Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 54
56 fólk 6. apríl 2018 MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK Uppfinningar sem urðu til fyrir hreina tilviljun U ppfinningamenn og frum­ kvöðlar vinna oft og tíðum óeigingjarnt starf í þeim tilgangi að gera líf okk­ ar allra aðeins bærilegra. Sumir eyða mörgum árum ævi sinnar í að þróa leiðir til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika á meðan aðrar uppfinningar verða til fyrir hreina tilviljun. Vissirðu til dæmis að franski rennilásinn, stinningar­ lyfið  Viagra  og  Corn  Flakes­ morgun kornið urðu til fyrir tilvilj­ un?  Business  Insider  tók saman lista yfir nokkrar slíkar uppfinn­ ingar. Örbylgjuofninn Árið 1946 var maður að nafni Percy Spencer, bandarískur verkfræðingur, að vinna að ratsjárverkefni fyrir fyrirtæki að nafni Raytheon Corporation. Til að gera langa sögu stutta var hann með súkkulaði í vasanum á tilraunastofu fyrirtækisins og byrjaði súkkulaðið skyndilega að bráðna. Athugun hans leiddi í ljós að súkkulaðið bráðnaði vegna hita frá útvarpslampa á tilraunastofunni. Spencer, sem var eðlis- og verkfræðing- ur að mennt, áttaði sig á því að hitinn kæmi frá örbylgjum. Segja má að Spencer hafi því verið upphafsmaður örbylgjuofnsins sem finna má á flestum heimilum nú til dags. Tæknin þróaðist mikið upp úr miðri 20. öldinni sem er kannski eins gott. Þannig var fyrsti örbylgjuofninn rúm 300 kíló. Röntgentækið Árið 1895 var eðlisfræðingurinn Wilhelm Roentgen á rannsóknarstofu sinni þar sem hann vann að rannsóknum á rafmagni og ýmsu því tengdu. Kvöld eitt vann hann við rannsóknir á rafeindalampa og eins og fram kemur á Vísindavefnum prófaði hann að hylja lampann með ljósþéttum pappír. Þegar hann hleypti straumi á lampann kom ljósbjarmi frá efni á öðrum stað í herberginu. Þegar hann setti svo aðra hönd sína fyrir geislann sá hann beinin í höndinni. Geislann nefndi hann X sem er oftar en ekki notað yfir óþekktar breytur í stærðfræði. Þaðan kemur enska nafnið X-Ray. Geislinn var síðan nefndur í höfuðið á Roentgen. Franski rennilásinn Árið 1941 var svissneski verkfræðingurinn Ge- orge de Mestral á göngu í Ölpunum. Þegar hann kom heim úr göngunni sá hann að nálar úr jurtinni króklappa sátu fastar í fötum hans. Eins og sönnum verkfræðingi sæmir vakti þetta athygli Mestral og þegar hann fór að skoða þetta nánar sá hann að á nálunum voru litlar krækjur sem gerðu að verkum að þær festust. Mestral þróaði sína eigin útfærslu á þessu og í kjölfarið varð til það sem í daglegu tali kallast riflás eða franskur rennilás. Play-doh leirinn Flestir foreldrar þekkja eflaust hinn litríka Play-doh leir sem flestum börnum finnst gaman að leika sér með. Staðreyndin er sú að Play- doh leirinn varð til fyrir hreina tilviljun, hann átti að minnsta kosti aldrei að verða leikfang. Á fjórða áratug liðinnar aldar ráku bræðurn- ir Noah og Cleo McVicker sápufyrirtæki og ein af aukaafurðum fram- leiðslunnar var leir sem bræðurnir töldu að hægt væri að nota sem eins konar hreinsiefni. Leirinn gat drukkið í sig sót sem oftar en ekki settist á veggi, sérstaklega hjá þeim sem hituðu heimili sín með því að brenna kol. Síðar kom á markað veggfóður sem hægt var að þrífa með vatni og þá minnkaði eftirspurnin eftir leirnum. Það var í raun þá sem hjólin fóru að snúast. Bræðurnir, með aðstoð leikskólakennara að nafni Kay Zufall, bættu litarefnum við leirinn sem varð vinsælt leikfang í leikskólum. Kay fann svo nafn á leirinn, Play-doh, sem er enn meðal þeirra leikfanga sem börn sækja einna mest í. Viagra Það þekkja eflaust allir stinningarlyfið Viagra sem kom á markað skömmu fyrir aldamót. Áður en lyfið var markaðssett sem lyf fyrir karla með stinningarvandamál var tilgangur þess allt annar. Virka efnið í Viagra heitir Sildenafil og lyfjarisinn Pfizer, sem framleiðir Vi- agra, kynnti það fyrst til sögunnar sem hjartalyf. Í klínískum rannsóknum kom í ljós að gagnsemi þess við hjartavandamálum var lítil en þeir sem tóku þátt í rannsóknum, karl- ar þá eingöngu, tóku eftir undarlegri aukaverkun. Þeir gátu viðhaldið stinningu lengur og betur. Pfizer ákvað í kjölfarið að prófa lyfið á um fjögur þúsund körlum sem allir áttu við stinningarvanda að stríða og viti menn! Þeir lýstu sömu áhrifum og því fór sem fór; lyfið var markaðssett sem stinningarlyf og hefur komið milljónum karla að góðum notum. Corn Flakes Segja má að morgunkornið Corn Flakes (kornflex eins og við Íslendingar köllum það) hafi orðið til vegna mistaka. Árið 1894 gerði maður að nafni John Kellog tilraunir með hveiti. Hann starfaði sem læknir á Battle Creek Sanitarium ásamt bróður sínum, William, og var markmið þeirra að koma skikk á mataræði sjúklinga. Dag einn settu þeir hveiti ásamt ýmsu öðru í pott og hituðu það. Þeir hituðu það aðeins of mikið og komust að því þegar þeir reyndu að fletja deigið út að það brotnaði í litlar flögur. Þeir ákváðu svo að hita þessar flögur og komust þá að því að þær urðu stökkar og nokkuð bragðgóðar. Það sama gerðist þegar þeir gerðu tilraunir með að elda korn. Uppskriftin var svo þróuð og varð að því sem við köllum Corn Flakes í dag. Spencer er maðurinn á bak við örbylgjuofninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.