Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 40
40 2. mars 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginVerkamaðurinn 8. febrúar 1952Sirkuslíf Börnin trylltust yfir Circus Zoo Árið 1951 kom Circus Zoo, sænskur sirkus með dýrum og fjölleikafólki, til landsins á vegum SÍBS. Var sýningunni ætlað að safna fé til að byggja upp vinnuskála við Reykjalund. Hundruð ungmenna biðu við höfnina þegar danska skipið Drottningin kom með sirkus­ inn til landsins. Þar var mik­ ið af tömdum dýrum: ljónum, björnum, öpum og einnig fíll­ inn Baba, sem börnin voru svo áfjáð í að sjá að varnarlína lög­ reglunnar brast. Tjald var sett upp í Skerjafirði og aðsókn­ in var gríðarleg. Auk dýranna mátti sjá loftfimleikafólk, trúða, marokkóska fimleikamenn og pólskan dverg. Ekki voru allir sáttir við komu sirkussins því að sumir töldu að verið væri að sóa verðmætum gjaldeyri í skrípalæti. Glímdi við birni og jiujitsu-stjörnur J óhannes Jósefsson er einna þekktastur fyrir að reisa Hótel Borg og reka það í þrjátíu ár. Var hann kallaður Jóhannes á Borg eftir það. Áður en Jóhannes var í hótelbransanum ferðaðist hann um Evrópu og Ameríku og sýndi glímu. Einnig var hann einn af fyrstu keppendum Íslands á Ólympíuleikunum. Glímdi við skógarbirni Jóhannes var fæddur á Oddeyri á Akureyri árið 1883 í fátækt. Hann hélt til Noregs til að læra verslunar­ fræði, kynntist þar ungmennafé­ lagsandanum og hóf að keppa í glímu af miklum móð. Jóhannes varð glímukóngur Íslands árin 1907 og 1908 og keppti á sumar­ ólympíuleikunum í London árið 1908 í grísk­rómverskri glímu. Þetta voru fyrstu leikarnir sem Íslendingar tóku þátt, þá með danska keppnisliðinu og sýndu þeir einnig fangbrögð á leikunum. Ekki var Jóhannes mikið á Ís­ landi á þessum árum því hann ferðaðist um heiminn og sýndi íslenska glímu í nærri tvo ára­ tugi. Jóhannes ferðaðist með ýmsum sirkusum, jafnvel heims­ þekktum eins og Barnum og Bailey­ sirkusnum. Ungmenna­ félagsandinn var nú ekki alltaf í hávegum hafður í þessum sýn­ ingum og glímdi hann til að mynda við skógarbirni. Íslenska glíman betri en jiujitsu Árið 1909 skrifaði Jóhannes dag­ blaðinu Ísafold bréf frá Sankti Pétursborg, þar sem hann sagði frá rimmum sínum við rússneska glímumenn. Sýndi hann þá í Circus Ciniselli, sem er sirkus­ safn í dag. Sérstaklega minntist hann rimmu við Kósakka að nafni Pliskov sem bar rýting og skamm­ byssu við belti og hafði ferðast langa leið til að kljást við Jóhannes. „Viðureignin stóð í gærkveldi og lá Kósakkinn eftir 2 mín. og 3 sek. Skrambi hnellinn ná­ ungi, en illa að sjer í íslenskum brögðum!“ Jóhannes vakti athygli hvert sem hann fór fyrir glímuna, sem þótti afbragðs sjálfsvörn og fremri öðrum bardagalistum. Í Evening Times segir frá viður­ eign Jóhannesar við Diabutzu, sem var einn allra fremsti jiu­ jitsu­meistari heims. „Japaninn fékk ekki einu sinni tíma til að átta sig á að hann stæði á leik­ sviðinu fyrr en búið var að leggja hann á bakið.“ Jóhannes auðgaðist á ferðum sínum um heiminn og gat lagt til fé til að byggja Hótel Borg árið 1928. Hann settist í helgan stein árið 1960 og lést átta árum síðar. n Gunnar lyfti fíl Gunnar Salómonsson, eða Gunnar Úrsus eins og hann var gjarnan nefndur, var glímumaður úr Ármanni sem keppti á Ólympíuleik­ unum í Berlín árið 1936. Eftir það sýndi hann afl­ raunir í fjölleikahúsum víða um heim og kom oft fram ásamt Jóhanni Svarfdæl­ ingi. Gunnar var þekktur fyrir að lyfta bílum, hestum og prömmum sem sjálf­ boðaliðar úr áhorfendask­ aranum stóðu á. Í október árið 1942, í miðri heims­ styrjöld, barst kveðja frá Gunnari til allra Íslendinga í útvarpi frá Berlín. Þá var tilkynnt að Gunnar hefði lyft tveggja tonna þungum fíl hjá einum þekktasta sirkus veraldar fyrir fram­ an sjö þúsund áhorfendur. Gunnar lést árið 1960 að­ eins 53 ára að aldri. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is J óhann K. Pétursson, var hæsti Íslendingur sem vitað er um og einn af hæstu þekktu mann­ eskjum sögunnar. Gjarnan var hann kallaður Jóhann Svarfdæl­ ingur en stundum Jóhann risi. Í Ameríku þar sem hann kom fram í fjölleikahúsum og kvikmynd­ um var hann titlaður The Viking Giant. Íris Ólöf Sigurjónsdóttir hjá Byggðasafninu Hvoli á Dalvík, þar sem munir Jóhannesar eru geymd­ ir, sagði DV frá ævi hans. Lokaður inni Jóhann var fæddur á Akureyri árið 1913 en ólst upp í Svarfaðardal sem hann er kenndur við. Átta systkini átti Jóhann og fjölskyldan var fátæk og hann var sendur í fóstur. Þrettán ára byrjaði hann að vaxa langt um­ fram það sem eðlilegt taldist. Íris segir: „Steingrímur Matthías­ son, læknir á Akureyri, fór með Jó­ hann árið 1935 í rannsóknir til Dan­ merkur. Einhvern veginn endaði það þó þannig að Jóhann fór í sirkus í Dyrehavsbakken og það var selt inn sýningar á honum. Hann var lokaður inni á daginn en fékk að fara út á kvöldin. Svona var líf þeirra sem voru öðruvísi á þessum tíma.“ Jóhann mældist 220 sentimetrar árið 1935 en ekki var hægt að stöðva vöxtinn. Hæstur varð hann 234 sentimetrar og 163 kíló að þyngd. Í sýningum var þó fullyrt að hann væri 268 sentimetrar og hæsti maður heims. „Hann samsvaraði sér vel og var hörkumyndarlegur. Þess vegna kom hann fram í kvikmyndum.“ Óánægður með Íslendinga Jóhann kom fram með fjölleika­ húsum og í skemmtigörðum í Evrópu fram á stríðslok. Þá flutti hann heim til Íslands og setti upp kvikmyndasýningar víðs vegar um land auk þess sem hann sýndi sig og sagði sögur. Jóhann átti einnig sérsmíðaða harmoniku sem hann spilaði ævinlega á í sýningum. Hvað fannst honum um hlut- skipti sitt í lífinu? „Hann var mjög óánægður með það og óánægður með Íslendinga. Hann langaði til að búa hér á landi og opna tóbaksverslun en fékk enga fyrirgreiðslu. Því var hann hrakinn aftur út í heim til þess að vera sýningargripur sem honum fannst vera niðurlægjandi. Hann starfaði við þetta þangað til hann var orðinn veikur og gamall en þetta var ekki hlutskipti sem hann valdi sér sjálfur.“ Árið 1948 flutti Jóhann til Bandaríkjanna og næstu fimmtán árin ferðaðist hann um með þekkt­ um fjölleikahúsum þar í landi, svo sem Baileys, Barnum og Ringling Bros. Árið 1963 keypti hann vagn og hóf eigin rekstur til ársins 1972 þegar hann settist í helgan stein. Einn af síðustu sýningargripunum Alla tíð var Jóhann heilsuveill mað­ ur og slæmur í baki. Síðustu tíu ár ævi sinnar kom hann nokkrum sinnum til Íslands, meðal annars til að sækja læknisþjónustu og endur­ hæfingu á Reykjalundi. Eftir slys á heimili sínu í Flórída árið 1982 flutti hann heim til Íslands og bjó síðustu tvö árin á dvalarheimilinu á Dalvík þar sem honum var mjög vel tekið. „Jóhann var einn af þeim síðustu sem lentu í þessu. Um það leyti sem Jóhann hætti að koma fram hættu sirkusarnir með þessar „viðundra­ sýningar“ sem voru auðvitað ekki æskilegar, þar sem voru skeggjað­ ar konur, risar, dvergar og svo fram­ vegis. En honum var margt til lista lagt og lífið var ekki eintóm eymd.“ Jóhann kvæntist aldrei en átti eina dóttur, Gertrud, með danskri barnsmóður. Sú stúlka var gefin í fóstur fjögurra ára gömul en Jó­ hann kynntist henni aftur síðar á lífsleiðinni. Alla tíð var Jóhann í miklum tengslum við fjölskyldu sína hér á Íslandi og var vel með á nótunum í þjóðmálunum. n fannst niðurlægjandi að vera sýningargripur Jóhann risi Jóhann Svarfdælingur Hraktist frá Íslandi. Jóhann K. Pétursson Var heilsu- veill alla tíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.