Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 6
6 2. mars 2018fréttir S igrún Sigurpálsdóttir snapp­ ari glímdi við lotugræðgi í mörg ár þar sem hún vandi sig á að borða rosalega mikið af mat og kasta honum svo öllum upp strax í kjölfarið. Sigrún ákvað að opna sig varðandi veikindi sín í þeirri von að geta hjálpað öðrum í sömu stöðu. „Þetta byrjaði svona árið 2007, en árið 2008 var þetta alveg byrj­ að fyrir alvöru. Í rauninni byrjaði þetta bara af því að mér fannst ég þurfa að verða mjórri en ég var.“ Sigrún tjáði sig opinberlega um sjúkdóm sinn á Snapchat og fékk í kjölfarið mikil viðbrögð. Sigrún gaf blaðamanni leyfi til þess að fjalla um veikindi sín. Gerðar kröfur að hún myndi léttast Sigrún segir að gerðar hafi verið kröfur um að hún ætti að léttast en vill þó ekki tjá sig nánar um hvaðan. „Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar ég tók ákvörðun um að æla matnum. Það gerð­ ist eitthvað í hausnum á mér og allt í einu þá fattaði ég það að það væri náttúrulega besta hugmynd í heimi og myndi leysa öll mín vandamál ef ég færi bara að kasta upp öllum matnum sem ég borð­ aði. Það sem ég hélt að yrði lausn mín við öllum vandamálum varð að minni verstu martröð,“ segir Sigrún þegar hún rifjar upp upp­ hafið að átröskun sinni. „Á þessum tíma var ég að vinna frá 8–17 eftir það fór ég í ræktina í svona 40 mínútur, bara á brennslu­ tæki. Síðan fór ég heim og hjólaði í klukkutíma.“ Sigrún greinir frá því að henni hafi alltaf verið kalt. Hún hafi unnið í snjóbuxum og úlpu og að með tímanum hafi hún fundið að hún hafði sífellt minni orku. Upplifði skjálftaköst og orkuleysi „Skiljanlega, því ég var ekki að gefa líkamanum neitt bensín. Ég fór að fá skjálftaköst og var í algjöru orku­ leysi, gat varla stigið í fæturna.“ Sigrún reyndi að leita sér hjálp­ ar hjá heimilislækni en kom þar að lokuðum dyrum. „Ég fór til heimilislæknis og sagði honum að ég héldi að ég væri með átröskun. Hann bað mig þá um að lyfta upp bolnum svo hann gæti séð magann á mér og þegar ég gerði það þá sagði hann við mig: „Nei, nei, þú ert ekkert með átröskun, það er ekki hægt að sjá það, þú ert bara með fínan maga.“ Og fór svo að fræða mig um hvernig hægt væri að skafa af sér á skíðavélinni í ræktinni.“ Þegar ættingjar og vinir Sigrúnar reyndu að skipta sér af því sem hún var að gera sér varð hún virkilega reið, enda taldi hún sig vita nákvæmlega hvað hún var að gera og væri með allt á hreinu. „Það er eins og hugurinn sé tek­ inn í gíslingu, það er eins og mað­ ur sé í fangelsi og maður getur ekki hugsað rökrétt.“ Var komin með sár í hálsinn og ældi blóði Ef Sigrún ferðaðist snerist allt um að skipuleggja fyrirfram hvar hún gæti skilað matnum. „Ég þurfti alltaf að vita hvar baðherbergið var, hverjir yrðu þarna og hvar ég gæti skilað matn­ um. Ég veit ekki hversu mörgum klukkutímum af ævi minni ég hef eytt ælandi. Lokuð inni á baðher­ bergi að æla. Það er hræðilegt að hugsa um þetta. Þetta var svo langt gengið stundum að ég var komin með sár í hálsinn og var farin að æla blóði.“ Það var ekki fyrr en árið 2015 sem Sigrún lokað endalega dyr­ unum að fangelsinu sem lotu­ græðgin var og gekk í burtu. „Ég get ekki bent á neitt eitt sem varð til þess að ég hætti. Ég var komin með þrjú börn og þetta var ekki ég. Ég hætti að skoða allt á netinu sem lét mér líða svona illa, af því að þegar ég var sem verst þá gerði ég ekki annað en að skoða myndir af mjóum konum.“ Konum stýrt í átt að sjúkdómnum Sigrún segir að konum sé stýrt í áttina að þessum sjúkdómum. „Okkur er stýrt í þessa átt, að við þurfum að vera ógeðslega mjó­ ar og flottar til þess að vera sam­ þykktar, það er bara þannig. Við sjáum langmest myndir af glans­ myndinni, þessu fullkomna, og okkur líður eins og við þurfum að vera þannig. En sem betur fer er það ekki þannig og ef það er ein­ hver í lífi okkar sem krefst þess að við séum öðruvísi en við erum til þess að við pössum inn, þá eigum við að ganga í burtu. Við eigum ekki að þurfa að breyta okkur fyrir einhvern annan.“ Sigrún segir að ákvörðunin um að byrja að svelta sig sé sú versta sem hún hafi tekið í lífinu. „Að halda að ef ég myndi æla matnum þá yrði ég hamingjusöm. Aðstandendum finnst maður oft vera vitlaus að gera þetta, og það að vera reiður við manneskjuna er það versta. Það er eins og bensín á eldinn. Þetta er bara sjúkdómur maður ræður ekkert við sig.“ n Tvífarar vikunnar Tvífarar vikunnar að þessu sinni eru Dagur B. Eggertsson borgar­ stjóri og Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinn­ ar, sem á þessari gömlu mynd virðast svipa mjög til hinna orð­ ljótu óstýrilátu unglinga Beavis og Butt­Head. Ekki verður fjall­ að frekar um líkindi stjórnmála­ manna og Beavis og Butt­Head sem eru með konur á heilanum. Segja þeir endalausar frægðar­ sögur af sér í kvennamálum sem eru ekki sannar á meðan stjórn­ málamenn segja alltaf sannleik­ ann og standa við öll sín loforð. Hver er konan? n Hún er dóttir skipasmiðs og tannsmiðs og alin upp í Ytri­Njarðvík n Hún leikur á þverflautu og syng­ ur í kór n Hún hefur starfað sem lög­ reglumaður, blaðamaður og í hótelmóttöku n Eiginmaður hennar er hvalveiðimaður á bátnum Rokkaranum n Hún situr á Alþingi og vakti heimsathygli fyrir frumvarp sem hún setti nýverið Svarið má finna á síðu 26 „Ég var komin með sár í hálsinn og farin að æla blóði“ n Konum stýrt í áttina að sjúkdómnum n Sigrún Sigurpáls þjáðist af lotugræðgi Hallgrímur hafði rétt fyrir sér S varthöfði var loksins sam­ mála Hallgrími Helgasyni rithöfundi þegar hann sagði landsbyggðina vera ham­ farasvæði á Twitter í vikunni. Af einhverjum óskiljanlegum ástæð­ um dró Hallgrímur svo í land þegar hann varð fyrir árásum hör­ undsárra íbúa landsbyggðarinnar. Tilefni umræðunnar var frétt þess efnis að 21 flóttamaður frá Írak myndi setjast að á Súða­ vík, Ísafirði og Reyðarfirði. Gísli Marteinn Baldursson velti þessu fyrir sér á Twitter og blandaði senuþjófurinn Hallgrímur sér í umræðuna með þvílíkum látum. „Við fáum fólk frá hamfara­ svæðum, hvert sendum við það? Jú, á okkar eigin hamfarasvæði, þar sem enginn Íslendingur vill lengur búa.“ Hárrétt hjá Hallgrími sem hefði mátt ganga miklu lengra í gagn­ rýni sinni á landsbyggðina í stað þess að draga í land þegar hinu hörund sáru sveitadurgar létu hann heyra það. Við bendum á nokkra hluti um landsbyggðina og hversu ómöguleg hún er í sam­ anburði við okkar stórkostlegu höfuð borg. Á landsbyggðinni þarftu að gera þér að góðu að vera í mesta lagi fimm mínútur í vinnuna. Á tímum núvitundar, íhugunar og hugleiðslu og hvað það allt saman heitir er mikilvægt að hafa smá tíma með sjálfum sér – jafnvel eins og hálftíma til klukkutíma hvern morgun. Í leiðinni er hægt að virða fyrir sér öll þau dásamlegu um­ ferðarmannvirki sem finna má í Reykjavík og nágrenni; Kringlu­ mýrarbrautina, Reykjanesbrautina að ógleymdri Miklubrautinni. Nú, svo er hægt að hjóla í vinnuna eða taka strætó – sem allt of fáir taka reyndar af einhverjum ástæðum. Á landsbyggðinni er víða hægt að fá 200–300 fermetra einbýlishús fyr­ ir fimmtung þess verðs sem gengur og gerist í hinni hóflegu höfuðborg. Blokkaríbúðir kosta nokkrar millj­ ónir og leiguverð er djók. Svarthöfði er þeirrar skoðunar að þeir sem hafa snefil af stolti og sjálfsvirðingu og hafa einhvern tímann stigið fæti inn í skuggahverfið geti væntanlega ekki hugsað sér að taka slíkan díl. Hver væri til í að sitja í 300 fermetra, 20 milljóna króna einbýlis húsinu sínu, við arineld, meðan hann gæð­ ir sér á kakói og pönnukökum með útsýni yfir fjörðinn? Ekki sá sem hef­ ur kynnst Vesturbænum, svo mikið er víst. Á landsbyggðinni, öfugt við það sem gengur og gerist á höfuð­ borgarsvæðinu, fer ekki mikið fyrir lífsgæðakapphlaupinu eða stressinu. Svifryksmengun, inn­ brot í heimahús, ofbeldi um helgar og skeytingarleysi gagnvart náung­ anum eru hugtök sem varla þekkj­ ast í fámennum byggðarkjörnum á landsbyggðinni. Hvaða tepruskap­ ur er það? Það vantar alla spennu! Haldið þið í alvöru að flóttamenn, frá stríðshrjáðum löndum, vilji búa á slíkum hamfarasvæðum? Nei – og þar hefur Hallgrímur svo sannarlega á réttu að standa. Vertu maður, Hallgrímur, og dragðu af­ sökunarbeiðnina til baka. n Svarthöfði Svarthöfði hvetur hann til að draga afsökunarbeiðnina til baka Aníta Estíva Harðardóttir anita@pressan.is Barinn á Hrauninu Ráðist var á Guðmund Ellert Björnsson á Litla­Hrauni á mið­ vikudag. Guðmundur Ellert er starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur og situr í gæsluvarð­ haldi grunaður um að hafa beitt skjólstæðing stofnunarinnar kyn­ ferðisofbeldi. DV hefur heimildir fyrir því að árásin hafi átt sér stað á útivistarsvæði á Litla­Hrauni. Guðmundur var sleginn af manni af manni sem situr inni vegna fíkniefnamisferlis. Er hann grunaður um að hafa slegið Guðmund þungu höggi og um leið brotið gleraugu hans og fékk árásin mikið á barnaverndarstarfsmanninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.