Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 65
6. apríl 2018 67
vinnuveitanda upp á 7.500 geta
sparast talsverðar fjárhæðir yfir
árið,“ útskýrir Guðmundur en gera
má ráð fyrir að um. 1.500 krón-
ur verði þá afgangs af styrknum í
hverjum mánuði, eða 18.000 á ári.
Það er vel hægt að kaupa flugmiða
fyrir þá peninga. Nú eða nýjan lúx-
us reiðhjólahjálm?
(Vextirnir af greiðslu-
dreifingunni lækka alltaf með
hverjum mánuðinum, en það
er fínt að áætla að kostnaðurinn
sé um 6.000 krónur á mánuði í
greiðsludreifingu).
Hvað með aðra valkosti?
Fyrir fólk sem getur ekki hugs-
að sér að setjast upp í strætisvagn
er hægt að velja margar um aðrar
leiðir til að komast á milli staða,
fyrir utan hið augljósa, – að ganga.
Reiðhjól: Reiðhjól fást bæði
notuð og ný á breiðu verðbili
en meðalverð fyrir nýtt götu-
reiðhjól er í kringum 80.000 krón-
ur á meðan nýtt rafmagnshjól
kostar í kringum 400.000 krónur.
Viðhaldskostnaður á götuhjólum
fer yfirleitt ekki yfir 5.000 krónur
á ári.
Leigubíll: Gömlu góðu leigu-
bílarnir eru svo að sjálfsögðu aug-
ljós valkostur í hvers konar skutl.
Meðal biðtími eftir leigubíl er 3 til
10 mínútur og verðið fer eftir því
hvert ferðinni er heitið og hvort
farið er um kvöld og helgar eða á
virkum degi. Færri vita að hægt er
að taka leigubíl í klukkutíma í senn
í hvers konar snatt og kostar þá
fjögurra manna bíll 9.000 krónur.
Bílaleigubíll: Flestar bílaleig-
ur landsins bjóða upp á hagstætt
verð á langtímaleigu (mánuð eða
lengur), – þá sérstaklega yfir vet-
urinn þegar minna er um erlenda
ferðamenn. Inni í verðinu eru all-
ar tryggingar, viðhaldskostnaður
og þess háttar en sjálfsábyrgðin er
yfirleitt í kringum 100.000 krónur.
Rekstrarleiga: Þá er einnig
hægt að fá bíla á rekstrarleigu hjá
flestum bílaumboðunum en leig-
utímabilið er oftast einn, þrír,
sex, níu eða tólf mánuðir og verð-
ur í sumum tilfelllum ódýrara eft-
ir því sem bíllinn er tekinn lengur
á leigu. Tryggingar og viðhalds-
kostnaður er á ábyrgð rekstrarleig-
unnar.
Zip Car: Leigðu bíl í klukku-
tíma
Í september hóf fyrirtækið Zip
Car starfsemi sína á höfuðborgar-
svæðinu en Zip Car er eins konar
klúbbur í kringum bíla sem leigð-
ir eru í nokkra klukkutíma í senn,
oftast einn til tvo en hámark sól-
arhring. Zip Car-bílum er lagt á
nokkrum stöðum í miðborginni
og bíl skal skilað á sama stað og
hann var upphaflega sóttur.
Vilji fólk prófa þetta fyrirkomu-
lag er fyrsta skrefið að sækja um
aðild í gegnum heimasíðuna eða
appið hjá Zip Car og borga svo
meðlimagjald á bilinu 500–2.500
krónur á mánuði, allt eftir því
hve langur skuldbindingartími er
valinn og hversu lengi og mikið
fólk telur sig þurfa að nota bílana.
Hámarks notkun er þó alltaf sólar-
hringur í senn en algengast er að
fólk noti bílana um það bil þrisvar
sinnum í mánuði í tvo klukkutíma
í senn en við það er miðað í töfl-
unni hér að neðan.
Algengast er að fólk velji leið
sem kallast Zip Car Smart en þá
fæst ókeypis klukkutími í hverjum
mánuði gegn meðlimagjaldi upp á
1.500 krónur. Með þessu má segja
að meðlimagjaldið núllist út þar
sem leiga fyrir meðalstóran bíl á
klukkutíma er einmitt 1.500 krón-
ur. Ef miðað er við ofangreinda
notkun, tvo tíma í senn, þrisvar
í mánuði, má reikna með að út-
gjöldin séu í kringum 9.000 krónur
mánaðarlega. Bensínverð er inni-
falið og hámarks akstur á klukku-
tíma er 55 kílómetrar. Ef óhapp
skyldi eiga sér stað er sjálfsábyrgð-
in 100.000 krónur, svipuð og hjá
flestum rekstar- og bílaleigum.
skutlararnir á Facebook:
Ólöglega leiðin
Töluvert hefur verið fjallað um
skutlaragrúppuna á Facebook
í fjölmiðlum. Þó flestir nýti sér
„harkið“, eins og það hefur löng-
um verið kallað, á kvöldin og um
helgar er fjöldi fólks á rúntinum
yfir daginn líka.
Blaðamaður DV prófaði að
þiggja far hjá einum skutlaran-
um í vikunnni en þar sem ómögu-
legt reyndist að fá hana til að tjá
sig undir nafni skulum við kalla
hana Ölmu. Alma flautaði fyr-
ir utan hjá honum rétt rúmlega 9
um morguninn og umsamið verð
í einkaskilaboðum var 1.000 krón-
ur.
„Við maðurinn minn búum
rétt fyrir utan borgina. Ég byrja
daginn á að keyra hann í vinnuna
snemma á morgnana, sinni svo er-
indum og skutlast á meðan hann
er í vinnunni. Svo sæki ég hann
og við rúllum aftur heim,“ útskýr-
ir Alma sem er búin að kynnast
þessari jaðarmenningu nokkuð
vel.
Til dæmis segir hún að mesta
fjörið fari fram á nóttunni um
helgar, þegar bíleigendur eru
ekki í ástandi til að keyra eigin
bíla. Svo vilji konur helst þiggja
far með öðrum konum og að það
kosti alltaf minnst þúsund krónur
aukalega að fara í Mosfellsbæ því
þangað vilji enginn fara (hennar
orð, ekki blaðamanns). Hún seg-
ir verðið misjafnt hjá skutlurum,
sumir rukki mikið, því skutlið sé
hreinlega atvinnan þeirra, meðan
aðrir noti skutlið til að niðurgreiða
bensínkostnað því þeir séu hvort
eð er á rúntinum.
„Sumir selja reyndar landa og
eru þar af leiðandi alltaf á rúntin-
um á nóttunni um helgar,“ seg-
ir Alma en réttast er að benda
lesendum á að bæði harkið og
landasala eru refsivert athæfi svo
velji nú hver fyrir sig, – á eigin
áhættu og ábyrgð.
matarinnkaupin á netinu
Á vefsíðunni (og appinu) aha.is
er bæði hægt að kaupa í matinn
og fá heimsenda tilbúna rétti frá
ótal veitingastöðum í borginni.
Bæði heilsufæðu og skyndi-
bita. Ef þú vilt kaupa í matinn þá
bjóða bæði Iceland og Nettó upp á
heimsendingu en heimsendingin
kostar 1.490 krónur. Vöruverð er
það sama og í verslunum og fram-
boðið svipað. Þá hafa margir látið
vel af þjónustunni hjá Eldum rétt
sem bjóða einnig upp á að hráefni í
fyrirfram ákveðnar uppskriftir séu
send heim að dyrum. Greinarhöf-
undar hafa prófað hvoru tveggja
og láta vel af. Flestar verslanir á
höfuðborgarsvæðinu, t.d. Ikea,
BYKO, Rúmfatalagerinn o.fl. bjóða
einnig upp á heimsendingu gegn
gjaldi.
Upplýsingar frá skattinum um
samgöngustyrki:
https://www.rsk.is/einstak-
lingar/tekjur-og-fradrattur/styrk-
ir/.
Frekari upplýsingar um rekstrar-
kostnað á einkabíl:
https://www.fib.is
„Ef ferðin tekur
15 mínútur
með fólksbíl þá máttu
reikna með að sama
ferð taki um það bil 30
mínútur með strætó
eða reiðhjóli.
„Bæði Iceland
og Nettó bjóða
upp á heimsendingu í
gegnum www.aha.is en
sendingin kostar 1.490
krónur innan höfuð-
borgarsvæðisins.
Í eftirfarandi samantekt er miðað við meðaltölur frá bílaleigum, rekstrarleigum og öðrum valkostum. Tryggingar, rekstrar- og
viðhaldskostnaður er innifalinn í verði frá bíla- og rekstrarleigum og bensínkostnaðurinn er innifalinn í Zip Car, Strætó og
einkabíl.
Zip Car-bílum er lagt á nokkrum stöðum í
miðborginni og bíl skal skilað á sama stað og
hann var upphaflega sóttur.