Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 56
58 6. apríl 2018 Menning 12 tónar hafa verið í miðri hringiðu íslensks tónlistarlífs á ótrúlegum umbrotatímum, Lárus Jóhannesson rifjar upp 20 ára sögu plötubúðarinnar V ið höfum verið svo heppn­ ir að vera í hringiðunni á þessum ótrúlegu árum sem hafa gjörbreytt ís­ lensku tónlistarlífi,“ segir Lárus Jó­ hannesson, annar eigenda plötu­ búðarinnar og útgáfunnar 12 tóna, sem fagnar 20 ára afmæli nú í apr­ íl. 12 tónar er ekki bara ein elsta stofnunin í plötubúðaflóru Reykja­ víkur heldur hefur hún fyrir löngu fest sig í sessi sem mikilvæg menn­ ingarmiðstöð – tónleikastaður og félagsheimili íslensku tónlistar­ senunnar. Afslöppuð stemning og sérstök blanda klassískrar, raf­ og jaðarrokktónlistar hefur tryggt búðinni einarða aðdáendur og komið henni á ófáa lista yfir bestu plötubúðir veraldar. Undir merkjum 12 tóna hafa svo komið út hátt í hundrað plötur og margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar hafa stigið sín fyrstu skref hjá útgáfunni sem hefur tek­ ið virkan þátt í einu gróskumesta tímabili íslenskrar tónlistarsögu. Brjóta múra í tónlistinni „Við kynntumst í skákinni þegar við vorum börn. Við vorum báðir nokkuð sterkir skákmenn, ferðuðumst mikið saman á mót erlendis, kenndum skák og svo framvegis,“ segir Lárus Jóhannes­ son um vinskap þeirra Jóhannes­ ar Ágústssonar, meðeiganda hans. Það var þó ekki bara skákin sem hélt þeim saman heldur áttu þeir sameiginlegt áhugamál í tón­ listinni, og kannski, eins og margir tónlistarunnendur, draum um að stofna sína eigin plötubúð. „Við höfðum lengi talað um að gera eitthvað saman og á þessum tíma var ég á ákveðnum krossgötum. Jóhannes hafði verið verslunar­ stjóri í Japis og ég hafði lengi verið stór kúnni þar,“ segir Lárus og hlær. Í apríl 1998 opnuðu þeir 12 tóna í litlu leiguhúsnæði við Grettisgötu ­ „fyrst og fremst sérverslun með klassíska tónlist,“ eins og það var orðað í tilkynningu í DV. Á þessum tíma var landslagið á plötubúðamarkaðnum allt ann­ að en í dag, þar voru tveir risar, plötubúðakeðjan Skífan og Japis – sem einnig rak stórar verslanir – en Hljómalind og nokkrar smærri plötubúðir sinntu jaðrinum. „Við höfðum alltaf haft áhuga á öllum tegundum tónlistar og sáum tækifæri í því að koma með svolítið af nýrri tónlist á markað­ inn – tónlist sem hafði ekki verið aðgengileg á Íslandi áður. Við vor­ um að flytja inn mikið af klassískri tónlist, en líka reggí, döbb og raf­ tónlist. Þetta var blanda sem hafði ekki sést áður,“ segir Lárus. „Það var líklega þessi blanda ásamt nýjum straumum sem voru að koma fram sem varð til þess að unga kynslóðin gerði búðina strax að sinni. Krakkarnir í Múm og fólkið í kringum þá voru mjög fljótlega farin að mæta á hverjum einasta degi, bara sitja uppi í sófa í búðinni og hlusta á tónlist. Líka þau sem héldu úti tilraunaeldhús­ inu, Kitchen Motors: Jóhann Jó­ hannsson heitinn, Kristín Björk og Hilmar Örn.“ Það er svolítið eins og búðin hafi kristallað hugmyndafræði þessarar kynslóðar tónlistarfólks, sem hefur æ síðan verið að blanda saman ólíkum stefnum – klassík og raftónlist, poppi og tilraunatónlist – og oft fundið sér stað á mörkum þeirra. „Já. Eitt af því sem hefur verið gegnumgangandi hjá okkur í gegnum tíðina hefur verið að brjóta niður múra milli tónlistar­ stefna – og eflaust höfum við átt okkar þátt í þessu. Við náðum að skynja tíðarandann að þessu leyti.“ Besta plötubúð í heimi? Þó að plötubúðir snúist fyrst og fremst um tónlistina skiptir and­ rúmsloftið ekki síður máli – og það er eitthvað sem 12 tónar hafa alltaf lagt áherslu á. Árið 2001 var búð­ in flutt í tveggja hæða bárujárns­ hús við Skólavörðustíg 15 og hef­ ur verið þar allar götur síðan. Fyrir utan tónlistarúrvalið hefur búðin einstakan sjarma, þar er hægt að sitja í gömlum ömmulegum sóf­ um, drekka ókeypis sér malað espressókaffi, hlusta á tónlist í ferðageislaspilurum búðarinnar, fletta í gegnum hrúgur af tónlistar­ tímaritum og í kjallaranum eru himinháir staflar af diskum og plötum sem hægt er að grúska í. „Frá upphafi lögðum við áherslu á það að setja búðina upp út frá sjónarhorni neytandans. Þegar þú kemur inn í plötubúð­ ina er eins og það hægist aðeins á tímanum, þú getur sest niður og fengið þér sérmalað kaffi frítt, get­ ur hlustað á allt sem er í búðinni – ef það er ennþá í plastinu er það bara tekið upp. Þetta virkaði strax mjög vel. Sölumennskan var með öðrum hætti en gekk og gerðist,“ segir Lárus, en erlendir ferðamenn eru oft gapandi yfir þessum móttök­ um. Verslunin hefur þannig skap­ að sér alþjóðlegt orðspor og orðið að nauðsynlegum áfangastað tón­ listarpílagríma sem heimsækja landið: „Er þetta besta plötu­ búð í heimi?“ spurði blaðamaður Gramophone í grein sinni um verslunina. „Ein af 27 plötubúðum sem þú þarft að heimsækja áður en þú deyrð,“ hélt vefsíðan Buzz­ feed fram. Ef annar hvor eigendanna, Lalli eða Jói, situr ekki bak við búðar­ borðið er það Einar „Sonic“ Krist­ jánsson, sem hefur unnið í 12 tón­ um alveg frá því að búðin var flutt á Skólavörðustíginn – sem sagt, reynslumiklir menn sem geta ráð­ lagt fólki og mælt með tónlist sem Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Þar sem hægist á tímanum „Þegar þú kemur inn í plötubúðina er eins og það hægist að- eins á tímanum, þú getur sest niður og fengið þér sérmalað kaffi frítt, getur hlustað á allt sem er í búðinni – ef það er enn- þá í plastinu er það bara tekið upp. „Svona batterí eins og Universal sem er með 7.000 starfs- menn, það er ekki nema fyrir risa að fara í mál við þá.“ Á blaðamannafundi í vikunni Jóhann Helgason kynnti nýja enska útgáfu af lagi sínu „Söknuður“, en hann leitar nú að fjárfestum til þess að taka þátt í málshöfðun á hend- ur útgáfurisanum Universal. Hann sakar norska lagahöfundinn Rolf Løvland um að hafa stolið laginu þegar hann samdi „You raise me up“ sem varð heimsfrægt í flutningi Josh Groban.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.