Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 50
50 fólk - viðtal 2. mars 2018 fullfermi. Eftir að hafa landað afl- anum var haldið strax á sjóinn aft- ur. „Um það snýst lífið,“ segir Kalli. „Að róa á miðin og draga aflann að landi og leggja sitt af mörkum, fyrir fjölskylduna og samfélagið. Þú getur heimfært sjómennskuna upp á allt í lífinu. Á sjónum finn ég líka ró og öryggi.“ Kalli greindi enn fremur frá því í Burðardýrum að hann hefði lengi verið með samviskubit eftir að hafa byrjað aftur að neyta fíkni- efna eftir sigurinn í Idol um árið. „Mér fannst ég hafa brugðist heilli þjóð,“ sagði Kalli. „Ég vann fyrsta Idolið. Hvað þýðir Idol? Það þýðir fyrirmynd. Ég var ekki rosa- lega góð fyrirmynd.“ Kalli hafði í mörg ár reynt að hætta alfarið allri neyslu en það aðeins tekist um tíma. Hann ákvað því að nálgast baráttuna við fíknina á annan hátt. „Ég var orðinn þreyttur og það tók á að vera endalaust í baráttu og þrauka edrú í örfáa mánuði og falla og særa fólk. Um leið og ég hætti að berjast og reyndi frekar að hafa hemil á neyslunni gekk það betur og í raun mun betur en ég þorði að vona. Þetta dró úr löngun og ég særi fjölskyldu mína minna á þann hátt heldur en þegar ég er ekki að drekka. Þetta bjarg- aði lífi mínu, því þegar ég féll fór ég alltaf á dýpri stað. Í dag er ég meðvitaður um mínar skyldur og mitt hlutverk. Að vera í mikilli neyslu, það er ekki líf. Þetta er ekki töff, þú ert ekkert svalur. Það er enginn kóngur nema rétt á meðan kílóið er að klárast.“ Þá sagði Kalli enn fremur í Burðardýr- um: „Þótt ég hafi dottið mjög illa í gegnum lífið hef ég alltaf náð að standa upp, þurrka af hnjánum og halda áfram. Ef maður er tilbúinn til þess og tilbúinn til að læra af mistökunum sínum, þá hlýtur þetta að enda með því að maður sé sáttur í eigin skinni.“ Amma til bjargar Það er ekki hægt að kveðja Kalla án þess að minnast á þáttinn Burðardýr og lokasenuna í þeim þætti. Óhætt er að segja að þá hafi Kalli brætt hjörtu allra þeirra sem horfðu á þáttinn. Í hjartnæmu lokaatriði þáttarins heimsótti Kalli Bjarni ömmu sína á hjúkrunarheimili á Grundarfirði þar sem hann gerði sér lítið fyr- ir og setti upp einkatónleika inni í herbergi hennar, en gamla kon- an grét eftir að Kalli hafði sungið finnskan sálm. Samband Kalla og Elnu ömmu hans er einstakt enda var hún um tíma móðir hans. Elna hefur gengið í gegnum margt og starfaði í Finnlandi í seinni heims- styrjöldinni við að hjúkra særðu fólki. Þá reynslu nýtti hún til að bjarga Kalla. „Amma er nagli,“ segir Kalli og sýnir ör á handleggnum. Þegar Kalli var um 10 ára gamall var hann að fara upp stiga á heimili þeirra. Það vildi svo illa til að í efsta þrepinu skrikaði honum fótur og hann féll niður. Kalli sat á gólfinu og horfði á bein stingast út úr handleggnum. Allar sinar voru í sundur. Blóðið fossaði. Ósæð og háræð voru í sundur. Kalli var hreinlega í lífshættu. „Amma reif sig síðan úr sokkabuxunum og hnýtti þær utan um mig. Svo dró hún mig inn á bað og lét mig liggja með höndina ofan í köldu vatni á með- an hún hringdi á lækninn. Hún var búin að vinna við að taka á móti særðum hermönnum þegar hún var 15 ára. Bæði ósæðin og háræðin fóru í sundur.“ Eftir að hafa bjargað lífi barna- barnsins tók við erfið endurhæf- ing. Elna vissi að ef Kalli Bjarni ætti að geta nýtt höndina seinna á lífsleiðinni yrði hún að láta til sín taka. Og hún fann lausnina og keypti BMX-hjól. Hjólið mátti Kalli hins vegar aðeins nota ef hann stýrði með vinstri. „Hún bannaði mér að nota hægri höndina,“ segir Kalli og hlær. „Eitt sinn kom hún að mér inni í Grundarfirði þar sem ég var á BMX-hjólinu mínu og var að nota hægri. Hún tók af mér hjól- ið, þannig að ég grenjaði og grenj- aði með ekkasogum og hún lét mig ekki hafa það fyrr en eftir tvo mánuði,“ segir Kalli og bætir við að á endanum hafi hann getað stýrt og prjónað með vinstri höndinni. Þessa konu, sem hefur alltaf verið til staðar, ætlar Kalli að heiðra síðar í mánuðinum með lagi á afmælisdaginn. Nýtt líf Kalli bætir við að hann horfi til þess að láta að sér kveða á ný í tón- list. Hann lýsti því yfir í viðtali að hann ætli seinna í mánuðinum, á afmælisdegi ömmu sinnar að gefa út nýtt lag. Þá er Kalli ástfanginn upp fyrir haus en hann er trúlofaður Önnu Valgerði Larsen. Í þættinum Burðardýrum sagði Kalli Bjarni um ástina: „Þegar ég bjóst engan veginn við því, þá finnst mér eins og karma hafi gripið þarna inn í og hugsað með sér, er þetta ekki komið gott hjá Kalla í bili? Ég fékk til mín heilladísina sem ég er ekkert smá ástfanginn af og hamingjusamur með. Hún er búin að vera að hjálpa mér og benda mér á þá kosti sem ég hef. Það er það sem maður þarf, sálufélaga með manni í liði,“ sagði Kalli og augljóst að Anna Valgerður hafði heillað hann upp úr skónum. Þá er von á enn frekari tíðindum af parinu því Anna Valgerður gengur með barn þeirra undir belti. „Þann 9. júlí mun lítið svein- barn líta dagsins ljós,“ segir Kalli og er eftirvæntingin mikil. Fram- tíðin er björt. n „Ég vann fyrsta Idolið. Hvað þýðir Idol? Það þýðir fyrirmynd. Ég var ekki rosalega góð fyrirmynd. Söng fyrir ömmu Kalli Bjarni söng finnskan sálm fyrir ömmu sína á hjúkrunarheimilinu. Eftir sönginn brast sú gamla í grát. Ausinn lofi Kalli bjóst aldrei við að komast áfram en dómararnir, Bubbi, Sigga Beinteins og Þorvaldur, sáu strax að hann bjó yfir miklum hæfileikum. Mikill missir Kalli ásamt sínum besta vini, sem missti tökin á neysl- unni og framdi sjálfsmorð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.