Fréttablaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 32
Vífilsstaðir eru byggðir á svæði sem kemur fyrir í Landnámu en talið er að Vífill, leysingi landnámsmannsins Ingólfs Arnarsonar, hafi búið þar og dregur staðurinn nafn sitt af honum. MYND/STEFÁN Það voru tímamót í íslenskri bygginga- sögu að Íslendingi var falin öll umsjón með byggingu stórhýsis. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Smíði Vífilsstaða tók rúmt ár Vífilsstaðir eiga sér merkilegan sess í byggingarsögu Ís- lands. Smíði hússins tók rúmt ár og um tíma var það stærsta steinsteypta húsið á landinu. Rögnvaldur Ólafs- son hannaði húsið og var byggingameistari þess. V ífilsstaðir eru að margra mati ein fallegasta byggingin í Garðabæ, enda áberandi kennileiti norðvestan Vífilsstaða- vatns. Húsið er byggt á svæði sem kemur fyrir í Landnámu en talið er að Vífill, leysingi Ingólfs Arnar- sonar landnámsmanns, hafi búið þar og dregur staðurinn nafn sitt af honum, Vífilsstaðir. Stærsta steinsteypta húsið Húsið var upphaflega byggt sem heilsuhæli fyrir berklasjúklinga snemma á síðustu öld. Smíði þess tók rúmt ár og um tíma var það stærsta steinsteypta húsið á landinu. Hælið var tekið í notkun haustið 1910. Fyrsta árið komu nær 200 sjúklingar á hælið en um alda- mótin 1900 hafði berklatilfellum fjölgað ört hér á landi. Á þessum tíma fluttu margir úr sveitum í þorp, húsakostur var slæmur, fátækt mikil og fæði lélegt en þetta skapaði góð skilyrði fyrir berkla. Allt að 500 manns veiktust árlega og hundruð ungmenna létust úr sjúkdómnum. Þáverandi landlæknir, Guð- mundur Björnsson, hóf baráttu gegn berklum og hvatti til að byggt yrði heilsuhæli fyrir berkla- sjúklinga. Hann fékk félaga sína í Oddfellowreglunni í lið með sér, sem margir voru broddborgarar og áhrifamenn í Reykjavík og þjóðlíf- inu öllu. Danskir Oddfellowfélagar höfðu áður gefið hingað Laugar- nesspítala fyrir holdsveika sem þá var stærsta hús sem hafði verið reist á Íslandi. Oddfellowreglan stofnaði svonefnt Heilsuhælisfélag sem safnaði fé um land allt, sem og meðal Íslendinga í Vesturheimi. Fyrsti arkitektinn hannaði húsið Rögnvaldur Ólafsson, sem kunnur er sem fyrsti arkitekt Íslands, var fenginn til að hanna Vífilsstaði og var það hans stóra lífsverk. Rögnvaldur var ekki ókunnugur berklahælum því hann smitaðist af sjúkdómnum og lá um tíma á berklaspítala við Hróarskeldufjörð í Danmörku. Vafalaust var sú bygging honum innblástur en þar voru meðal annars leguskálar undir hús- vegg en slíkir skálar voru byggðir við Vífilsstaði en mega nú muna fífil sinn fegurri. Rögnvaldur var einnig byggingameistari hússins og sá um að útvega allt efni. Það voru tímamót í íslenskri byggingasögu að Íslendingi var falin öll umsjón með byggingu stórhýsis. Á sínum tíma voru Vífilsstaðir með því besta sem gert var í Norður-Evrópu á þessu sviði eins og kemur fram í bók Björn G. Björnssonar Fyrsti arki- tektinn. Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans. Ýmis starfsemi verið í húsinu Vífilsstaðir eru 700 fermetrar að grunnfleti og á þremur hæðum. Suður frá húsinu var vélahús, vagnabyrgi, líkhús, hesthús og hænsnahús, en kolabyrgi litlu austar. Fjós var reist við Vífilsstaði og þar rekinn kúabúskapur því það þótti gott að gefa sjúklingunum nýmjólk. Talið er að fjósið hafi verið síðasta verk Rögnvaldar. Svo fór að hann varð sjálfur sjúklingur á Vífils- stöðum og lést þar aðeins 42 ára. Vífilsstaðir voru berklahæli fram undir 1970. Eftir það hefur ýmis starfsemi verið í húsinu, svo sem lungna-, ofnæmis- og húðlækninga- deild en núna er þar öldrunardeild fyrir sjúklinga af Landspítalanum sem bíða eftir að komast á hjúkr- unarheimili.Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði Eldhúsinnréttingar hÁgÆÐa dansKar OpiÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 úrVal innréttingaViÐ hönnum Og tEiKnum VönduÐ gÆÐaVaragOtt sKipulag 10 KYNNINGARBLAÐ 7 . F E B R úA R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RBYGGINGARIÐNAÐuRINN 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 9 -1 6 1 8 1 E E 9 -1 4 D C 1 E E 9 -1 3 A 0 1 E E 9 -1 2 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.