Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 14
16 06. april 2018fréttir
K
jaraviðræður íslenskra
ljósmæðra og ríkisins
hafa staðið yfir í eitt og
hálft ár og enn sér ekki
fyrir endann á þeim. Á sama
tíma fer álagið á fæðingar-
deildum síst minnkandi og er
ástandið í stéttinni talið vera
grafalvarlegt. Ófáir Íslendingar
hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum
undanfarnar vikur og lýst yfir
stuðningi sínum við íslenskar
ljósmæður enda er óhætt að
fullyrða að meirihluti einstak-
linga hafi eða muni nýta þjón-
ustu þeirra einhvern tímann
á lífsleiðinni. Sömuleiðis hafa
fjölmargar ljósmæður tjáð sig
á samfélagsmiðlum og flestall-
ar frásagnirnar eru á sömu leið:
Þær elska vinnuna sína en hafa
einfaldlega ekki efni á að starfa
við fagið.
Víst er að enginn dagur er
eins í starfi ljósmóðurinnar. DV
leitaði til nokkurra íslenskra
ljósmæðra og fékk þær til að
deila eftirminnilegum sögum úr
starfinu.
„Þessi laun verða aldrei frá
mér tekin“
Ella Björg Rögnvaldsdóttir
útskrifaðist úr námi sem ljós-
móðir árið 2017 og hefur síðan
þá starfað bæði á fæðingarvakt
LSH og meðgöngu- og sængur-
legudeild LSH. Hún sagði starfi
sínu upp á dögunum.
„Að liggja inni á spítala á
meðgöngu, pínulítið týndur í
tilverunni, svona eins og stopp í
tíma á biðstofu er örugglega eitt
af því erfiðara sem maður getur
gert um ævina.
Ég man eftir einni yndislegri
konu sem ég sinnti sem var í
þeirri stöðu. Hún var kvíðin og
hrædd, stressuð vegna þess sem
var á næsta leiti og tárin flóðu í
stríðum straumum. Það var svo
gott að finna hvað stuttur tími
sem maður gat gefið sér til að
setjast niður og spjalla, ræða
áhyggjur hennar, mæta þeim
með rökum og faglegum upp-
lýsingum gat gert mikið gagn og
hjálpað mikið í erfiðum aðstæð-
um. Svo kom að því að konan
fæddi, fæðingin gekk vel og hún
kom aftur niður á meðgöngu-
og sængurlegudeild. Að fá kon-
una aftur í hendurnar, brosandi,
ánægða og stolta af sjálfri sér
var yndislegt.
Það var svo gott að heyra
hana segja að það sem við
spjölluðum um, það sem við
ræddum okkar á milli og sú
þekking sem ég gat deilt með
henni nýttist henni í þessu erf-
iða verkefni sem hún hafði svo
glæsilega komist í gegnum.“
„Eitt af þeim erfiðari verkefn-
um sem ég hef tekist á við í
mínu starfi“
Hildur Sólveig Ragnarsdótt-
ir útskrifaðist 1998 sem hjúkr-
unarfræðingur og sem ljós-
móðir árið 2013. Hún starfar á
Fæðingarvaktinni og hefur gert
það meira og minna frá útskrift.
„Þetta eru ekki alltaf gleði-
stundir. Ég man eins og það hafi
gerst í gær þegar mér var falið
að sinna konu sem var að ganga
í gegnum andvana fæðingu.
Þetta var eitthvað sem ég hafði
kviðið fyrir og held ég að flestar
ljósmæður geri það. Hvernig
átti ég að vera? Hvað átti ég að
segja? Hvað átti ég ekki að segja?
Mér fannst þetta mjög erfitt og
krefjandi verkefni. Ég áttaði mig
svo á því að það eina sem mað-
ur getur gert í þessum aðstæð-
um er að vera til staðar og sýna
virðingu. Barnsfæðingar eru yf-
irleitt gleðistundir og eiga að
vera það. En því miður er það
ekki alltaf svo og er þetta hluti af
því að vera ljósmóðir. Ljósmæð-
ur sinna konum og fjölskyldum
bæði í gleði og sorg.
Ég sinnti svo fjölskyldunni
áfram í heimaþjónustu sem
mér fannst einnig mjög erfitt.
Hvernig sinnir maður konu og
fjölskyldu þegar þau fara heim
með ekkert barn? Þetta er eitt
af þeim erfiðari verkefnum sem
ég hef tekist á við í mínu starfi.
Það eina sem maður getur gert
er að vera til staðar og hlusta og
styðja fólk í gegnum þessa erf-
iðu lífsreynslu.“
„Ég vissi að hún grét þegar ég
sá ekki til“
Kristín Theodóra Nielsen út-
skrifaðist úr hjúkrunarfræði
árið 1979 og lauk síðan ljós-
móðurnámi árið 1982. Hún hef-
ur því starfað við fagið í hátt í
fjóra áratugi.
„Ég hef starfað alfarið við
heimaþjónustu eftir fæðingu í
18 ár. Hér er ein lítil dæmisaga
úr mínum hversdagsleika. Ég
var beðin að taka að mér konu
sem hafði eignast sitt annað
barn deginum áður. Það kom í
ljós að þessi kona hafði erfiða
brjóstagjafarsögu, svo erfiða
að hún hafði kviðið fyrir fyrstu
dögunum eftir fæðingu seinna
barnsins síns alla meðgönguna.
Þegar ég kom til hennar í fyrsta
skipti skynjaði ég mikinn van-
mátt gagnvart komandi dögum
og því sem þeim myndi fylgja
og í raun allt vegna fyrri reynslu
konunnar.
Í upphafi gekk brösuglega,
hún var mjög áhyggjufull og fyrri
reynsla sat verulega í henni og
hafði mikil áhrif á andlega líð-
an þessa fyrstu daga sem ein-
kenndist af kvíða og ótta við að
mistakast. Ég vissi að hún grét
þegar ég sá ekki til og leið ekki
vel. Því var það yndislegt að sjá og
finna hvernig sjálfstraust henn-
ar jókst með hverjum degin-
um sem gekk betur og að lokum
að skila af sér konu og barni þar
sem takmarkinu er náð sem eru,
þó sorglegt sé, í raun laun starfs-
ins. Það er fátt meira gefandi en
að finna þá þekkingu sem maður
hefur aflað sér í gegnum krefjandi
nám og áralanga reynslu skila sér
í auknu sjálfstrausti og betri líð-
an skjólstæðinga sinna. Þannig
er ljósmæðrastarfið eflandi ferli
bæði fyrir þær fjölskyldur sem
við sinnum og þá ljósmóður sem
starfinu sinnir í hvert skipti.“
„Gleðistundirnar fylgja okkur
heim úr vinnunni en það gera
þær erfiðu líka“
Heiða B. Jóhannsdóttir: „Sem
ljósmóðurnemi í verknámi á
meðgöngu- og sængurlegu-
deild sinnti ég ófrískri konu
sem er mér mjög nákomin.
Á seinni hluta meðgöngunn-
ar kom í ljós að barnið hennar
væri með hjartagalla og þyrfti að
öllum líkindum að fara fljótlega
eftir fæðingu til útlanda í að-
gerð. Ég var á vakt daginn sem
ákveðið var að taka barnið út
með keisaraskurði þar sem ekki
var talinn ávinningur lengur fyr-
ir barnið að vera í móðurkviði.
Ég var fyrir tilviljun látin hafa
umsjón með henni ásamt leið-
beinandi ljósmóður. Við undir-
bjuggum konuna fyrir keisar-
ann og fórum með hana upp á
skurðstofu.
Aðgerðin gekk vel en far-
ið var strax með barnið yfir á
vökudeildina og fylgdi faðir-
inn barninu. Konan lá því ein
eftir á skurðarborðinu í miðri
skurðaðgerð, logandi hrædd
um barnið sitt og án mannsins
síns. Ég settist hjá konunni, hélt
í hönd hennar og hughreysti
hana meðan á aðgerðinni stóð.
Ég sinnti fólkinu í sængurlegu
daginn eftir fæðinguna og var
einnig með þeim daginn sem
þau fóru til útlanda með litla
hjartagullið sitt í aðgerð aðeins
hálfri viku eftir fæðingu. Þetta
var mér mjög erfiður tími og
felldi ég ófá tár þessa daga og
fyrstu dagana eftir að þau voru
farin út. Það má deila um hvort
maður eigi að sinna svo ná-
komnum einstaklingum í jafn
krítísku ástandi og þarna var,
en við erum sammála um það,
ég og móðir barnsins, að við
hefðum ekki vilja hafa það neitt
öðruvísi. Í flestum tilfellum
sinna ljósmæður fólki á þeirra
mestu gleðistundum en við
sinnum líka fólki á sinni verstu
stundu. Gleði stundirnar fylgja
okkur heim úr vinnunni en það
gera þær erfiðu líka. Við erum
mannlegar og hjarta okkar svo
innilega með því fólki sem við
sinnum.“
Kúkasprengja um allt gólf
Ásta Dan Ingibergsdóttir: „Ljós-
móðurstarfið getur komið
skemmtilega á óvart. Ég var einu
sinni í heimaþjónustuvitjun hjá
nýbökuðum foreldrum og að-
alviðfangsefni dagsins var að
leiðbeina þeim með fyrsta bað-
ið. Við undirbjuggum balann í
sameiningu á stofuborðinu og
síðan fór pabbinn með barnið
inn í svefnherbergi til að klæða
það úr.
Þegar hann gekk til baka
með stúlkuna í fanginu skilaði
hún stórri kúkasprengju, sem
fór um allt gólf, yfir pabbann,
og krafturinn var svo mikill að
það skvettist upp á veggina!
Við hlógum dátt að uppátæki
barnsins og fórum að þrífa upp
það mesta. En litla krúttið var
ekki búið heldur pissaði yfir mig
alla á meðan foreldrarnir voru
enn að skúra gólfið. Við gleym-
um þessum baðdegi seint “ n
„Hvernig sinnir maður Konu
og fjölsKyldu þegar þau
fara Heim með eKKert barn?“
„gleðistund-
irnar fylgja
okkur heim úr
vinnunni en það
gera þær erfiðu
líka“