Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 8
8 2. mars 2018fréttir
K
nattspyrnumaðurinn Gylfi
Þór Sigurðsson hefur gert
það gott á knattspyrnuvell
inum undanfarin ár og er
óhætt að fullyrða að hann sé eftir
lætisíþróttamaður þjóðarinnar.
Hann er líka launahæsti íslenski
íþróttamaður sögunnar. Árslaun
hans hjá enska knattspyrnuliðinu
Everton eru tæplega 700 milljónir
króna og þá eru auglýsingatekjur
ótaldar.
Þrátt fyrir himinháar launa
greiðslur berast reglulega tíð
indi af afreksíþróttamönnum sem
glutra auðæfum sínum niður. Gylfi
Þór ætlar augljóslega ekki að lenda
í þeirri gryfju og hefur freistað
þess að fjárfesta skynsamlega með
hjálp fjölskyldu sinnar. Fjallað hef
ur verið um fjárfestingar Gylfa
Þórs í sjávarútvegi en minna um
fjárfestingar hans í fasteignum.
Í gegnum félagið Stellar ehf.
á Gylfi Þór tug glæsilegra íbúða
á höfuðborgarsvæðinu. Þrjár í
Kópavogi, þrjár í Hafnarfirði, þrjár
í Garðabæ og eina í Vestur
bæ Reykjavíkur. Félag Gylfa
Þórs, sem bróðir hans Ólafur
Már er framkvæmdastjóri yfir,
fjárfesti í fasteignunum á ár
unum 2013 til 2015. Heildar
kaupverð eignanna var tæp
lega 450 milljónir króna og
eru þær nánast allar í útleigu,
nema ein sem Gylfi Þór hefur
afnot af þegar hann dvelur á Ís
landi. Miðað við verðhækkun
á fasteignamarkaði er óhætt að
fullyrða að um góða fjárfestingu
hafi verið að ræða. n
Íbúðir í eigu
Gylfa Sig
n Knattspyrnuhetjan hefur fjárfest fyrir 450
milljónir króna í íbúðum á höfuðborgarsvæðinu
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Granaskjól 74 Raðhús sem er 184 fermetrar að stærð. Kaupdagur 13. október 2015. Kaupverð 68,5 milljónir króna.
Línakur 1 Íbúð á 3. hæð sem er 122,9 fermetrar að stærð. Kaupdagur 15. september
2015. Kaupverð 42 milljónir króna.
Álfkonuhvarf 49 103,2 fermetra íbúð á 2. hæð. Kaupdagur 10. apríl
2015. Kaupverð 34,25 milljónir króna.