Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 22
22 2. mars 2018fréttir K ristjón Benediktsson seg- ir að tilkynning Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknar- flokksins, til lögreglu á meint- um hótunum hans í hennar garð sé einfaldlega kjánaskapur. Hún greindi frá því vikunni að hún hafi tilkynnt lögreglu um hótanir um pyntingar en hún er fyrsti flutn- ingsmaður framvarps sem bannar umskurð drengja. Sitt sýnist hverj- um um það frumvarp en Kristjón er meðal þeirra sem fordæma það fyrir gyðingahatur. „Ég rakst á níð um sjálfan mig á nokkrum stöðum, ásakanir um athyglissýki, gyðingahatur, heimsku, sveitamennsku (sem mér finnst reyndar meðmæli) og ýmislegt fleira miður fallegt. Sum- um fannst við hæfi að stinga upp á aðferðum til að meiða mig og pynta. Ég hef látið lögregluna vita, að sjálfsögðu,“ sagði Silja Dögg á Facebook-síðu sinni. „Hengja upp í næsta ljósastaur“ Orðin sem Kristjón lét falla á Facebook hljóðuðu svo: „Það ætti að tjarga hana og fiðra og hengja upp í næsta ljósastaur svona eins og í sólarhring, þennan viðbjóðslega gyðingahatara!“ Kristjón staðfestir í samtali við DV að þingmaðurinn hafi tilkynnt hann en hann frétti sjálfur af því þegar lögreglumaður hringdi í hann. „Þetta er nú svo fáránlegt. Það hringir í mig maður sem kynnir sig sem rannsóknarlögreglumann um tvö leytið í gær. Það var þessi taktík: „Ég heiti þetta og er rannsóknarlög- reglumaður“ og svo kemur þögn. Þetta átti augljós- lega að skjóta mér skelk í bringu. Ég spyr hann um erindið og hann seg- ist þurfa að fá mig í skýrslu gerð,“ segir Kristjón. Hann segist ekki hafa haft tíma til að rjúka út á lögreglu- stöð á miðvikudaginn og því hafi niðurstaðan orðið sú að lögreglu- maðurinn myndi hringja aftur, sem hann hafði ekki gert síðdegis á fimmtudag. Með ólíkindum Kristjón furðar sig á því að stuttu síðar mætir Silja Dögg í Reykjavík síðdegis og fullyrðir að lögreglan muni hafa samband við hann og hafi staðfest að um væri að ræða netníð. „Hvað er eiginlega í gangi? Getur þingmaður farið til lög- reglu og feng- ið mál afgreitt á nokkrum mínútum? Getur hún látið hringja í fólk úti í bæ eftir pöntun? Þetta er með ólíkind- um. Ljóst er að ef hún er að segja satt, þá þarf að rannsaka starfs- hætti lögreglu. Það embætti sting- ur niður í skúffu svo mánuðum skiptir alvarlegri kæru um mis- notkun á börnum af starfsmanni hins opinbera kerfis, en afgreiðir mál hennar á nokkrum mínútum,“ segir Kristjón. Stendur við orð sín Kristjón segist mótmæla því harð- lega að ummæli hans séu net- níð eða hótun. Hann viðurkennir þó fúslega að hann hafi tekið harkalega til orða. „Ég kalla hana gyðingahatara og stend við það. Hún fellur nákvæmlega undir þá skilgreiningu. Þetta frum- varp snýr að forsendu gyðingdóms en það er enginn umskorinn á Ís- landi. Með því að setja lög á þetta hér á landi er verið að meina þess- um trúarhópi að setjast hér að. Þetta er rasismi af verstu gerð,“ segir Kristjón. Hann fullyrðir að fyrrnefnd ummæli beinist ekki beint að Silju Dögg heldur gyðingahöturum almennt: „Ég er ekki að fjalla um hennar persónu sem slíka, gyðingahatara á að tjarga og fiðra og hengja í staur. Ég er að tala um hana sem gyðingahatara. Þetta er bara hlægilegt og það verður aldrei nokkurn tímann neitt úr þessu máli. Þetta er bara hlægilegt brölt hjá kjána.“ n „Hlægilegt brölt hjá kjána“ Silja Dögg Gunnarsdóttir tilkynnti Kristjón Benediktsson fyrir netníð „Það ætti að tjarga hana og fiðra og hengja upp í næsta ljósastaur Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Misboðið Kristjón segir tilkynningu Silju Daggar hlægilegt brölt. Fór til lögreglu Silja Dögg tilkynnti ummæli Kristjóns til lögreglu. Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.