Fréttablaðið - 07.02.2018, Síða 36

Fréttablaðið - 07.02.2018, Síða 36
Lambapottréttur með apríkósum, kjúklingabaunum og granateplafræjum á vel við á köldum vetrardögum. Fræ úr granateplum eru sæt og stökk undir tönn. Þau setja fallegan lit á lambapottréttinn. Lambakjöt á vel við á snjóþung-um dögum eins og þessum en þennan þjóðarrétt Íslendinga má matreiða á marga vegu. Ein leiðin er að búa til bragðgóðan og jafnframt matarmikinn pottrétt sem ekki þarfnast mikillar fyrir- hafnar en samsetningin á rætur sínar að rekja til Miðausturlanda þar sem framandi krydd setja sinn svip á eldamennskuna. Lambakjöt með apríkósum hentar vel sem hversdagsréttur en hann er einnig tilvalinn fyrir matarboð eða þegar eitthvað stendur til. Granateplin setja síðan fallegan lit á réttinn. 800 g lambakjöt, helst af lamba- læri 200 g apríkósur 200 g kjúklingabaunir 2 gulrætur 2 msk. olía til steikingar 1 stór laukur Lambapottréttur með apríkósum Á köldum vetrardögum þar sem hver lægðin á fætur annarri kætir landsmenn er um að gera að elda eitthvað gott og girnilegt sem vermir kroppinn. 2 hvítlauksrif 1 msk. ras-el-hanout, marokkósk kryddblanda 1 tsk. mulin kóríanderfræ 2 dósir tómatar í bitum 500 ml lamba- eða nautasoð, meira ef vill Salt og pipar að smekk Rifinn börkur af einni sítrónu Eitt búnt af ferskum kóríander Fræ úr granatepli Kúskús salat Hrein jógúrt Byrjið á að hita ofninn í 180°C. Skerið lambakjötið í um 2 cm stóra bita. Skerið gulræturnar fremur smátt, saxið laukinn og saxið hvítlaukinn smátt. Hitið olíu við lágan hita í eldföstum potti. Steikið laukinn þar til hann verður mjúkur. Bætið við hvít- lauknum og kryddinu og gætir þess að ekkert brenni við. Bætið lambakjötinu síðan út í og steikið þar til það hefur brúnast. Hellið þá tómötum og soði yfir og hrærið vel. Setjið kjúklingabaunirnar og apríkósurnar saman við. Látið suðuna koma upp. Setjið lokið á pottinn og færið hann yfir í ofninn. Látið sjóða í klukkutíma í ofninum. Takið þá lokið af og hrærið aðeins í réttinum. Látið sjóða aðeins áfram, eða í um hálftíma, án þess að hafa lokið á pottinum. Takið úr ofninum þegar kjötið er vel soðið og mjúkt. Stráið þá söxuðum, ferskum kóríander yfir og einnig sítrónuberkinum. Stráið fræjum úr granateplum yfir og berið fram með kúskúsi og hreinni jógúrt. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . F E B R úA R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 0 7 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 9 -2 4 E 8 1 E E 9 -2 3 A C 1 E E 9 -2 2 7 0 1 E E 9 -2 1 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.