Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 24
24 2. mars 2018fréttir H elgi Bernódusson, skrif- stofustjóri Alþing- is, segir að þingmenn í landsbyggðarkjördæmum geti ekki afþakkað húsnæðis- og dvalargreiðslur. Reglur um greiðslur til þingmanna eru nokk- uð á reiki. Í upplýsingum sem birt- ar eru á vef Alþingis kemur í ljós að sumir þingmenn Norðvesturkjör- dæmis og Suðurkjördæmis fá ekki greiddan húsnæðis- og dvalar- kostnað nema að hluta. Sem dæmi fær Smári McCarthy, þing- maður Pírata, í Suðurkjördæmi 134 þúsund krónur á mánuði en ekki Vilhjálmur Árnason, þing- maður Sjálfstæðisflokksins í sama kjördæmi. Smári býr í Vesturbæ Reykjavíkur en Vilhjálmur býr í Grindavík. Á móti kemur að Vil- hjálmur keyrði 35 þúsund kíló- metra í fyrra og fékk fyrir það 3,4 milljónir í akstursgreiðslur frá Al- þingi. Að sama skapi fær Þórdís Kol- brún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og þingmaður Norðvesturkjör- dæmis, greiddan húsnæðis- og dvalarkostnað, Þórdís býr í Kópa- vogi. Guðjón S. Brjánsson, þing- maður Samfylkingarinnar í sama kjördæmi, býr á Akranesi en fær engar greiðslur vegna húsnæðis. „Þeir sem eru kjörnir fyrir landsbyggðarkjördæmin fá húsnæðis- og dvalarkostnaðar- greiðslu. Ef þú ert landsbyggðar- þingmaður úr þessum stóru kjör- dæmum þremur þá færð þú þessa greiðslu samkvæmt skilgrein- ingu. Það er skýringin á því til dæmis að Steingrímur fær svona greiðslu, af því að hann er þing- maður Norðausturkjördæmis. Hann verður bara að taka við þessari greiðslu. Ekki vegna þess að hann hafi sótt um hana eða neitt slíkt og lögheimilið skipt- ir engu máli í því sambandi. Það fá allir þessa greiðslu,“ segir Helgi Bernódusson í samtali við DV. Vís- ar hann til frétta af húsnæðis- og dvalargreiðslum til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Norðausturkjördæm- is, sem hefur búið í Breiðholti í minnst 30 ár. Vilhjálmur fær ekki húsnæðisgreiðslur Vilhjálmur Árnason fær ekki hús- næðis- og dvalargreiðslur frá Al- þingi. Eins og DV greindi fyrst frá þá var hann í öðru sæti yfir þá þingmenn sem þáðu hæstu greiðslur vegna aksturs í fyrra. Hann segir að það sé að koma sí- fellt betur í ljós að þegar allar greiðslurnar séu lagðar saman þá sé hann ekki með dýrustu þing- mönnunum. „Ég er kannski í öðru sæti á þessum aksturslista en ég vissi að ég væri aldrei kostn- aðarsamasti þingmað- urinn. Ég er ekki með neitt álag, rukka ekki fyrir einhverjar hótel gistingar, sali eða veitingar, ég hef aldrei gert það.“ Vilhjálmur kom af fjöllum þegar blaðamaður spurði hann um húsnæðis- og dvalargreiðslur. „Ég hef aldrei fengið það.“ Þingmenn sem sannarlega halda tvö heimili eiga einnig rétt á álagsgreiðslum upp á 53 þúsund krónur sem bætast ofan á húsnæðis- og dvalargreiðslurnar. Hafa bæði Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Miðflokksins, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagt við DV að þeir þiggi ekki álagsgreiðslurnar. Afþakkaði greiðslur Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, afþakkaði ráðherra- laun árið 2009, hann segir í samtali við DV að það hafi ekki verið neitt vandamál að afþakka greiðslurnar. „Ég tók aldrei ráðherralaun, fór bara niður á slétt þing- fararkaup.“ Var það ekkert vandamál? „Ég hef lesið um það í fjölmiðl- um að þetta geti ekki hafa ver- ið svo en þannig var það nú. Ef þetta var ekki hægt þá skuldar ríkið mér einhverja peninga, en þetta var hægt. Þegar ég tók við ráðherraembætti þá var verið að skera niður í velferðarkerfinu og mér fannst ekki stætt á öðru en að sýna smá lit sjálfur.“ Ögmundur segir að hann hafi heldur ekki þegið greiðslur vegna starfskostnaðar, hann hafi hins vegar fengið greidda reikninga vegna tölvukostnaðar. „Ég var alla tíð andvígur þessum starfskostn- aði sem var ákveðinn um miðj- an tíunda áratuginn, mér fannst að það ættu að vera skýrar línur í kringum ákvarðanir kjararáðs eða þingið kæmi að þessu. Það var þingið, en ekki kjararáð, sem tók ákvarðanir varðandi starfskostn- að.“ „Hann skal fá hana“ DV bar fullyrðingar Ögmundar undir Helga sem áttaði sig strax á að um Ögmund væri að ræða. „Hann er þingmaður Reykjavíkur og fær því engar húsnæðisgreiðslur. Greiðslurnar sem hann afþakkaði eru starfs- Alþingi bAnnAr þingmönnum Að AfþAkkA sporslur n Þingmenn allra flokka samþykktu reglurnar eftir fjögurra mínútna umræðu „Eseq uam dem et eius quid erit rest rum quam que ni omm olene pliqui a Ari Brynjólfsson Kristinn Haukur Guðnason ari@dv.is / kristinn@dv.is Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.