Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 49
fólk - viðtal 492. mars 2018 „Það er mömmu og ömmu að þakka að ég átti dásamlega æsku. Ég þakka mömmu fyrir hugrekkið að hafa látið mig til ömmu. Amma á líka mikinn þátt í því að ég byrj- aði að syngja en ég var þriggja ára þegar ég var farinn að syngja alla daga.“ Einkatónleikar Kalli og amma hans ferðuðust reglulega saman með rútu á milli Grundarfjarðar og Reykjavíkur þegar hann var polli. Þá fékk Elna leyfi hjá bílstjóranum til að leyfa Kalla að grípa í hljóðnema í rút- unni sem var ætlaður fararstjórum. „Ég tók stundum lagið í rútunni fyrir farþegana og þótti flestum það skemmtilegt, sem betur fer,“ segir Kalli Bjarni og hlær. „Þetta varð til þess að ég losnaði snemma við alla feimni. Amma var líka alltaf að fá mig til að syngja og og semja og spila á hljóðfæri.“ Kalli bætir við að æska hans hafi verið góð og honum liðið vel á Grundarfirði. Hann var í hljóm- sveit með félögum sínum og 12 ára byrjaði hann að vinna eins og margir krakkar á þessum tíma. Vann hann við að pilla rækjur og til að ná upp á færibandið þurfti hann að standa á bláum mjólkur- kassa. Peningurinn fór svo í gos og prins pólo. Fyrsti sopinn Þegar Kalli var 14 ára tók hann örlagaríka ákvörðun. Þá bragðaði hann áfengi í fyrsta sinn. Kalli lýs- ir því á þann hátt að á skemmtun í Grundarfirði á þjóðhátíðardaginn stóð hann uppi á sviði ásamt hljómsveit þegar gosflösku með áfengi var hent þar upp. Kalli fékk sér sopa og endaði kvöldið á þann hátt að hann kom heim til ömmu sinnar undir áhrifum áfengis. Amma hans las yfir hausamótun- um á barnabarninu og lét Kalli áfengi vera í nokkra mánuði á eftir. Það var síðan ekki fyrr en í 10. bekk í grunnskóla sem áfengis neyslan hófst fyrir alvöru. Kalli flutti þann vet- ur í Neðra-Breiðholt til móður sinnar en amma hans glímdi við veik- indi á þeim tíma. Lopa- peysa vék fyrir leðri og gúmmí túttunum var fljótlega lagt. „Ég kom úr vernduðu umhverfi og allt í einu var ég innan um hóp af krökkum þar sem maður var ekki samþykktur nema maður drykki líka. Ég setti geislabauginn á hilluna og upp fór hanakamburinn og ég þóttist vera voða svalur og bjó til aðra og harðari útgáfu af sjálfum mér.“ Á þessum tíma fór Kalli einnig að fikta við fíkniefni og ánetjaðist kannabisefnum og fiktaði einnig við harðari efni. Ekki leið á löngu þar til hann var sendur á með- ferðarheimilið Tinda. Meðferðar- stöðin, sem var á Kjalarnesi, hjálp- aði mörgum unglingum á þessum tíma en um var að ræða afar metn- aðarfullt úrræði fyrir unglinga sem stóð yfir í nokkra mánuði. Á Tind- um kynntist Kalli piltum á svipuðu reki sem höfðu glímt við fíkn. Í kjöl- farið stofnuðu þeir hljómsveitina Viridian Gree um miðjan tíunda áratuginn. Hljómsveitin var efni- leg og spilaði víða. Sigurjón Ingi- björnsson var í hljómsveitinni með Kalla en hann segir: „Það kom snemma í ljós að Kalli Bjarni var mikið tónlistar- mannsefni. Hann er með tón- vissari mönnum sem ég þekki. Málið var bara að hann kæmi sér á framfæri. Og það hefur hann svo sannarlega gert.“ Kalli og vinir hans í sveitinni voru án áfengis í um tvö ár og hjálpuðu hver öðrum að halda sér á beinu brautinni. Þegar þeir svo misstu tökin gerðist það sama kvöldið. Í kjölfarið horfði Kalli upp á einn sinn besta vin, sem einnig var í sveitinni og var kallað- ur Kiddi, falla í greipar fíknarinn- ar á ný. Þeir stefndu á plötuútgáfu saman. Það varð aldrei neitt úr því. Kiddi missti tök á neyslunni og sá enga aðra leið en sjálfsvíg. Kalli ákvað síðar að heiðra minn- ingu hans með laginu Til Kidda. Andleg vakning á Skólavörðustíg Barátta Kalla við fíknina hélt áfram en í kringum um 18 ára aldurinn flutti hann til Vopnafjarðar og byrjaði á sjó. Þá var hann á togara. Bjó Kalli meira og minna á Vopna- firði næstu fjögur árin. „Ég sá eftir að hafa ekki lokið námi og ég var týndur og vissi ekki hvað ég vildi. Flóttaleiðin var áfengi og neyslan ágerðist. Í kjölfarið var ég búinn að koma mér í vandræði og hafði feng- ið sektir vegna smábrota sem tengdust neyslunni og þurfti að sitja í sektarfangelsi í um viku á Skólavörðustíg og var einnig um tíma í Kópavogsfangelsinu.“ Þar varð Kalli fyrir andlegri vakningu. Í viðtali við DV árið 2004 rifjaði hann upp fangelsisvistina: „Mig fór allt í einu að dreyma, og milli svefns og vöku sá ég sjálf- an mig sem barn, þar sem spurt var: Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Og ég sá ömmu þar sem hún var að kenna mér um allt hið góða í lífinu og ég sá Öllu fyrir mér. Það breyttist allur minn hugsunargangur í einu vettvangi og ég fann það svo sterkt að líf mitt eins og það var á þessum tíma- punkti var ekki það sem ég lagði upp með, það var ekki í samræmi við það veganesti sem mér var gefið af góðu fólki. Ég vil meina að þarna hafi einhvers konar æðri máttur verið að verki, þótt ég sé efasemdarmaður í trúmálum. Þetta var eins og faðir hefði tek- ið son sinn, hent honum í sætið og skipað honum að hlusta. Ég vakn- aði upp, leit til baka og hugsaði: Er ég bara búinn að vera sofandi í öll þessi ár? Ég lokaði á allt þetta lífsmunstur sem ég var búinn að vera í og fetaði veginn alveg gjör- samlega upp á nýtt. Fljótlega fann ég gamalkunna, hlýja tilfinn- ingu heima með konunni minni og dóttur hennar, þessa öryggis- tilfinningu sem ég hafði alltaf sem barn heima hjá ömmu og það var meiriháttar.“ Eignast barn Kalli var um 23 ára þegar hann tók ákvörðun um að fara í meðferð. Í eftirmeðferð á Staðarfelli kynnt- ist hann barnsmóður sinni Öllu. Þau fluttu til Grinda- víkur og árið 2001 eignuð- ust þau son sem fékk nafnið Maríus Máni. Þremur árum síðar átti Kalli eftir að verða þjóðþekktur. Á þeim tíma gekk Kalla allt í haginn. Hann var í góðri vinnu, há- seti á frystitogara, í góðu hús- næði og lífið lék við hann. Vinnufélagar hans skráðu hann að honum forspurðum í Idol-stjörnuleit. Það má því segja að þeir hafi haft gríðarleg áhrif á líf hans. Kalli sló strax í gegn í fyrsta þætti þar sem dómararn- ir héldu ekki vatni yfir hæfileikum hans. Meðan á keppninni stóð var Kalli í landi og því litlar tekjur fyrir fimm manna fjölskyldu. „Síðustu tvær vikurnar fyrir úr- slitakvöldið þá rétt skrimti maður. Ég þurfti nánast að raka saman öllu klinki sem til var svo hægt væri að kaupa mjólk í grautinn. Á tímabili þurfi ég að láta skrifa hjá mér mjólkina í kaupfélaginu.“ Kalli var heimsfrægur á Íslandi eftir keppnina. Alls staðar gjóaði fólk á hann augum, vildi mynd- ir eða áritanir. Lífið var breytt. Hann var stjarna. Og fyrirmynd. Kalli gagnrýnir helst skipulagið og þrátt fyrir að hafa unnið keppn- ina vissi hann ekki hvert hann væri að stefna sem listamaður. Nú átti hann að keppa við þá stóru á markaðnum. Við tók hver við- burðurinn á fætur öðrum og oft var Kalli yfirbókaður. Átti hann að syngja jafnvel á átta stöðum sama daginn. „Á endanum leitaði ég í kókaín til að komast í gegnum daginn og til að geta haldið áfram. Ég var orðinn úrvinda eftir keppnina og álagið jókst bara eftir hana. Ég hélt að þetta væri lausnin en auðvitað hafði ég rangt fyrir mér.“ Kalli gaf út plötu sem fékk blendnar viðtökur. Neyslan jókst og eftir því sem tíminn leið heyrð- ist æ minna í Kalla. Í mars 2005 eignaðist hann svo sitt þriðja barn. Tveimur árum síðar slitnaði upp úr sambandi Kalla og Öllu. Skuld- aði Kalli þá á aðra milljón króna vegna neyslu og af ótta samþykkti hann að flytja fíkniefni til landsins. Kalli rifjaði upp þessa örlagaríku ferð í Burðardýrum þar sem hann greindi frá því að hann hefði stað- ið í þeirri trú að um væri að ræða 700 grömm af kókaíni. Þegar Kalli var stoppaður í tollinum í Keflavík reyndist magnið vera tvö kíló. Kalli greindi einnig frá því að þegar hann var á leiðinni á Litla- Hraun í lögreglubílnum hefði aug- lýsing hljómað í útvarpinu. Kalli lýsir augnablikinu á þennan hátt. „Ég sat aftur í, í handjárnum og fótajárnum. Allt í einu heyrist út- varpsauglýsing, svakalega hress rödd og það var verið að auglýsa Sjóarann síkáta. „Ekki missa af stemningunni á Sjóaranum síkáta um helgina, Kalli Bjarni og Magni á Móti sól mæta og halda uppi stuðinu!““ Lögreglumaðurinn leit á Kalla, glotti og spurði: „Á ekki að mæta?“ Missti bróður og föður á sama árinu Kalli sat í þrjá mánuði í gæslu- varðhaldi. Þegar dyrnar lokuðust fann hann aðeins fyrir létti. Hann sá fram á að losna undan fíkninni og þurfa ekki lengur að lifa í blekk- ingu og feluleik. Kalli var ákveðinn í að nýta þessa reynslu á jákvæðan hátt og vinna í sjálfum sér. Hann var vel liðinn af fangavörðum og byrjaði að skrifa sögur til að geta sagt börnum sínum. Ítrekað var fjallað um málið í fjölmiðlum en móðir hans sagði í viðtali við Stöð 2: „Hann hlýtur að hafa verið burðardýr fyrir aðra því ég vissi alls ekki til þess að hann væri í dópinu. Ég hefði átt að taka eftir því eftir öll þessi ár sem við höfum búið saman.“ Þá sagði mamma hans í öðru viðtali: „Enginn í fjölskyldunni okkar væri á lífi í dag ef hann hefði sagt frá þeim sem stóðu að smyglinu. Þessi heimur er svo harður að það kom aldrei til greina að segja til þeirra manna sem stóðu á bak við þetta.“ Kalli var dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna smyglsins og ákvað að una dómi Héraðsdóms Reykjaness. Hann hóf afplán- un þann 1. maí 2008. Afplánunin hófst í Hegningarhúsinu en hann var fljótlega fluttur á Kvíabryggju. Kalla leið vel á Kvíabryggju sem er á hans heimaslóðum í Grundar- firði. Þar vann Kalli við beitningar. „Ég fékk kannski sjö þúsund kall í laun á viku en þetta voru pen- ingar sem ég vann inn með blóði, svita og tárum. Ég lærði gildin upp á nýtt og fór í ítarlega sjálfskoðun í sveitinni. Meðan á vistinni stóð dó faðir hans. Var það mikill missir. Ári síðar dó bróðir hans. Þeir sviptu sig báðir lífi. Sársaukinn var gríðarlegur en Kalli var afar náinn þeim báðum. Fangelsisyfirvöld gáfu Kalla leyfi sumarið 2009 til að dvelja á Vernd síðustu þrjá mánuðina en Vernd er opið úrræði. Þar stofnaði Kalli hljómsveit ásamt bróður sín- um. Eftir dvölina tók við tími í að vinna inn traust fjölskyldunnar og vina á ný. Brást heilli þjóð Síðustu ár hefur Kalli stundað sjó- inn grimmt og reynt að halda sér réttum megin við strikið. Þegar blaðamaður DV heyrði í Kalla var hann á leið í land með „Ég fékk til mín heilladísina sem ég er ekkert smá ástfanginn af og ham- ingjusamur með. Hún er búin að vera að hjálpa mér og benda mér á þá kosti sem ég bý yfir. „Ég sat aftur í, í handjárnum og fótajárnum. Allt í einu heyrist útvarpsauglýsing, svakalega hress rödd og það var verið að auglýsa Sjóarann síkáta. „Ekki missa af stemningunni á Sjóaranum síkáta um helgina, Kalli Bjarni og Magni á Móti sól mæta og halda uppi stuðinu!“ Von á barni Kalli Bjarni og Anna bíða spennt eftir syninum. Hamingja Liturinn í kökunni var blár. Drengur á leið í heiminn í júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.