Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 43
06. april 2018 fréttir 45
Íslenskir safnarar og
skondin söfn þeirra
Flestir kannast því það úr eigin lífi að hafa safnað
einhverju og oft þá sérstaklega í æsku. Í gegnum
tíðina hefur verið vinsælt meðal krakka og unglinga
að sanka að sér hinum ýmsu spjöldum, plastköll-
um eða servíettum. Í flestum tilvikum minnkar
áhuginn með aldrinum en hjá öðrum hefst áhuginn
ekki fyrr en á fullorðinsaldur er komið. Við tókum
nokkra skemmtilega safnara tali og spurðum hvað
hefði valdið því að þetta vatt svona upp á sig og af
hverju þeir safna þessu frekar en öðru.
Á yfir 600 strumpa
Arnhildur á heilmikið safn af Strumpatengdum hlutum
Mest á hún af steyptu plastfígúrunum sem við
Íslendingar þekkjum svo vel af páskaeggjunum
Átta ára gömul fékk Arnildur
Helgadóttir frá Akureyri Strumpa-
hús og Strumpa frá frænda sín-
um og kolféll fyrir þessum litlu
bláu fígúrum. Síðan varð ekki aft-
ur snúið og í dag á hún um 600
Strumpafígúrur í hinum ýmsu
stærðum. Strumparnir eru upp-
haflega belgískir, líkt og svo mikið
af ástsælustu teiknimyndasögum
heims. Árið 1974 var svo farið að
steypa Strumpafígúrur eins og við
þekkjum af páskaeggjunum okk-
ar hérlendis og fólk um allan heim
safnar þeim. Á hverju ári koma á
markað nýjar týpur af Strumpum
svo stöðugt er að bætast í safn Arn-
hildar.
Fann fyrsta íslenska Andrésblaðið fyrir
tilviljun
Soffía Sólveig Halldórsdóttir í
Hafnarfirði safnar Andrésblöðum
og á flest blöðin frá 1998 en hvert
einasta allavega frá árinu 2000.
Hún ferðaðist mikið sem krakki
og fékk þá eitt og eitt blað en
byrjaði svo í áskrift árið 2000. En
ólíkt flestum ákvað hún að halda
áskriftinni áfram eftir á fullorðins-
aldur var komið og ákvað að bæta
Andrés-syrpunum líka í safnið. Í
dag leggur hún mikinn metnað
í að viðhalda safninu og geymir
blöðin í plasti með spjöldum við
bakið. Spjöldin eru sýruþolin svo
blöðin gulni ekki. Hún fann meira
að segja fyrsta blaðið sem gefið var
út hérlendis fyrir algjöra tilviljun
í Geisladiskabúð Valda og heldur
einna mest upp á það eintak. Soff-
íu finnst sögurnar þó hafa dalað í
seinni tíð en uppáhaldshöfundur-
inn hennar er Don Rosa.
Soffía Sólveig Halldórsdóttir safnar Andrésblöðum
Fyrsta eintakið af Andrésblaði á íslensku
Andrésblöð
Byrjuðu að safna eftir að hafa fengið fimm salt- og piparstauka
sett í jólagjöf
Það mætti í raun segja að
skemmtileg tilviljun hafi valdið því
að Vordís Baldursdóttir og eigin-
maður hennar, Guðmundur Helgi
Helgason, hófu að safna salt- og
piparstaukum. Jólin 1997 fengu
hjónin heil fimm sett í jólagjöf en
fyrir áttu þau nokkur. Þannig hófst
safnið hægt og rólega og í dag eiga
þau um 400 sett sem þau hafa ver-
ið með til sýnis áður á gistiheim-
ili sem þau ráku. Vinir og ættingj-
ar eru duglegir að hjálpa þeim
að bæta í safnið en þónokkrum
sinnum hefur það gerst að þau fá
staukasett sem þau eiga fyrir. Öll
settin eru stök þótt nokkur séu í
safninu í mismunandi litum.
Vordís og Guðmundur Helgi