Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 31
fólk - viðtal 3306. april 2018 vinsældum og til dæmis Síðan skein sól og Sálin hans Jóns míns en við áttum mjög traustan aðdá- endahóp. Gildran var hljómsveit Mosfellsbæjar næstum öll þessi ár.“ Reynduð þið að „meika það“ erlendis? „Já. Við tókum upp tvö lög á ensku í Bretlandi árið 1985 og fengum samning við útgáfufyrirtæki þar í landi. Síðan fengum við senda vínylplötu með lögunum en þá gufaði þetta fyrirtæki upp og við heyrðum aldrei meira frá þeim. En vegna samningsins komumst við í fyrsta skipti á forsíðu DV.“ Gildran hætti árið 2012 eftir að tveir meðlimir sveitarinnar sneru sér að öðrum verkefnum. Karl segir það hafa verið mjög erfitt tímabil fyrir hann. „Ég hafði það hlutverk að vera talsmaður sveit- arinnar og hún var mér nánast allt. Mitt líf snerist að miklu leyti um þessa hljómsveit í 30 ár. Þetta hefur kannski farið meira fyr- ir brjóstið á mér en hinum strák- unum, þetta truflaði mig mikið og ég var lengi að sætta mig við það. Mér fannst hljómsveitin eiga svo mikið inni og hún naut að því sem virtist ákveðinnar virðingar.“ Í seinni tíð hafa tvær mos- fellskar hljómsveitir náð heims- frægð, Sigur Rós og Kaleo. Karl segir að hann eigi nú töluvert í Kaleo og tónlistarlegu uppeldi þeirra. Ólafur, sonur Karls, og meðlimir Kaleo eru vinir frá barn- æsku. „Á heimili okkar í Álafoss- kvosinni var fyrirtaks aðstaða til að spila tónlist og þeir voru þarna eins og gráir kettir.“ En tónlistin var aldrei aðalstarf Karls. Hann er menntaður bók- bindari og starfaði við það í sex ár. Um tíma rak hann snókerstof- una Kjuðann í Mosfellsbæ og síðar meir veitingastaðinn Ála- foss föt best. Þann stað stofnaði Karl með bróður sínum og eigin- konum þeirra í einu af gömlu og niðurníddu húsum Álafossverk- smiðjunnar sem þau gerðu upp. „Þar var bar og góð tónleikaað- staða þar sem margir listamenn komu fram í gegnum tíðina. Þetta var æðislegur tími.“ Skorinn samstundis eftir krabbameinsgreiningu Árið 2003, þegar Karl var 39 ára gamall, veiktist hann alvar- lega. Hann fór að finna fyrir verkj- um í brjóstum og pung en kippti sér ekki mikið upp við það til að byrja með þar sem þeir voru alltaf tímabundnir. Þetta gekk svona í nokkra mánuði og verkirnir fóru að ágerast, urðu verri og verri í hvert skipti sem þeir komu. Þann 2. maí fór Karl ásamt eiginkonu og syni á tónleika með bítlinum Paul McCartney í Parken í Kaup- mannahöfn og á leiðinni var hann orðinn algerlega viðþols- laus. Hann hafði miklar áhyggj- ur af því að verkirnir myndu skemma fyrir honum upplifunina en þeir rénuðu meðan á tónleik- unum stóð. „Ég gleymdi meira að segja að drekka bjórinn sem ég hafði keypt. Þegar ég kom til baka versnaði þetta og versnaði. Ég sá að þetta gekk ekki lengur og pantaði tíma hjá sérfræðilækni. Ég veit nú að ég beið allt of lengi því að ef karl- menn fá svona verki, sérstak- lega ef þeir leiða upp í brjóst, eiga þeir að láta athuga þetta strax. En mig grunaði aldrei að þetta væri krabbamein.“ Biðlistinn var langur hjá sér- fræðingnum en Karl náði að koma sér að strax eftir krókaleið- um. Hann þoldi einfaldlega ekki við lengur. Eftir skoðun sér- fræðingsins var hann sendur strax í myndatöku hjá Domus Medica og þaðan samdægurs á Landspít- alann og skorinn upp morguninn eftir þar sem eistað með illkynja krabbameinsæxlinu var fjarlægt. „Þegar þetta ferli hófst upplifði ég mína verstu vanlíðan því þá gerði ég mér grein fyrir að eitthvað mjög alvarlegt væri í gangi. Ég var orðinn mjög lasinn og komin óregla á blóðið. Sigurður Björns- son, yfirlæknir á krabbameins- deildinni, sagði mér hins vegar að hann ætlaði að lækna mig og ég á honum mikið að þakka fyr- ir hvernig hann aðstoðaði mig á allan hátt. Ég var ofsahræddur og þetta var lífshættulegt. Ég upp- lifði ekki þennan mikla ótta nema á þessum sólarhring en þá tók ég allan pakkann út og hélt að lífið væri bara búið.“ Eftir aðgerðina ræddi Sigurð- ur við Karl og eftir það samtal var Karl aldrei í neinum vafa um ann- að en að þetta myndi fara á besta veg. Í nokkur ár fór hann í reglu- bundnar skoðanir og var loks út- skrifaður árið 2008 og er mjög þakklátur því faglega starfi sem Sigurður og aðrir á krabbameins- deildinni sinntu. Breytti þetta þér að einhverju leyti? „Ég neita því ekki að eftir að mað- ur veikist svona alvarlega þá dettur maður stundum í að hugsa það versta þegar maður finnur aðeins til einhvers staðar í líkam- anum. Þetta var mikið áfall fyrir mann á besta aldri og ég er aðeins hræddari eftir.“ „Þegar þetta ferli hófst upp- lifði ég mína verstu vanlíðan því þá gerði ég mér grein fyrir að eitt- hvað mjög alvarlegt væri í gangi“ Fordæmalaust samstarf Árið 2002 stofnaði Karl bæjar- blaðið Mosfelling og ritstýrði því fyrstu þrjú árin. Skrifaði hann þá viðtöl og fréttir af því sem var að gerast í bænum. En þegar sú hug- mynd kom upp að hann myndi bjóða sig fram til bæjarstjórn- ar ákvað hann að segja skilið við blaðið vegna hagsmunaárekstra. Hann þurfti þó að hugsa sig vel um því að blaðið gekk vel. Hvað rak þig út í stjórnmálin? „Það var leitað til mín eins og menn segja,“ segir Karl kíminn. „Ég var búinn að vera áberandi í bæjarfélaginu, vegna blaðaútgáf- unnar og tónlistarinnar. Ég þekkti alla og margir þekktu mig. Faðir minn og elsti bróðir höfðu báð- ir setið í hreppsnefndinni í gamla daga og fólk vissi nokkurn veginn hvorum megin línunnar ég var í pólitíkinni.“ Karl leiddi lista Vinstri grænna í sveitarstjórnarkosningunum árið 2006 og keyrði á þeim málum sem hann brann fyrir, umhverfis- málum og menningarmálum. Flokkurinn náði manni inn með tæplega tólf prósent atkvæða og vann því óvæntan og góðan sigur. Eftir kosningarnar fundaði Karl með fulltrúum Samfylkingar- innar og Framsóknarflokksins með það að markmiði að mynda meirihluta. En þær viðræður fóru út um þúfur vegna þess að hin- ir flokkarnir gátu ekki komið sér saman um bæjarstjóraefni. Þá höfðu Sjálfstæðismenn samband við Karl og hófu viðræður um for- dæmalaust tveggja flokka sam- starf. „Ég stóð frammi fyrir þessari spurningu og tók þá ákvörðun um að slá til. Ég þekkti vel fólkið í Sjálfstæðisflokknum og var ekki í nokkrum vafa um að við gæt- um unnið saman. Enda hefur það komið á daginn og þetta er senni- lega elsta meirihlutasamstarf á landinu í dag.“ Samstarf Sjálf- stæðismanna og Vinstri grænna er nú á sínu þriðja óslitna kjör- tímabili. Karl var fulltrúi Vinstri grænna í átta ár og sat sem forseti bæjarstjórnar. Upphrópanir og einelt Hvernig gekk þetta? „Samstarfið við Sjálfstæðismenn gekk alltaf vel. En það varð allt gjörsamlega vitlaust í bænum fyrstu árin. Þetta var að vissu leyti skemmtilegur og lærdómsríkur tími en það komu upp mál sem settu mjög ljótan blett á. En sam- skipti mín við Sjálfstæðismenn og bæjarstjórana Ragnheiði Rík- harðsdóttur og Harald Sverrisson voru alltaf góð. Gagnrýnin, sem birtist meðal annars í harkaleg- um skrifum í bæjarblaðinu, var óvægin og beindist nær alfarið að mér. Aðallega frá Samfylkingar- og Framsóknarmönnum. Alls konar fólk fyllti fundarherbergi bæjarstjórnar á fyrstu fundunum sem ég stýrði, tók myndir, fliss- aði og jafnvel hló. Það fór aldrei á milli mála að leikurinn var gerður til að setja mig úr jafnvægi. Þetta var einelti og ekkert annað.“ Hvernig tóku flokkssystkini þín á landsvísu í samstarfið við Sjálf- stæðisflokkinn? „Ég fékk mjög mikinn stuðning frá þingmönnum kjördæmisins, Ögmundi Jónassyni og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, að ógleymd- um Ólafi Gunnarssyni sem var allan tímann mín hægri hönd. Hins vegar féllu þó nokkrir Vinstri grænir í þá gryfju að halda að ég væri að gera einhvern skandal þarna í Mosó, aðallega vegna umhverfissamtaka sem kölluðu sig Varmársamtökin en voru í grunninn pólitísk og forsvars- menn þeirra í minnihlutaflokk- unum.“ Árin 2006 og 2007 voru miklar deilur í Mosfellsbæ vegna lagn- ingar Helgafellsbrautar um Ála- fosskvos að íbúðahverfi og Varm- ársamtökin börðust hatrammlega gegn deiliskipulagi bæjarins. Vildu þau að svæðið við Varmá yrði skipulagt með menningu, útivist og umhverfismál í huga. „Þessi hópur var mjög fyrir- ferðarmikill í umræðunni og taldi mig hafa svikið málstað Vinstri grænna. Ég samþykkti þennan veg en með miklum breyting- um og hann var smærri í snið- Kalli Tomm, Karl Tómasson söngvari, tónlistarmaður, Gildran
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.