Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 25
2. mars 2018 fréttir 25 greiðslur. Þar geta þingmenn feng- ið fastar greiðslur eða afþakkað og látið okkur fá reikninga. Það er ekki hægt að segja sig frá þessu.“ Varð- andi ráðherralaunin segir Helgi þau vera á vegum stjórnar ráðsins. „Ráðherralaunin eru tvískipt. Annars vegar þingfararkaupið og hins vegar ráðherraparturinn. Við greiðum þingfararkaupið, við höf- um ekkert með hitt að segja.“ Helgi segir að landsbyggðar- þingmenn sem búi í rúmlega klukkutímaaksturs fjarlægð frá Reykjavík og geti ekið til vinnu séu skráðir í heimanakstur. Tók hann Vilhjálm Árnason sem dæmi. „Hann fær eins og allir aðrir hús- næðisgreiðslur, það fá allir þing- menn landsbyggðarkjördæmanna og það er engin undankoma fyrir þá, en þeir sem geta ekið frá heim- ili sínu til Alþingis – þeir sem eiga til dæmis heima á Suðurnesjum, Akranesi og Selfossi, þeir fá bara einn þriðja af þessum greiðsl- um enda endurgreiðum við aksturskostnaðinn.“ Getur þingmaður lands- byggðarkjördæmis sem býr að- eins í Reykjavík skráð sig í heiman- akstur? „Nei. Ef þú ert til dæmis þing- maður Norðausturkjördæmis og býrð í Fossvoginum þá færð þú bara hina venjulegu húsnæðis- greiðslu. Hún er til þess að borga leigu í Reykjavík ef þú ert búsettur úti á landi. Ef þú býrð í Reykjavík en ert í kjördæmi úti á landi þá er það til að borga ferðir og gistingu í kjördæminu.“ Helgi nefndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem dæmi. „Sig- mundur er búsettur í höfuð- borginni. Hann fær húsnæðis- greiðslu. Hann skal fá hana. En hann á þá ekki rétt á að fá neitt borgað í kjördæmi sínu. Hann get- ur þá ekki komið með reikning til okkar frá Hótel Húsavík.“ „Ég gæti vel lifað á lægri launum“ Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, fær 187.657 krónur á mánuði í húsnæðis- og dvalar- greiðslur. Fær hann bæði 134 þús- und krónur í húsnæðis- og dvalar- greiðslur og 53 þúsund krónur í álag á húsnæðis- og dvalargreiðsl- ur fyrir að halda úti tveimur heim- ilum. Þetta bætist ofan á laun hans sem þingmanns, launagreiðslur fyrir að vera formaður stjórnmála- flokks, fastan ferðakostnað í kjör- dæminu og fastan starfskostn- að. Þegar allt er tekið saman er Logi því með 1.909.448 krónur í mánaðarlaun. „Ég er í þeirri stöðu að ég bý með fjölskyldu minni á Akureyri og rek annað heimili hér í Reykjavík. Þess- ar greiðslur, 187 þúsund, ná rúm- lega að standa undir öðru húsnæði. Í mínu tilfelli er það svo sannarlega þannig að ég held tvö heimili, ég er ekki viss um að það sé þannig í öll- um tilfellum,“ segir Logi. Ekki allir þingmenn sækja um álagsgreiðslur. „Það er ekki þannig að ég sé að biðja um þetta á hnján- um, ég geri ekki athugasemdir við það að einhverjum finnist þetta óeðlilegt en svona eru starfskjör- in.“ Logi segist skilja umræðuna, það sé sjálfsagt að allar upplýs- ingar séu uppi á borðum og að ná þurfi sátt um kjör þingmanna. Staðreyndin sé hins vegar að hann haldi tvö heimili. „Mér finnst of mikil einföldun að blanda saman laununum sem slíkum, sem má alveg skoða, og kostnaðinum sem fylgir því að þurfa að vera í Reykja- vík. Það er ekki óskastaða fjöl- skyldufólks að búa fjarri fjölskyldu sinni. Ég hefði viljað sinna starfinu á Akureyri en það er ekki hægt.“ Þú ert með 1,6 milljónir í fastar launagreiðslur, finnst þér þú þurfa þessar auka 50 þúsund krónur? „Nei, ég er á mjög góðum laun- um,“ svarar Logi sem þó sótti um þær. „Ég sóttist ekki eftir þingsæti þegar kjörin voru svona, ég bauð mig fram fyrir ákvörðun kjararáðs og lækkaði þá í launum miðað við vinnuna sem ég hafði. Svo gerist margt, ég verð formaður, niður- staðan er sú að ég er á mjög háum launum. Auðvitað er það þannig að ég gæti vel lifað á lægri launum.“ Segir húsnæðisgreiðslurnar mega vera lægri Smári McCarthy, þingmaður Pírata, tekur í sama streng og Logi. „Ég var kosinn inn á sama tíma og Logi, ég átti von á því að taka á mig launaskerðingu en ekki að fá hækkun. Það er bara þannig. Auðvitað á þetta að fylgja eðlilegum kjörum á vinnumark- aði, það er enginn á móti því að þingmenn fái vel greitt fyrir vinnuna sína en fyrr má nú fyrr vera. Þetta er orðið snargalið,“ segir Smári. „Það er eðlilegt að allar þessar upplýsingar séu birtar og furðu- legt hvað hefur þurft að ganga á eftir því að fá þessar upplýsingar birtar. Eins og oft með svona birtingar þá kemur ýmislegt óvænt upp þegar fólk hefur not- ið þess að starfa í skjóli leyndar.“ Smári segir áhugaleysi þingmanna um að setja lög á ákvörðun kjararáðs árið 2016 valda sér vonbrigðum. „Við fór- um ítrekað fram á að það yrði lag- að. Það eina sem var gert var að lækka aðeins starfskostnaðinn og eitthvað af þessum sporslum, en var ekki hægt að ganga mjög langt á það.“ Smári er þingmaður Suðurkjör- dæmis en býr í Vesturbæ Reykja- víkur og fær húsnæðis- og dvalar- greiðslur upp á 134 þúsund krónur. „Þær aukagreiðslur sem koma eru nóg til að dekka allt sem ég er að gera sem þingmaður og rúmlega það. Þetta mætti vera töluvert lægra. Ég skil ekki af hverju þetta er svona hátt en ég skil að það sé töluvert meiri kostnaður hjá sum- um sem búa úti á landi og eru bara hér fjóra eða fimm daga vikunn- ar. Sem og þau sem búa í mörg hundruð kílómetra fjarlægð og keyra í vinnuna á hverjum degi, ég skil ekki hvernig þau nenna því en það er annað mál.“ Fá laun frá Alþingi fyrir að vera formenn flokka Þann 15. desember árið 2003 var samþykkt breyting á lögum um þingfararkaup alþingismanna á þá leið að formenn stjórnmálaflokka sem væru ekki ráðherrar en ættu sæti á Alþingi fengju 50 prósenta álag á þingfararkaupið. Var þessari breytingu ætlað að jafna aðstöðu- mun ráðherra og stjórnarandstöð- uformanna. Samanlagt var málið rætt í þrjár mínútur og samþykkt með 52 atkvæðum gegn engu, 11 þingmenn voru fjarverandi. Meðal þeirra sem samþykktu frumvarpið voru fjórir þingmenn sem síðar áttu eftir að þiggja slíkt álag: Geir H. Haarde, Guðni Ágústsson, Val- gerður Sverris dóttir og Bjarni Benediktsson. Frumvarpið var samþykkt af öllum stjórnmála- flokkum sem áttu þá sæti á þingi. Greiðslurnar, sem hafa rokið upp samfara þingfararkaupi, eru óháðar árlegu framlagi Alþingis til stjórnmálaflokkanna. DV reiknaði út hvað hver formaður hefur fengið í slíkar greiðslur frá áramót- um 2003/2004 samkvæmt þing- fararkaupi þess tíma. n Katrín Jakobsdóttir Formaður Vinstri – grænna 2013–2018 2013: 2.520.000 2014: 3.898.000 2015: 4.211.000 2016: 4.965.000 2017: 6.057.000 Samtals: 21.651.000 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Formaður Framsóknarflokksins 2009–2016, Miðflokksins 2017–2018 2009: 1.820.000 2010: 3.120.000 2011: 3.275.000 2012: 3.641.000 2013: 1.240.000 2016: 3.304.000 2017: 1.101.000 2018: 1.101.000 Samtals: 18.602.000 Guðjón A. Kristjánsson Formaður Frjálslynda Flokksins 2003–2010 2004: 2.627.000 2005: 2.760.000 2006: 2.863.000 2007: 3.146.000 2008: 3.331.000 2009: 1.300.000 Samtals: 16.027.000 Steingrímur J. Sigfússon Formaður Vinstri – grænna 1999–2013 2004: 2.627.000 2005: 2.760.000 2006: 2.863.000 2007: 3.146.000 2008: 3.331.000 2009: 260.000 Samtals: 14.987.000 Bjarni Benediktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins 2009–2018 2009: 2.340.000 2010: 3.120.000 2011: 3.275.000 2012: 3.641.000 2013: 1.240.000 Samtals: 13.616.000 Árni Páll Árnason Formaður Samfylkingarinnar 2013–2016 2013: 2.520.000 2014: 3.898.000 2015: 4.211.000 2016: 1.780.000 Samtals: 12.409.000 Logi Már Einarsson Formaður Samfylkingarinnar 2016–2018 2016: 1.652.000 2017: 6.607.000 2018: 1.101.000 Samtals: 9.360.000 Guðmundur Steingrímsson Formaður Bjartrar framtíðar 2012–2015 2013: 2.520.000 2014: 3.898.000 2015: 2.787.000 Samtals: 9.205.000 Óttarr Proppé Formaður Bjartrar framtíðar 2015–2017 2015: 1.424.000 2016: 4.965.000 Samtals: 6.389.000 Sigurður Ingi Jóhannsson Formaður Framsóknarflokksins 2016–2018 2017: 6.057.000 Samtals: 6.057.000 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Formaður Samfylkingarinnar 2005–2009 2005: 1.610.000 2006: 2.863.000 2007: 1.294.000 Samtals: 5.767.000 Guðni Ágústsson Formaður Framsóknarflokksins 2007–2008 2007: 1.852.000 2008: 3.061.000 Samtals: 4.913.000 Össur Skarphéðinsson Formaður Samfylkingarinnar 2000–2005 2004: 2.627.000 2005: 1.150.000 Samtals: 3.777.000 Inga Sæland Formaður Flokks fólksins 2016–2018 2017: 1.101.000 2018: 1.101.000 Samtals: 2.202.000 Benedikt Jóhannesson Formaður Viðreisnar 2016–2017 2016: 1.652.000 Samtals: 1.652.000 Þorgerður K. Gunnarsdóttir Formaður Viðreisnar 2017–2018 2017: 551.000 2018: 1.101.000 Samtals: 1.652.000 Oddný G. Harðardóttir Formaður Samfylkingarinnar 2016 2016: 1.533.000 Samtals: 1.533.000 Geir H. Haarde Formaður Sjálfstæðisflokksins 2005–2009 2009: 780.000 Samtals: 780.000 Valgerður Sverrisdóttir Formaður Framsóknarflokksins 2008–2009 2008: 281.000 Samtals: 281.000 Formennirnir fá þetta aukalega Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. Helgi Bernódus- son, skrifstofu- stjóri Alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.