Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1918, Qupperneq 128
247
Félaga-skrá og stofnana.
248
markmiði, »að sameina krafta félagsmanna
i góðu trúarlífi og kristilegu siðgæði, m.
m., svo og að hjálpa fátækum konum og
likna og liðsinna sjúkum og bágstöddum
í söfnuðinum«. Félagsgjald minst 1 kr. á
ári. Félagatal 104. Stjórn: Guðríður Guð-
mundsdóttir (form.), Karólína Hendriks-
dóttir(ritari) og Ingibjörg Grimsdóttir (fé-
hirðir).
KVENNASIÍÓLINN í Reykjavík, stofn-
aður 1875 (af frú Thoru Melsted). Skólinn
starfaði í húsi þeirra hjóna, Páls Melsted
og frú Thoru Melsted frá því hann var
stofnaður og til 1909, að hann fluttist í
hús Steingrims Guðmundssonar trésmíða-
meistara, sem stendur við Fríkirkjuveg
nr. 9. Forstöðukona skólans er Ingibjörg
H. Bjarnason, frá þvi árið 1906. Annar
fastur kennari við skólann er jungfrú
Guðlaug Sigurðardóttir frá Kallaðarnesi,
kennari í hússtjórnardeildinni. 14 stunda-
kennarar kenna við skólann. Stefna eða
starfssvið skólans er að gefa ungum stúlk-
um framhaldsmentun, þegar barnaskól-
unum sleppir, leitast við að efla hjá þeim
siðprýði og auka þroska þeirra til sálar
og líkama. Námsgreinar: islenzka, enska,
danska, þýzka, heiisufræði, eðtisfræði,
náttúrufræði, landafræði, sagnfræði, stærð-
fræði, skrift, teiknun, hvítur útsaumur,
léreftasaumur, fatasaumur, baldýring,
prjón, söngur og leikflmi. Kent í 4 deild-
um, þó heflr yngsta deildin ekki getað
starfað í fyrra eða ár, sökum fjárskorts,
en mun verða tekin upp aftur undír eins
og fjárhagur skólans leyfir það. Kenslu-
kaup þetta ár 25 kr. á mann yfir skóla-
árið. Nemendur árlega um 100 úr öllum
sýslum Iandsins — nokkuð færri nem-
endur tvö síðustu árin — enda hcflr yngsta
deildin ekki starfað. Skólinn nýtur 9000
kr. landssjóðsstyrks, og auk þess 40 kr.
styrks fyrir hverja námsmey, sem er alt
árið alt að 2000kr. Námsstyrkur til sveita-
stúlkna 600 kr. Siðan liaustið 1909 "hefir
skólinn einnig haft hússtjórnardeild, hefir
hún starfað ýmist 9—10'/» mánuð árlega,
og verið sótt af 24 eða 36 stúlkum viðs-
vegar að. Skólanefnd skipa: Anna Daní-
elsson yfirdómarafrú (formaður), Guðrún
Briem yfirdómarafrú, Katrin Magnússon
prófessorsfrú, Eirikur Briem prófessor
(gjaldkeri), Bjarni Jónsson dómkirkjupr.
Sjóðir við skólann eru þessir: Systra-
sjóður, stofnaður 2. jan. 1891, er nú 3416
kr. 50 au. Sjúkrasjóður námsmeyja, stofn-
aður 1909, er nú 665 kr. 99 a. Slyrktar-
sjóður frú Elinar Briem Jónsson. stofn-
aður 1912, er nú 1252 kr. 05 a. Bókasa/ns-
sjóður kvennaskólans, stofnaður 14. des-
ember 1914. er nú 237 kr. 94 a.
KVENRÉTTINDAFÉLAGIÐ, stofnað 27.
jan. 1907 og starfar að þvi, að islenzkar
konur fái fult stjórnmála-jafnrétti á við
karlmenn, kjörgengi og rétt til embætta
og atvinnu með sömu skilyrðum sem þeir,
að efla þekkingu og glæða áhuga islenzkra
kvenna á málefni þessu með fyrirlestrum,
blaðagreinum o. fl.; að efla félagsskap og
samvinnu meðal íslenzkra kvenna með
því, að stofna sambandsdeildir víðsvegar
um land, sem allar vinni að sama mark-
miði, hlíti sömu lögum og standi i sam-
bandi við aðal-deildina, sem er í Reykja-
vik. Félagatal i Reykjavík 80—90. Fimm
kvenna stjórnarnefnd, og er frú Bríet
Bjarnhéðinsdóttir forra.
LANDSBANKl ÍSLANDS, slofnaður 1.
júlí 1886, samkvæmt lögum 18. sept. 1885,
til »að greiða fyrir peningaviðskiftum í
landinu og styðja að framförum at-
vinnuveganna#. Bankastjórar: Björn
Krisljánsson alþm. (1. 8000 kr.), Bene-
dikt Sveinsson alþm. (1. 8000 kr.) og
Magnús Sigurðsson cand. jur. (1. 8000 kr.).
Bankabókari Richard Torfason (1.3500 kr.).
Bankagjaldkeri Jón Pálsson (1. 2400 kr.-j-
‘/s ®/oo af inn- og útborgunum í mistaln-
ingarfé, þó ekki yfir 2600 kr.). Banka-
aðstoðarmenn 17. Endurskoðendur með
1000 kr. 1.: Eggert Briem yfird. (stjórn-