning um
einhverjar
nornaveiðar
innan þess-
ara stofnana
heldur er
þetta eðlileg
krafa sam-
félags sem vill
tryggja öryggi
og velferð
barna.
Ráðherra í óánægjuskafli
Þórdís Kolbrún Reykfjörð
ferðamálaráðherra sendi höfuð
borgarbúum tóninn á Twitter í
gær þar sem hún spurði: „Hve
nær hættu höfuðborgarbúar
að kunna að keyra í smá snjó?“
Skensið fór illa í virka í athuga
semdum og Kolbrún var meðal
annars gagnrýnd fyrir að tísta
svona löguðu úr aftursæti ráð
herrabifreiðar. Hún var fljót að
reyna að spóla sig úr óánægju
skaflinum með því að benda á
að hún „var nú bara að slá á létta
strengi eftir að hafa verið í 25
mínútur á u.þ.b. 400 m kafla á
Nýbýlaveginum.“
Strákurinn Stína?
Helgi Hrafn Gunnarsson,
þingmaður Pírata, úrskurðaði
mannanafnanefnd úrelta á þingi
í gær og benti á skekkjuna við
að stúlku væri meinað að heita
Alex. Þingheimur hló þegar
Alex Björn Bulow Stefánsson,
varaþingmaður Framsóknar
flokksins, steig í pontu á eftir
Helga. Alex Björn gerði síðar
snaggaralega athugasemd á
Vísi við frétt um uppákomuna:
„Svo því sé haldið til haga þá
var mömmu minni tjáð ég væri
kvenkyns áður en annað kom
í ljós í fæðingarstofunni. [...]
Það var svo að ég hefði vel getað
heitið Alex og verið kvenmaður
enda prestar í þá tíð sem tóku
ákvörðun um slíkt.“
thorarinn@frettabladid.is
7 . f e b r ú a r 2 0 1 8 M I Ð V I K U D a G U r10 s K o Ð U n ∙ f r É T T a b L a Ð I Ð
SKOÐUN
0
7
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:2
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
9
-1
B
0
8
1
E
E
9
-1
9
C
C
1
E
E
9
-1
8
9
0
1
E
E
9
-1
7
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
6
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K