Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 16
16 2. mars 2018fréttir L öngu áður en ég byrjaði að nota fíkniefni þá fannst mér alltaf vanta eitthvað í lífið, mér leið ekki vel á uppvaxtar­ árununum og ég byrja að drekka 12 ára gamall. Þá fann ég ein­ hverja lausn og ég líki þessu oft við púsluspil, ég fann einhvern veginn síðasta púslið og ég var tilbúinn. Þetta gerði alveg ótrúlega mikið fyrir mig fyrstu tíu árin og það var alltaf þessi tilfinning þegar ég próf­ aði eitthvert nýtt efni að það væri alveg geðveikt. Þetta var stanslaust partí, djamm, allir klúbbarnir og skemmtistaðirnir, alveg þangað til ég var orðinn 22 ára en þá fór ég í neyslu sem ég ætlaði mér aldrei að fara í. Þá byrjaði ég að sprauta mig,“ segir Birgir sem er í dag bú­ inn að vera edrú í fjögur ár. Þegar Birgir var tuttugu ára gamall eignaðist hann sitt fyrsta barn og gerði sér ekki grein fyrir því þá að hann væri haldinn sjúkdómi. „Ég hélt að ég væri að nota af því að mér fannst það svo gaman. En þegar fyrsta barnið mitt kom í heiminn var ég alveg með það á hreinu að ég ætlaði að vera góð­ ur pabbi. Ég hafði nokkrar svona grunnreglur, ég vildi verða góður pabbi, ég ætlaði að vera góður sonur, ég ætlaði ekki að stela af vinum mínum og ég ætlaði ekki að sprauta mig. Svo þegar þetta litla barn kom í heiminn þá bara gat ég ekki hætt og það var þvílíkt áfall fyrir mig. Ég þurfti að horfa upp á barnið mitt og barnsmóður mína fara út af heimilinu og mér var ein­ hvern veginn skítsama.“ Helvítið byrjaði þegar Birgir hóf að sprauta sig Birgir segir að erfiðleikarnir hafi byrjað fyrir alvöru þegar hann fór að sprauta sig. „Þá byrjar það einhvern veginn, helvítið, fyrir alvöru. En áfengið og fíkniefnin sviku mig þegar ég var tuttugu og þriggja ára gamall, þá var einhvern veginn alveg sama hversu mikið ég notaði, ég gat ekki deyft þær tilfinningar sem ég hafði áður en ég byrjaði að drekka. Ég var hræddur, óttasleginn, kvíðinn og ég gat ekki talað við fólk. Svona gekk þetta í tíu ár og ég á að baki allt í allt þrjátíu og sex innlagnir á Vog. Ég fór líka á Staðarfell, Hlað­ gerðarkot og á geðdeild af því að ég gat aldrei verið í neyslu í nema 1–3 mánuði í senn og þá var ég bara að deyja og þurfti að leita mér læknis­ hjálpar. Þá langaði mig alltaf ótrú­ lega mikið til þess að hætta, en um tveimur dögum seinna, þegar ég var búinn að fá mér að borða og sofa þá var ég búinn að ná mér aðeins og þá gleymdi ég því að ég hefði verið að deyja úr alkó­ hólisma tveimur dögum áður og fannst þetta ekkert vandamál.“ Birgir segir óheiðarleikann alltaf hafa orðið honum að falli og að alkóhólistar sem séu að reyna að vera edrú megi ekki leyfa sér neinn óheiðarleika ef þeim á að takast það. Birgir átti hvergi sama­ stað og svaf hann ýmist í gisti­ skýlinu, á stigagöngum eða úti. Ekkert sem stoppaði hann „Það var ekkert sem stoppaði mig, ekki einu sinni þessi fimm ára drengur sem ég á í dag. Ég þurfti að horfa á þau fara frá mér. Ég er búinn að deyja þrisvar sinnum úr of stórum skammti og ég vaknaði alltaf í öndunarvél, með fullt af leiðslum í mér og ég reif þær allar úr mér og fór út og fékk mér aftur.“ Þann 12. febrúar árið 2014 fór Birgir í sína síðustu meðferð í Krýsuvík og eitthvað gerðist hjá honum sem varð til þess að hann gat orðið edrú. „Ég var orðinn svo þreyttur á þessu götulífi, leiður á því að vera á ráfi með bakpokann minn, alltaf að stela og brjótast inn. Ég var bara að deyja og ég fór í þessa meðferð og ég veit ekki almenni­ lega hvað gerðist en ég var réttur „Ég er búinn að deyja þrisvar“ n Martröðin hófst þegar Birgir byrjaði að sprauta sig n Elva ætlaði sér ekki að verða edrú n Hélt að fíkniefnin myndu bjarga henni n Eru bæði mjög á móti kannabisreykingum saga birgis Birgir Rúnar Benediktsson er þrjátíu og sex ára gamall, hann á sextán ára stelpu sem býr hjá móður sinni og fimm ára strák sem býr hjá honum. Aníta Estíva Harðardóttir anita@pressan.is Birgir Rúnar Birgir Rúnar í dag. Mynd EinAR RAgnAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.