Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Side 8
8 2. mars 2018fréttir K nattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur gert það gott á knattspyrnuvell­ inum undanfarin ár og er óhætt að fullyrða að hann sé eftir­ lætisíþróttamaður þjóðarinnar. Hann er líka launahæsti íslenski íþróttamaður sögunnar. Árslaun hans hjá enska knattspyrnuliðinu Everton eru tæplega 700 milljónir króna og þá eru auglýsingatekjur ótaldar. Þrátt fyrir himinháar launa­ greiðslur berast reglulega tíð­ indi af afreksíþróttamönnum sem glutra auðæfum sínum niður. Gylfi Þór ætlar augljóslega ekki að lenda í þeirri gryfju og hefur freistað þess að fjárfesta skynsamlega með hjálp fjölskyldu sinnar. Fjallað hef­ ur verið um fjárfestingar Gylfa Þórs í sjávarútvegi en minna um fjárfestingar hans í fasteignum. Í gegnum félagið Stellar ehf. á Gylfi Þór tug glæsilegra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Þrjár í Kópavogi, þrjár í Hafnarfirði, þrjár í Garðabæ og eina í Vestur­ bæ Reykjavíkur. Félag Gylfa Þórs, sem bróðir hans Ólafur Már er framkvæmdastjóri yfir, fjárfesti í fasteignunum á ár­ unum 2013 til 2015. Heildar­ kaupverð eignanna var tæp­ lega 450 milljónir króna og eru þær nánast allar í útleigu, nema ein sem Gylfi Þór hefur afnot af þegar hann dvelur á Ís­ landi. Miðað við verðhækkun á fasteignamarkaði er óhætt að fullyrða að um góða fjárfestingu hafi verið að ræða. n Íbúðir í eigu Gylfa Sig n Knattspyrnuhetjan hefur fjárfest fyrir 450 milljónir króna í íbúðum á höfuðborgarsvæðinu Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Granaskjól 74 Raðhús sem er 184 fermetrar að stærð. Kaupdagur 13. október 2015. Kaupverð 68,5 milljónir króna. Línakur 1 Íbúð á 3. hæð sem er 122,9 fermetrar að stærð. Kaupdagur 15. september 2015. Kaupverð 42 milljónir króna. Álfkonuhvarf 49 103,2 fermetra íbúð á 2. hæð. Kaupdagur 10. apríl 2015. Kaupverð 34,25 milljónir króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.