Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 45
sport 452. mars 2018
P
eningar stjórna nú orðið
íþróttum og hvergi meira
en í fótboltanum þar sem
rosalegar upphæðir eru í
boði. Í Kína eru ótrúlegar fjárhæð-
ir í boði fyrir leikmenn sem þang-
að koma og til að reyna að stoppa
þessa þróun voru settar reglur
um fjölda erlendra leikmanna hjá
hverju liði.
Hvert lið í úrvalsdeildinni í
Kína má aðeins hafa fimm er-
lenda leikmenn á launaskrá sinni,
þetta er gert til að reyna að bæta
fótboltann í Kína og leikmenn
þaðan, tryggja að þeir fái að spila.
Hvert lið má svo aðeins vera með
fjóra erlenda leikmenn á vellinum
á hverjum tíma. Lið í Kína reyna
því oft að losa sig við erlenda leik-
menn sem eru meiddir eða hafa
ekki staðið undir væntingum og
fara ýmsar leiðir til þess.
Það vakti nefnilega talsverða
athygli þegar FH fékk Edigeison
Almeida Gomes varnarmann frá
Gíneu-Bissá lánaðan frá Henan
Jianye í Kína í vikunni. Gomes er
meiddur og þar að auki líklega
alltof góður til að spila á Íslandi,
Gomes lék í Danmörku og lék með
landsliði Dana á Ólympíuleikun-
um árið 2016. Danskir fjölmiðlar
áttuðu sig ekki á því hvað Gomes
væri að gera á Íslandi, hann væri
allt of góður leikmaður fyrir Pepsi-
deildina.
Henan Jianye var með fimm er-
lenda leikmenn þegar Gomes var
í herbúðum félagsins og ekki útlit
fyrir að hann spilaði á næstunni,
félagið vildi því koma honum burt
um tíma til að ná inn öðrum er-
lendum leikmanni áður en félaga-
skiptaglugginn í Kína lokaði á
fimmtudag, það gekk eftir. Gomes
var lánaður til FH og inn kom Cala
frá Getafe.
Ekki er öruggt að Gomes komi
til Íslands en hann mun vera í
endurhæfingu í Kína. Ef hann
kemur ekki til með að spila neitt
fyrir FH getur félagið átt von á
greiðslu frá Henan Jianye.
„Hann er meiddur og allir
sem eru meiddir vonast til þess
að verða heilir, við gerum þetta
þannig að ef hann lagast ekki þá
er þetta okkur að kostnaðarlausu.
Þeir stjórna endurhæfingunni,
þeir hafa fleiri og betri sjúkraþjálf-
ara en við hérna. Það er enginn
kostnaður á okkur, það gæti far-
ið svo ef hann spilar lítið eða ekk-
ert þá fengjum við greiðslu en
það myndi þá snúast við ef hann
spilar mikið að þá yrðum við að
greiða eitthvað. Þessi greiðsla
sem við gætum fengið er í raun
þá fyrirhafnargjald ef hann spil-
ar ekki, það eru ekki neinar upp-
hæðir. Þetta kom upp í gegnum
umboðsmann í Danmörku,“ sagði
Jón Rúnar Halldórsson, formaður
knattspyrnudeildar FH, um mál-
ið.
Tveir starfsmenn liða í Pepsi-
deild karla sem DV ræddi við
sögðu að tilboð sem þessi kæmu
sífellt oftar frá Asíu. Þannig væri
liðum oft boðnar 2–3 milljónir
fyrir það eitt að taka við leikmanni
frá Kína sem liðin þurfa að losa sig
við, hvort sem það er tímabundið
eða til frambúðar. Leikmaðurinn
sjálfur kæmi aldrei til Íslands en
félagið hefði gróða af þessu.
Framkvæmdastjóri eins liðs
í deildinni, sem vildi ekki koma
fram undir nafni, sagði þetta ekki
ólöglegt. „Við höfum fengið nokk-
ur svona tilboð, þetta hljómar vel
og þetta er ekki ólöglegt en svo er
annað mál hvort þetta geti talist
siðlaust. Við ákváðum að taka ekki
þátt í þessu, liðin í Asíu eru undir
hörðum reglum en eiga gríðarlega
fjármuni. Þau geta því nýtt sér lið
í minni deildum þegar þau þurfa
að komast fram hjá reglunum í
sínu landi er varðar erlenda leik-
menn.“ n
Gætu fengið greitt frá Kína ef
leikmaðurinn spilar ekkert
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
Gríðarlegar fjárhæðir og hert lög í Asíu hafa búið til möguleika fyrir minni lið að hagnast
Edigeison Almeida Gomes
Í leik með danska landsliðinu á
Ólympíuleikunum árið 2016.
„Greiðslan sem við
gætum fengið er
þá fyrirhafnargjald ef
hann spilar ekki.
Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum. Einnig
sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi
efni svo ekki falli á silfur og silfurplett. Við eigum líka
fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa.
Sjálflímandi hnífaparaskorður
Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is
Sendum í póSt-
kröfu