Fréttablaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 31
Ekki þarf að fella eitt einasta tré við framleiðslu pvc glugga. Skynsamleg ákvörðun hússtjórnar og íbúa við fjöl- mennustu götu landsins. Þessi sumar- bústaður er tilbúinn fyrir öskugos í Heklu. Bæði hurðir og gluggar koma í nokkrum litum. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 en að baki því standa fag-menn með áralanga reynslu. „Við framleiðum PCV-u glugga og hurðir úr smíðaefni frá belgíska framleiðandanum Deceuninck. Um er að ræða 70 mm uPVC marg- hólfa prófíl með galvaníseruðum stálkjarna en allir eru þeir gler- jaðir að innan með 28 millimetra háeinangrandi gleri frá Íspan í Kópavogi,“ segir Gísli Jóhann Sigurðsson, framkvæmdastjóri og húsasmíðameistari. Gísli segir ekkert gluggaefni standast uPVC í endingu. „Það er auk þess gífurlega einangrandi og leiðir ekki kulda. Um leið er það orkusparandi og er hægt að lækka orkukostnaðinn umtalsvert með því að velja glugga frá okkur. Til dæmis velja yfir 80 prósent Þjóð- verja og Englendinga PVC glugga og er vakningin hafin hér á landi enda er þetta frábært gluggaefni fyrir íslenskar aðstæður þar sem allra veðra er von.“ Að sögn Gísla hefur prófíllinn verið í þróun og framleiðslu hjá Deceuninck frá árinu 1960 og því fyllilega sannað gildi sitt. „Það er hundrað prósent endurvinnanlegt. Það þarf ekki að fella eitt einasta tré til að framleiða PVC-u og engin þörf er á eiturefnum, lakki eða málningu til að viðhalda PVC- gluggum áratugum saman.“ Íslensk framleiðsla Framleiðslan fer fram í verksmiðju fyrirtækisins að Seljabót 7 í Grinda- vík auk þess sem söluskrifstofa er staðsett í Skipholti 35 í Reykjavík. „Við sérsmíðum alla glugga og hurðir eftir óskum viðskiptavina og þar sem framleiðslan fer fram á Íslandi er afhendingartíminn skemmri en almennt þekkist. Við leggjum mikið upp úr gæðunum og viljum vera vissir um að fólk þurfi ekki að standa í kostnaðarsömu viðhaldi eins og gerist stundum þegar óvandaðar og ódýrar eftir- líkingar verða fyrir valinu,“ segir Gísli. Gluggarnir frá PGV Framtíðar- formi stóðust slagveðurspróf Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands án athugasemda að sögn Gísla. „Við erum stoltir af árangrinum enda með hæstu einkunn. Það er mikil fjárfesting í gluggum og mikilvægt að vita hvað maður er með í hönd- unum. Við bendum fólki á að ekki er alltaf fullnægjandi trygging fyrir gæðum þó að gluggar hafi staðist próf erlendis þar sem veðurskilyrði eru allt önnur hér heima. Það er mikil ánægja að geta boðið upp á glugga og hurðir sem standast erfið veðurskilyrði okkar .“ Öryggið í fyrirrúmi Allir glerlistar frá PGV Framtíðar- formi eru að innanverðu sem er mikið öryggisatriði segir Gísli. „Þá er ekki hægt að fjarlæga gler úr glugga utan frá til að brjótast inn en nefna má að í t.d. Bretlandi, Þýskalandi og Belgíu er ekki hægt að fá innbrotstryggingu ef gler- listar eru á utanverðu.Tel ég að það sé einungis tímaspursmál hvenær tryggingafélög hér á landi taki það einnig upp. Hurðirnar okkar eru í svipuðum gæðaflokki þegar kemur að öryggi en þær koma með 5-7 punkta læsingu frá Yale og gluggar eru með 4-8 punkta læsingu.“ Litaúrval PGV Framtíðarform býður upp á viðarútlit í sjö litum og fimm tví- litum en þá er hægt að hafa lit að utanverðu og hvítt að innan. Minna viðhald, meiri frítími PGV Framtíðarform ehf. framleiðir einangrandi, viðhaldslitla og orkusparandi glugga og hurðir úr mjög vönduðum efnum. Fjárfesting í góðum gluggum og hurðum margborgar sig til lengri tíma. Svalalokanir og sólstofur PGV Framtíðarform sérsmíðar einnig svalalokanir og sólstofur og eru útlitsmöguleikar óteljandi að sögn Gísla. „Þetta eru lokanir sem eru 100% vind- og vatnsþéttar. Vin- sælasta þakefnið er polycarbonite sem er 35 mm marghólfa plastefni en einnig er hægt að fá öryggisgler.“ Byggingarefni Að auki bjóðum við upp á PVC þak- rennur og niðurföll, sólpallaefni sem aldrei þarf að bera á, þakkants- efni í mörgum stærðum og gerðum ásamt miklu úrvali lita. Samskeyti brædd saman Það sem sker framleiðslu PGV Framtíðarforms sérstaklega frá öðrum er að öll samskeyti eru brædd saman, líka millipóstar segir Gísli. „Með þessu móti er engin hætta á leka eða taumum milli samskeyta. Slagveðursprófið sýnir ótvírætt kosti bræddra samskeyta en algengt er að millipóstar PVC glugga séu skrúfaðir í. Þegar húsið er komið með glugga sem krefjast minna viðhalds eykst frítíminn sem hægt væri að nota í eitthvert áhugamálið eins og til dæmis golf. Og með meiri tími fyrir golfið verður þú betri í golfinu og þú getur þakkað það skynsamlegri ákvörðun þinni í gluggakaupum.“ Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.pgv.is. Einn- ig má kíkja í kaffi í Skipholt 35 og kynna sér vörurnar. Jafnvel æðri máttarvöld fá sér PVC-glugga. Þessi kirkja er á Snæfellsnesinu. KYNNINGARBLAÐ 9 M I ÐV I KU DAG U R 7 . F E b r úa r 2 0 1 8 BYGGINGARIÐNAÐURINN 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 9 -1 1 2 8 1 E E 9 -0 F E C 1 E E 9 -0 E B 0 1 E E 9 -0 D 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.