Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 13
fólk - viðtal 156. apríl 2018 Enginn fer óvopnaður út fyrir bæjarmörkin n Slóst við ísbjörn með berum hnefum n Strangar útivistarreglur n Hrókurinn stóð fyrir gleði á Grænlandi J an Lorentzen er heppinn að vera á lífi. Hann tókst á við konung ísbreiðunnar í tæp- lega 10 kílómetra fjarlægð frá Ittoqqortoormiit og hafði betur. Í dag gæðir hann sér á ljúffengu kjöti, kjöti af birni sem hann felldi þann 19. mars síðastliðinn, og hefur sögu að segja. „Ég hafði farið á snjósleðanum að heimili okkar. Það var farið að hvessa og ég neyddist til að ná í olíu til kyndingar í lítinn kofa sem er aðeins tuttugu metra frá hús- inu. Þegar ég kom út tók ég strax eftir að það voru nýleg ísbjarnar- för í snjónum.“ Jan skimaði í kringum sig en sá björninn hvergi. „Ég lokaði dyrunum á eftir mér og fór út. Þegar ég sneri mér við tók ég strax eftir birnin- um í nokkurra metra fjarlægð. Við horfðum djúpt í augu hvor annars. Riffillinn var inni í hús- inu.“ Nú voru góð ráð dýr. Jan gaf frá sér öskur til að reyna að hræða björninn. Glorsoltið dýr- ið haggaðist ekki og fylgdist með hverri hreyfingu Grænlendings- ins sem ákvað að reyna að hlaupa að snjósleðanum og forða sér þannig undan svöngu dýrinu. Það var um líf eða dauða að tefla. En björninn hindraði hann í að komast leiðar sinnar og réðst nú til atlögu. „Ég kýldi hann á aftanverðan hálsinn,“ segir Jan sem segir að fyrst hafi björninn hikað en svo ráðist að honum með galopinn skoltinn. Jan tók nokkur skref aftur á bak og baðaði út höndum til að reyna að gera sig breiðan og öskraði af lífs og sálar kröftum. Hann komst að snjósleðanum en tókst ekki að koma honum í gang. Björninn gerði þá aðra atlögu. Grænlendingurinn lét þá aft- ur höggin dynja á birninum sem leist ekkert á þessa bráð og virt- ist velta fyrir sér hvaða hann ætti til bragðs að taka. Jan nýtti þessar fáu sekúndur vel, kom snjósleð- anum í gang. Björninn stefndi nú á hann ógnandi sem fyrr og sýndi tennurnar. Jan gaf allt í botn og snjórinn þeyttist undan sleðan- um og yfir björninn. Þegar Jan var kominn í örugga fjarlægð frá birninum hafði hann sam- band við son sinn. Skömmu síðar felldu þeir björninn. Jan er heppinn að vera ekki alvarlega særður og vera á lífi. Eina merkið um bardaga við björninn er bólgin hönd. Komið úr kafinu.Ittoqqortoormiit, Grænlandi, 70°29´ 07´ N 21°58´ 00´ W, þriðjudaginn 3. apríl. Tugir bjarna hafa herjað á íbúa síðustu vikur og mánuði. Ísinn við Austur-Grænland er ekki svipur hjá sjón, vegna mikillar hlýnunar á norðurslóðum. Á ísbjarnarveiðum. Kátir krakkar í einum fallegasta bæ Grænlands. Joey Chan elskar Grænland. Hún var með listasmiðju Hróksins á sínum snærum. Grafreitur í Ittoqqortoormiit, afskekktasta þorpi norðurslóða, næstum þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli. „Dagur vináttu Íslands og Grænlands“ var haldinn í Ittoqqor- toormiit og þar með lauk frábærri páskahátíð Hróksins í ísbjarnar- og skákbænum miklla. Teikning ísbjarnarbanans Jans Lorentzen af svæðinu. Jan Lorentzen er heppinn að vera á lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.