Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 19
2. mars 2018 fréttir 19 „Já, svo sannarlega. Það segi ég alltaf. Ég er alltaf að segja við vin minn Ali að besta leiðin til að átta sig á því hvort einhver sé fábjáni, afsakið orðbragðið, er að fylgjast með honum í bolta, skoða leikstíl hans.“ Spilaðir þú lengi í heimalandi þínu? „Við – ég og Ali – fæddumst báðir í Íran en fengum aldrei tækifæri til að spila fyrir landið. Þeir kalla okkar kynslóð út- brunnu kynslóðina, sem er börn flóttamanna. Við, þessi út- brenndu börn, verðum að finna okkur annan stað til að koma okkur fyrir á.“ Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir? „Ég byrjaði að spila fótbolta í Noregi sautján ára gamall, núna er ég tvítugur. Í upphafi spilaði ég fót- bolta af því að mér fannst hann vera frábær líkamsrækt. En svo gerðist það allt í einu að ég lærði að meta fótboltann. Og núna er þetta – að spila fótbolta – það allra skemmti- legasta sem ég geri. Ég verð stund- um pirraður út í sjálfan mig fyrir að hafa ekki uppgötvað sportið fyrr. Þá hefði ég kannski getað lifað af þessu. Ég verð þreyttur á mörgu, en aldrei boltanum.“ Er fótboltinn góður fyrir sálina? „Ójá. Ég verð stundum mjög þungur og einmana. Æi, þú skilur kannski. Ég er auðvitað búsettur í framandi landi og sakna mömmu og pabba. En strax og ég er kom- inn inn á völlinn þá hverfa þess- ar hugsanir, eins og fyrir töfra. Ég hef engar áhyggjur á meðan ég spila fótbolta. Ég geri mitt besta og þegar vel gengur þá lyftist sál mín upp á æðra plan. Ég verð hamingjusamur, líka eftir æfingu. Það er nóg að rifja upp taktana. Vá, kom þessi sending frá mér? Bíddu, skoraði ég þetta mark?“ Af hverju er fótbolti svona skemmtilegur? „Af því að hann er allt saman. Bara allt. Lífið.“ Allt? „Já, allt, brjálæðisleg líkamleg átök, samvinna, hugarleikfimi. Hann er svo margt, maður lærir að hugsa hratt og jafnvel halda ró sinni þegar adrenalínið er alveg í botni. Maður lærir líka að taka réttar ákvarðanir undir mikilli tímapressu og vera til staðar fyrir samherja sína.“ Stundum hugsar þú of lengi. Þú hikar með boltann? „Líklega er það rétt. Ég á það til að bíða svolítið lengi með að gefa boltann. Sendingin verður nefnilega að vera alveg fullkom- in. Minn mesti veikleiki er efinn. Þegar ég fer að efast um sjálf- an mig. Þetta á líka við um líf- ið og fótbolti gefur mér tækifæri til að takast á við þennan veik- leika minn. Mitt mottó er að efast aldrei og óttast ekkert. „Just do it“. Það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr áhyggjum.“ Er innsæi mikilvægt á vellin- um? „Ég held að innsæi sé nákvæm- lega eins og vöðvaminni. Þegar maður hefur mikla reynslu nýtist það manni, en sem betur fer snýst fótbolti ekki bara um vöðvaminni heldur er hann mjög skapandi og margbreytilegur.“ Þú bjóst í Noregi áður en þú komst hingað. Varst þú sáttur þar? „Ég yfirgaf Íran fimmtán ára gamall. Það tók mig rúm- lega sextán mánuði að komast til Noregs. Ég var rúma fimm mánuði í Tyrklandi. Ég eyddi hinum mánuðunum í að kom- ast í gegnum lönd til Noregs. Ég fór í gegnum Grikkland, Albaníu, Makedóníu, Serbíu, Ungverja- land, Austurríki, Þýskaland, Dan- mörku og Svíþjóð áður en ég komst til Noregs. Ég bjó rúm þrjú ár í Noregi þar til mér var vísað á brott til Afganistan. Mínu máli var nefnilega hafnað af norsku útlendingastofnuninni. Þá var ég rúmlega sautján. Ég var mjög miður mín. Ég bjó þarna í rúm þrjú ár og gekk í skóla. Norð- menn eru ekki beint að bjóða útlendinga velkomna. Ég átti bara einn norskan vin sem var líka svo- lítið út undan í bekknum mínum. Líklega af því að hann var nörd. Ég er trúlega ekki alveg hlutlaus í þessu málefni af því að ég lagði svo mikið á mig til að verða einn af þeim. En mér var hafnað.“ Hver er besti fótboltamaður í heimi? „Messi, það kemur enginn annar til greina. Auðvitað er hann frábær, en eins og við vitum báð- ir þá er fótbolti eitthvað miklu meira en bara fótbolti. Hann er líf- ið sjálft. Og spilamennska manns gefur innsýn inn í persónuleik- ann. Messi, hann vill ekki bara skora mörk, hann vill skora eftir- minnileg mörk. Auk þess fer hann aldrei auðveldu leiðina, hann er þú veist, „ókei, nú ætla ég að gera enn betur en síðast“. Maður á aldrei að fara auðveldu leiðina í lífinu heldur miða hátt og reyna að komast sem allra lengst í líf- inu. Þetta lærði ég af Messi. Þess vegna nenni ég ekki að skora ef markið er autt, það er of létt, ég bíð frekar eftir markmanninum og reyni að vippa yfir hann eða gera eitthvað flott.“ Ronaldo. Líkar þér við hann? „Nja, hann er ágætur. Það skiptir engu máli þó að maður geti skorað mörk. Þau verða að vera glæsileg.“ Af hverju Ísland? „Ég veit að þetta beinlínis tengist ekki spurningu þinni. En Ísland er æði, dvöl mín hér hef- ur verið alveg frábær. Ég hefði bara óskað þess að ég hefði kom- ið hingað frekar en til Noregs. Ég var tvö ár að læra norsku og komst áfram í gaggó þrátt fyrir að hafa engan bakgrunn í menntun. Það braut mig alveg niður að vera sendur burt. Sjálfstraust mitt molnaði. Mér leið eins og úrgangi sem mætti henda í ruslið. Ég lagði mig allan fram til að verða einn af þeim og gerði mitt allra besta. En það var ekki nógu gott. Þetta var ömurlegt. Þegar ég kom til Evrópu aftur í annað sinn hafði viðhorf mitt breyst. Ég hef það ekki að markmiði að setjast að neins stað- ar. Ég ætla að njóta augnabliks- ins og verða mér úti um reynslu, markmiðið er að verða sterkari einstaklingur og fara aftur til baka. Ég veit að það skiptir engu máli hversu mikið þú leggur þig fram við að vera einn af „þeim“. Mað- ur verður alltaf útlendingur nema heima. Þess vegna ætla ég aftur til Afganistans og nota reynslu mína – og vonandi peninga og menntun – til að leggja mitt af mörkum við að endurreisa heimaland mitt. Minn draumur er að ekkert annað barn frá Afganistan þurfi að ganga í gegnum þetta helvíti. Ég vil að afgönsku börnin fái tæki- færi til að geta gert hvað sem er, spila fótbolta, syngja, eða jafn- vel fara út í geim. En jú, ég hefði svo mikið viljað koma hingað. Af því að hér er ríkir allt annað viðhorf en í Noregi og líklega væri ég orðinn góður í íslensku. Mér finnst þetta land vera langbest. Fólk samþykkir mig eins og ég er. Ég fékk vinnu fljótlega og komst í skóla, ég er núna í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Ég náði einhvern veginn að byggja mig aftur upp og er aftur kominn með sjálfstraust. Mér líð- ur samt svolítið eins og ég verð- skuldi þetta ekki af því að ég hef ekki lagt mig nægilega fram við að læra íslensku. Ég verð bara að leggja áherslu á ensku. Hún nýtt- ist mér svo vel á flakkinu. Ég get ekki hætt að leggja áherslu á það hversu vel mér líður hér. Ég hefði óskað þess að Ísland hefði orðið fyrir valinu, en ekki Noregur, af því að þá hefði ég pottþétt viljað eiga heima hér.“ n „Ég vil að afgönsku börnin fái tæki- færi til að geta gert hvað sem er, spila fótbolta, syngja, eða jafn- vel fara út í geim. Ehsan Ísaksson Vildi að hann hefði komið fyrr til Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.