Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 41
fólk - viðtal 4306. april 2018
um en upprunalega stóð til. En
þjóðþekktir menn töluðu mjög
harkalega um mig sem um-
hverfisníðing, jafnvel úr pontu
Alþingis.“
febrúar árið 2007 voru haldn-
ir styrktartónleikar Varmár-
samtakanna í Héðinshúsinu í
Reykjavík. Hljómsveitin Sigur
Rós kom þar fram og lýsti óbeint
með því yfir stuðningi við sam-
tökin vegna þess að upptökuver
þeirra, Sundlaugin, er staðsett í
Álafosskvosinni.
„Því var haldið fram að hljóð-
verinu yrði lokað ef þessi veg-
ur kæmi. En vegurinn kom og
hljóðverið stendur enn. Þetta var
mjög skrýtin umræða og ég vissi
alltaf að það væri engin ástæða til
að loka hljóðverinu, sem dæmi
nefni ég að eitt frægasta hljóð-
ver heims, Abbey Road, stend-
ur við breiðgötu. Ég mátti mín
hins vegar svo lítið í þessari um-
ræðu þegar þjóðþekktar persón-
ur komu með upphrópanir eins
og „umhverfisníðingur, „valtaði
yfir Sigur Rós“ og „fjandi menn-
ingarlífs Mosfellsbæjar“.
Fékk þetta ekki á þig í ljósi þess
að menningarmál eru þér svo
hugleikin?
„Jú. Það var miklu meira en að
segja það fyrir mann sem var
að stíga sín fyrstu skref í stjórn-
málum að verða fyrir þessu strax
á fyrstu metrunum í pólitík-
inni. Össur Skarphéðinsson og
Guðmundur Steingrímsson töl-
uðu harkalega gegn mér og Jón
Baldvin Hannibalsson sagði að
ég fæli mig bak við gluggatjöldin
þegar fyrsta skóflustungan að
veginum var tekin. Auðvitað fékk
þetta á mig. Það bjó enginn nær
þessari umræddu götu en ég og
mín fjölskylda. Flestir af þeim
sem töluðu hvað hæst vissu ekk-
ert um hvað málið snerist. Einn
samflokksmaður minn utan af
landi sem gagnrýndi mig vissi
ekki einu sinni hvar vegurinn
var.“
„Þessi atlaga gegn mér fór
úr böndunum og allir sáu hvað
þetta var ljótt“
Beindist að heimilinu
Átökin beindust ekki einungis
að Karli sjálfum sem stjórnmála-
manni heldur einnig fjölskyldu
hans og heimili. Ótal persónu-
legir og rætnir tölvupóstar voru
sendir og hávær og orðljót sím-
töl bárust í heimasímann. Í eitt
skipti mátti sonur hans heyra
ókvæðisorð frá manneskju sem
taldi sig vera að tala við Karl.
„Það var bankað upp á hjá mér
á heimili mínu og þar stóð fólk
sem ég þekkti ekki neitt og sagði
eitthvað misgáfulegt þegar ég
kom til dyra. Forsvarsmaður
hópsins benti á mig og sagði að
þetta væri maðurinn sem bæri
ábyrgð á veginum.“
Hugsaðir þú um að hætta?
„Já, ég gerði það, Ragnheið-
ur Ríkharðsdóttir sá strax að
hlutirnir voru ekki í lagi enda
þekkir hún mig vel og reyndist
sem klettur. Hún ráðlagði mér að
tala við Jóhann Inga Gunnarsson
sálfræðing. Hann gæti snúið öllu
á betri veg. Hann hvatti mig til að
gefast ekki upp og taka slaginn.
Ég ætti ekki eftir að sjá eftir því og
ég ætti ekki að hverfa úr stjórn-
málum á þennan hátt. Þetta, auk
hvatningar frá samflokksmönn-
um mínum og samstarfsmönn-
um, olli því að ég ákvað að gefa
áfram kost á mér.“
Í kosningunum árið 2010
unnu Vinstri græn varnarsig-
ur í Mosfellsbæ og héldu bæði
fylginu og bæjarfulltrúanum.
Sjálfstæðismenn unnu sig-
ur og hreinan meirihluta en
buðu Karli að halda samstarfinu
áfram. Árið 2014 var það sama
uppi á teningnum og aftur var
Vinstri grænum boðið til sam-
starfs en þá hafði Karl ákveðið að
hætta í stjórnmálum og nýr odd-
viti, Bjarki Bjarnason, tók sætið.
„Þetta sagði meira en mörg
orð um það traust sem ríkti á
milli okkar og var mín mesta
hvatning á pólitíska ferlin-
um. Það rættist úr orðum Jó-
hanns Inga og ég sá ekki eftir að
hafa haldið áfram. Seinna kjör-
tímabilið var allt annað, Var-
mársamtökin flosnuðu upp og
nutu ekki trausts í bæjarfélaginu
sem umhverfissamtök, held-
ur eitthvað allt annað. Þessi at-
laga gegn mér fór úr böndunum
og allir sáu hvað þetta var ljótt.
Mosfellingar vita það í dag að
þetta var eina leiðin til að leggja
veg upp í þetta hverfi.“
Gjaldþrota eftir hrunið
Annað persónulegt áfall dundi
yfir eftir bankahrunið 2008. Hús-
ið sem sem fjölskyldan gerði
upp í Álafosskvos kostaði sitt
og endurbæturnar sömuleiðis.
Þetta var draumaheimilið en eft-
ir að deilan um veginn kom upp
var líðan fjölskyldunnar orðin
slæm á svæðinu.
„Við gerðum þá hrapalleg
mistök, að ákveða að selja þetta
hús og flytja í annað hverfi. Okk-
ur var tjáð að húsið myndi selj-
ast um leið og keyptum okkur
því annað hús áður en við vorum
búin að selja. Svo kom hrunið
beint í bakið á okkur og mark-
aðurinn fraus. Auk þess höfðum
við tekið erlent lán sem tvö- eða
þrefaldaðist á skömmum tíma.“
Karl og kona hans Líney
misstu tökin á ástandinu og á
endanum fór búið í þrot. Vegna
sveitarstjórnarreglna þurfti Karl
að taka sér árs leyfi frá sveitar-
stjórn meðan á þessu stóð.
Ég ákvað strax að leggja öll
spilin á borðið. Við vorum ekki
að braska neitt og höfðum ekki
gert neitt ólöglegt. Við gátum
ekki séð þetta fyrir. Ólíkt því sem
gekk á undan þá datt engum
pólitískum andstæðingum í hug
að nota þetta sem spil og ég virði
það við þá.“
Karl segir það agalegt að
missa allt sitt og að sá hópur
sem hann tilheyrir hafi gleymst.
„Það er mikið talað um húsnæð-
isvanda unga fólksins og skiljan-
lega. En það eru þúsundir mið-
aldra og eldra fólks sem misstu
allt í hruninu og sjá ekki fram á
neitt nema fátækt í ellinni. Það
fær enga fyrirgreiðslu neins stað-
ar og á enga möguleika. Blásak-
laust fólk sem átti enga sök á
hvernig fór.“
Katrín mun slípa gogg fálkans
Karl telur að vinnubrögð
meirihlutans hafði höfðað til
fólks í Mosfellsbæ. „Í könnunum
um ánægju íbúa er Mosfellsbær
að skora mjög hátt, ár eftir ár.
Þetta snýst um fólk og samstarf
og það er gamaldags viðhorf að
ólíkir flokkar geti ekki unnið að
góðum málum. Enda sjáum við
hvað er að gerast í stjórn lands-
ins. Það er Mosó-módelið.“
Hann er meðal þeirra sem
beittu sér fyrir samstarfi Vinstri
grænna og Sjálfstæðisflokks á
landsvísu sem raungerðist síð-
astliðið haust. „Í einni grein-
inni sem ég skrifaði sagðist ég
hafa slípað gogginn á fálkanum í
Mosó og það sjá allir að Katrín er
að gera það sama núna.“
Hann viðurkennir að áhætt-
an af samstarfinu sé öll vinstra
megin en furðar sig jafnframt á
viðbrögðum margra flokkssystk-
ina á samstarfinu. Katrín verði
að fá frið og tíma til að láta þetta
ganga.
Er ekki hætta á að stjórn svo
ólíkra flokka verði aðgerðalítil?
„Jú, en ég tel að Vinstri græn njóti
góðs að því aðgerðaleysi. Að það
verði síður farið í aðgerðir á
borð við stóra einkavæðingu eða
stórvirkjanir. Sjálfstæðismenn
vildu til dæmis stofna einkarek-
inn grunnskóla í Mosfellsbæ. Sá
skóli væri nú til ef ég hefði ekki
verið í meirihlutanum.“
Datt þér í hug að fara í lands-
málin?
„Nei, aldrei. Ég hefði sjálfsagt
haft sterka stöðu í ljósi þess
að vera sá fyrsti undir merkj-
um Vinstri grænna til að sitja í
meirihluta sveitarstjórnar. En
þessir erfiðleikar í upphafi höfðu
áhrif á mig og ég var búinn að fá
nóg.“
Meirapróf og sólóplötur
„Ég hef alltaf þjáðst af bíladellu
og þess vegna datt mér í hug að
ná mér í meiraprófið. Í tvö ár
keyrði ég með túrista um landið
en nú keyri ég flutningabíl fyr-
ir Matfugl. Þetta er vinna sem
hentar mér mjög vel. Ég er búinn
í vinnunni þegar ég stimpla mig
út og það er mjög nýtt fyrir mér.“
Lífið virðist leika við Karl í dag
og hann hefur meiri tíma til að
einbeita sér að tónlistinni. Eft-
ir að Gildran hætti varð hann
eirðarlaus og í volæði en þá fyr-
irskipaði Líney honum að halda
áfram og keypti upptökugræjur.
Árið 2015 gaf Karl út sína
fyrstu sólóplötu, Örlagagaldur,
sem fékk mjög góða dóma og
gekk vel. Nú vinnur hann að gerð
annarrar plötu sem mun koma
út í haust og verður nokkurs kon-
ar systurplata Örlagagaldurs.n
„Þegar þetta ferli hófst upplifði ég mína
verstu vanlíðan því þá gerði ég mér grein
fyrir að eitthvað mjög alvarlegt væri í
gangi“