Fréttablaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 34
Hamar er orðinn staðalbúnaður á hverju heimili Hamarinn er eitt mikilvægasta áhaldið í hverri verkfæratösku. Fyrstu hamr­arnir eru taldir hafa verið í notkun fyrir 3,3 milljónum ára og virðist hamarinn vera elsta verkfærið sem var gert af manna höndum. Hamrar úr steinum sem voru bundnir við spýtur með leðurreimum hafa fundist innan um mannvistarleifar frá því fyrir um 30.000 árum. Hamarinn er tákn­ rænn í mörgum trúarbrögðum, Mjölnir, hamar Þórs er vel þekktur en einnig átti gríski smíðaguðinn Hefaistos hamar sem hann notaði við sína völundarsmíð. Þá er hamarinn tákn verkalýðsins, til dæmis í fána Sovétríkjanna ásamt sigðinni sem táknar bændur. Hamarinn hefur einnig verið notaður í stríði sem vopn. Í dag eru hamrar staðalbúnaður á hverju heimili og fátt hægt að hengja á vegg eða setja saman án þess að hamar komi þar við sögu. Hamar í þrjár milljónir ára Gamall vörukrani í Amster­dam hefur öðlast nýtt hlutverk sem gististaður. Hönnuðurinn Edward van Vliet umbreytti þremur flutninga­ gámum í litla íbúð með útsýni yfir iðnaðarsvæðið. Á vef Dezeen má sjá umfjöllun um gistigáminn í krananum sem hefur fengið nafnið Figee brothers eftir eigendum The Haarlemsche Machinefabriek sem smíðaði vörukranann. Kraninn var byggður árið 1957 og var í notkun til ársins 1979 en þá tóku gámaskipin við sem flutningamáti og IJ áin varð of lítil og kranarnir á bakkanum ekki nægilega öflugir. Svæðið þróaðist úr iðnaðarsvæði yfir í íbúðahverfi fljótlega upp úr 1975 en kraninn var látinn standa sem tákn um fyrri tíma. Árið 2016 var honum umbreytt í gististað. Við hönnunina hélt Van Vliet iðnaðarsögu svæðisins í heiðri, til dæmis með stórum gluggum svo gestir geti fylgst með mannlífinu á bakkanum. Alls er íbúðin 40 fermetrar og samsett af þremur gámum sem staflað er saman í tvær hæðir. Gengið er upp stiga frá hafnar­ svæðinu og komið inn í litla setu­ stofu á fyrstu hæðinni, sem skilin er af frá eldhúsi með járnstiga upp á aðra hæð. Á fyrstu hæðinni er baðherbergi með frístandandi baðkari og sér sturtu. Svefnher­ bergi eru á báðum hæðum en á efri hæðinni hafa veggir verið skornir út og miklum gluggum komið fyrir í staðinn. Stálbitar og festingar njóta sín til að halda í gamla sögu. Sjá nánar á www.dezeen.com Gist í gömlum krana HVAÐ TEKUR ÞÚ Í BEKK? SKYJACK SJ 3220 TEKUR 408KG 1.990.000 kr. + vsk SKYJACK SJ 3220 VINNUHÆÐ 8,10 METRAR HÆÐ Á PALLI 6,10 METRAR Vinnulyftur ehf. Sími 519 2210 vinnulyftur@skyjack.is www.skyjack.is 12 KYNNINGARBLAÐ 7 . f e B R úA R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R BYGGINGARIÐNAÐuRINN 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 9 -2 9 D 8 1 E E 9 -2 8 9 C 1 E E 9 -2 7 6 0 1 E E 9 -2 6 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.