Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Síða 22
22 2. mars 2018fréttir K ristjón Benediktsson seg- ir að tilkynning Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknar- flokksins, til lögreglu á meint- um hótunum hans í hennar garð sé einfaldlega kjánaskapur. Hún greindi frá því vikunni að hún hafi tilkynnt lögreglu um hótanir um pyntingar en hún er fyrsti flutn- ingsmaður framvarps sem bannar umskurð drengja. Sitt sýnist hverj- um um það frumvarp en Kristjón er meðal þeirra sem fordæma það fyrir gyðingahatur. „Ég rakst á níð um sjálfan mig á nokkrum stöðum, ásakanir um athyglissýki, gyðingahatur, heimsku, sveitamennsku (sem mér finnst reyndar meðmæli) og ýmislegt fleira miður fallegt. Sum- um fannst við hæfi að stinga upp á aðferðum til að meiða mig og pynta. Ég hef látið lögregluna vita, að sjálfsögðu,“ sagði Silja Dögg á Facebook-síðu sinni. „Hengja upp í næsta ljósastaur“ Orðin sem Kristjón lét falla á Facebook hljóðuðu svo: „Það ætti að tjarga hana og fiðra og hengja upp í næsta ljósastaur svona eins og í sólarhring, þennan viðbjóðslega gyðingahatara!“ Kristjón staðfestir í samtali við DV að þingmaðurinn hafi tilkynnt hann en hann frétti sjálfur af því þegar lögreglumaður hringdi í hann. „Þetta er nú svo fáránlegt. Það hringir í mig maður sem kynnir sig sem rannsóknarlögreglumann um tvö leytið í gær. Það var þessi taktík: „Ég heiti þetta og er rannsóknarlög- reglumaður“ og svo kemur þögn. Þetta átti augljós- lega að skjóta mér skelk í bringu. Ég spyr hann um erindið og hann seg- ist þurfa að fá mig í skýrslu gerð,“ segir Kristjón. Hann segist ekki hafa haft tíma til að rjúka út á lögreglu- stöð á miðvikudaginn og því hafi niðurstaðan orðið sú að lögreglu- maðurinn myndi hringja aftur, sem hann hafði ekki gert síðdegis á fimmtudag. Með ólíkindum Kristjón furðar sig á því að stuttu síðar mætir Silja Dögg í Reykjavík síðdegis og fullyrðir að lögreglan muni hafa samband við hann og hafi staðfest að um væri að ræða netníð. „Hvað er eiginlega í gangi? Getur þingmaður farið til lög- reglu og feng- ið mál afgreitt á nokkrum mínútum? Getur hún látið hringja í fólk úti í bæ eftir pöntun? Þetta er með ólíkind- um. Ljóst er að ef hún er að segja satt, þá þarf að rannsaka starfs- hætti lögreglu. Það embætti sting- ur niður í skúffu svo mánuðum skiptir alvarlegri kæru um mis- notkun á börnum af starfsmanni hins opinbera kerfis, en afgreiðir mál hennar á nokkrum mínútum,“ segir Kristjón. Stendur við orð sín Kristjón segist mótmæla því harð- lega að ummæli hans séu net- níð eða hótun. Hann viðurkennir þó fúslega að hann hafi tekið harkalega til orða. „Ég kalla hana gyðingahatara og stend við það. Hún fellur nákvæmlega undir þá skilgreiningu. Þetta frum- varp snýr að forsendu gyðingdóms en það er enginn umskorinn á Ís- landi. Með því að setja lög á þetta hér á landi er verið að meina þess- um trúarhópi að setjast hér að. Þetta er rasismi af verstu gerð,“ segir Kristjón. Hann fullyrðir að fyrrnefnd ummæli beinist ekki beint að Silju Dögg heldur gyðingahöturum almennt: „Ég er ekki að fjalla um hennar persónu sem slíka, gyðingahatara á að tjarga og fiðra og hengja í staur. Ég er að tala um hana sem gyðingahatara. Þetta er bara hlægilegt og það verður aldrei nokkurn tímann neitt úr þessu máli. Þetta er bara hlægilegt brölt hjá kjána.“ n „Hlægilegt brölt hjá kjána“ Silja Dögg Gunnarsdóttir tilkynnti Kristjón Benediktsson fyrir netníð „Það ætti að tjarga hana og fiðra og hengja upp í næsta ljósastaur Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Misboðið Kristjón segir tilkynningu Silju Daggar hlægilegt brölt. Fór til lögreglu Silja Dögg tilkynnti ummæli Kristjóns til lögreglu. Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.