Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 59
lífsstíll 592. mars 2018 Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofnar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Átta daga ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu Dauðahafið. Masada er einn vin- sælasti ferðamannastaður Ísrael og er nánast helgur staður í aug- um Ísraelsmanna. Einfölduð saga staðarins er sú að Heródes hinn mikli lét reisa fjallavígið á árunum 37 til 31 fyrir Krist. Frægð Masada byggist helst á því að vígið hafði verið hertekið af flokki andspyrn- umanna af gyðingarkyni árið 66 eftir Krists en þá geisaði fyrsta stríðið milli gyðinga og Róm- verja. Vígið féll síðan aftur í hend- ur Rómverja eftir langt umsátur en um leið og varnirnar brustu sviptu nánast allir íbúar fjallavígisins, um 1.000 talsins segir sagan, sig lífi. Útsýnið og saga Masada er einstök og óhætt er að mæla með stoppi þar. Mjög auðvelt er að komast á topp fjallsins í kláfi en einnig er hægt að ganga ókeypis upp á fjall- ið ef ferðalanga þyrstir í krefjandi líkamsrækt. Fornminjarnar blikna þó í samanburði við Petra að mati undirritaðs. Eftir heimsókn- ina í Masada var komið að stuttri heimsókn að Dauðahafinu. Voru yngstu ferðalangarnir þá orðnir mjög lúnir og var því ákveðið að koma í lengri heimsókn daginn eftir enda var gist í bænum Arad sem er í næsta nágrenni. Það var því aðeins vaðið í Dauðahafinu þann daginn. Sú ákvörðun að gista í Arad var að mörgu leyti mistök. Um rólegan og fallegan bæ er að ræða en aðeins er tæpur klukku- tími til Jerúsalem þar sem aldrei er hægt að hafa nægan tíma til þess að njóta þeirrar borgar. Þá hefði einnig komið til greina að gista í „baðstrandarstaðnum“ Ein Bokek við hafið steindauða. Það var besti staðurinn að mati undirritaðs til þess að komast í tæri við náttúru- undrið. 21. febrúar–23. febrúar: Jerúsalem Eftir stuttan sundsprett í Dauða- hafinu var brunað til Jerúsalem í gegnum Vesturbakkann, svokall- aða. Reyndar um landsvæði sem er að mestu leyti undir yfirráðum Ísraelsmanna. Ekki gafst kostur á að heimsækja helstu borgir og bæi Palestínumanna og voru börnin sérstaklega sorgmædd því ekkert varð af heimsókn í Betlehem. Það bíður síðari tíma. Það er tilgangs- laust að reyna að lýsa Jerúsalem- borg í stuttu máli. Borgin er stór- fengleg í alla staði. Hægt er að týna sér svo dögum skiptir í gamla bænum og skoða heimsfræga staði nánast við hvert fótmál. Jafn- vel fyrir hundheiðna menn er það afar tilkomumikið að heimsækja tilbeiðslustaði eins og Grátmúrinn og Grafarkirkjuna og fylgjast með því sem fyrir augu ber. Þá má ekki gleyma því að í ógrynni frábærra veitingastaða er í Jerúsalem. Þar var ýmislegt spennandi í boði en að endingu varð niðurstaða okkar að heim- sækja ítalska veitingastaðinn Luciana í Mamila-verslunar- miðstöðinni, rétt fyrir utan Jaffa- hliðið, fyrra kvöldið. Þar var boð- ið upp á úrvalsmat í skemmtilegu umhverfi. Seinna kvöldið fundum við fyrir tilviljun Anna Italian Café sem er sérstakur veitingastaður í afar fal- legu eldra húsi. Hugmyndafræði staðarins er sú að gefa þar ungu fólki sem hefur villst af réttri braut í lífinu tækifæri og það skapar hlý- legt og gott andrúmsloft. Maturinn var síðan frábær. Þá verður enginn svikinn af falafel-vefju á skyndibitastaðnum Moshiko ávið Ben Yehuda-stræti. Unaðslegur matur og almennt er það skylda ferðamanna í Ísrael að troða sig eins mikið út af hummus og unnt er. Ekkert sem er boðið upp á hérlendis kemst í tæri við hummusinn á þessum slóðum. Þá er einnig óhætt að mæla með ísraelskum rauðvínum sem eru heilt yfir virkilega góð sem og yfirleitt ódýrari en innflutt vín á veitingastöðum. Ekki er vanþörf á, því matur á veitingastöðum er dýr, líklega um 80 prósent af verði á ís- lenskum veitingastöðum, stund- um meira. 23.–25. febrúar: Tel Aviv. Síðustu tveir dagar ferðarinnar voru í borginni sem WOW flýgur til, Tel Aviv. Aðeins tekur tæpa klukkustund að keyra á milli borg- anna og kostar leigubíll um 4.000 krónur. Almennt er ágætis ráð að dvelja yfir helgar í Tel Aviv frekar en Jerúsalem enda er mörgum stöðum í síðarnefndu borginni lokað vegna hvíldardags gyðinga, shabbat. Það sama gildir líka um Tel Aviv að einhverju leyti en þó eru borgarbúar þar mun frjálslegri en í Jerúsalem. Ef matarmenningin var góð í Jerúsalem þá er hún einfaldlega stórbrotin í Tel Aviv og þar geta áhugamenn um mat fengið mikið fyrir sinn snúð, þótt dýr sé. Ráð- legt er að panta borð með góðum fyrirvara, jafnvel nokkurra vikna, því við rákum okkur á að nánast ógjörningur var að fá borð með skömmum fyrirvara á vinsælustu stöðunum. Það var talsverður ósigur og en þó verður að hafa í huga að það er lítil hætta á að enda á slæmum veitingastað í Tel Aviv. Mannlífið er afar skemmti- legt í borginni og þegar okkur bar að garði á föstudegi sveif magnað partíandrúmsloft yfir vötnum. Sér- staklega í kringum Carmel-mark- aðinn sem var afar eftirminnileg- ur. Þá var ómissandi að eyða hluta úr degi í hinni fornu borg Jaffa, en þar er mikið af skemmtilegum litl- um veitingastöðum og krám. Upplifun fjölskyldunnar í þessari ferð var afar jákvæð. Ein helsta ástæða þess að fólk er tregt til þess að fara í frí til Ísrael er lík- lega sú að fólk óttast hreinlega um öryggi sitt nú eða þá að pólitískar ástæður ráða för. Hið síðarnefnda er að einhverju leyti skiljanlegt en áhyggjur af öryggi eru að mestu óþarfar. Vissulega verður fólk vart við vopnaða lögreglumenn víða í stærstu borgunum en aldrei upp- lifði fjölskyldan aðstæður þannig að öryggi hennar væri ógnað. Helsti gallinn á ferð til Ísrael er kostnaðurinn við mat, drykk og hótel. Með útsjónarsemi er þó hægt að komast vel frá því enda er hummusinn frekar ódýr og hann má alveg borða í öll mál. n Framandi matargerð Bedúínar í Wadi Rum-eyðimörkinni elduðu hádegisverð í niðurgrafinni tunnu. Hann var afar ljúffengur. Rósaborgin Petra Eitt þekktasta kennileiti borgarinnar er „Fjárhirslan“ (e. The Treasury). Þar algjör skylda að taka mynd og borga síðan nauðugur viljugur alltof hátt verð fyrir stuttan túr á baki kameldýrs. Kameldýrin vöktu áhuga Mjög víða má sjá kameldýr spóka sig í Jórdaníu. Þau vöktu mikla athygli hjá ungviðinu.Dauðahafið Töfrandi og friðsæll staður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.