Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 2
4 6. apríl 2018fréttir sem hús sem mega alls ekki brenna Á fimmtu- daginn varð stórbruni í Miðhrauni í Garðabæ. Í húsinu var lager Icewear og geymslur Geymslur ehf. sem innihéldu eigur fólks og jafnvel heilu búslóðirnar. Tjónið er gríðarlegt, bæði peningalega séð og tilfinningalega. Af því tilefni tók DV saman lista yfir fimm hús á Íslandi sem mega alls ekki brenna. Costco Segja má að verslun Costco í Kauptúni sé kirkja okkar Íslendinga. Þorri landsmanna er með aðild að Costco og eru margir sem vilja ekki versla annars staðar. Hallgrímskirkja Stuðlabergskirkja Guðjóns Samúelssonar á Skólavörðuholti er fyrir löngu orðin eitt helsta kennileiti höfuðborgarinnar. Svo er Hallgrímskirkja einn vinsælasti útsýnis- staðurinn á Íslandi og malar gull. Harpa Harpa kostaði lands- menn alveg óskaplega mikinn pening og er nú orðin vettvangur tónleika sem og ráðstefna. Nonnahús Nonni átti heima þarna þegar hann var lítill. Brennuvargar, látið Nonnahús í friði. Árnagarður Öll handritin sem Árni Magnússon safnaði eru geymd í Árnagarði við Suðurgötu. Það tók Árna langan tíma að safna þeim og það var mikið vesen að koma þeim heim. Á þessum degi, 6. apríl 1199 – Ríkarður I Englandskonungur deyr vegna sýkingar sem hann fær í kjölfar þess að ör er fjarlægð úr öxl hans. 1712 – Þrælauppreisnin í New York- borg hefst. 23 afrískir þrælar ákveða að segja hingað og ekki lengra. Þegar upp er staðið liggja níu hvítir menn í valnum og sex eru særðir. Um 70 þrælar eru handteknir og fangelsaðir. Af þeim er réttað yfir 27 og 21 síðan sakfelldur og tekinn af lífi. 1895 – Rithöfundurinn Oscar Wilde er handtekinn á Cadogan-hótelinu í London eftir að hafa tapað meiðyrða- máli gegn John Douglas, 9. markgreifa af Queensberry. 1917 – Bandaríkin lýsa yfir stríði á hendur Þjóðverjum í heimsstyrjöldinni fyrri. 1974 – Sænski kvartettinn ABBA ber sigur úr býtum í Eurovision-söngva- keppninni með laginu Waterloo. Sig- urinn markar upphafið að heimsfrægð hljómsveitarinnar. Síðustu orðin „Snertu ekki hringana mína.“ – stærðfræðingurinn Arki- medes rétt áður en hann var drepinn af rómverskum hermanni í umsátrinu um Sýrakúsu árið 212 f.Kr. Hvaða ár? n Kjalarnes varð hluti af Reykjavík í mars þetta ár. n Undralyfið Viagra kom á markað, ófáum körlum til yndisauka. n Íslenska hljómsveitin Írafár var stofnuð. n Rush Hour og There's Something about Mary voru meðal vinsælustu mynda ársins. n Hugo Chavez var kjörinn forseti Venesúela Svar: 1998 „Ætli þeir grafi hann ekki úti“ Lík Kristjáns í líkhúsi í mánuð: L ík Kristjáns Ragnars Más­ sonar, sem lést 47 ára gam­ all á Benidorm þann 28. febrúar, er nú fast á líkhúsi á Spáni. Fjölskylda hans og sam­ býliskona hafa ekki burði til til að flytja það heim til greftrunar og óvissa ríkir um hvort Kristján fái að hvíla í íslenskri mold. Snemma í mars greindi DV frá sviplegu fráfalli Kristjáns en hann stökk út um glugga á sjöttu hæð íbúðar sem hann og sambýliskona hans, Eva Rut Bragadóttir, dvöldu tímabundið í. Kristján, sem hafði verið í fíkniefnaneyslu og með geðraskanir, hafði margsinnis áður reynt sjálfsvíg og tvisvar lent í fólskulegri líkamsárás, bæði á Íslandi og á Spáni. Eftir árás á nýársnótt 2017, þar sem hann var sleginn ítrekað með hamri í höf­ uðið, blindaðist hann og andleg færni hans stórskaðaðist. Eftir það þjáðist hann af tíðum höfuðverk og uppköstum. 800 þúsund of stór biti Skömmu eftir andlátið sagði Krist­ ín Sveinsdóttir Strickland, móðir Kristjáns, sem býr í Arizona­fylki í Bandaríkjunum, að faðir Kristjáns vissi af málinu og ætlaði að reyna að koma líkinu heim. Sjálf hefði hún ekki burði til þess. Faðirinn, Már Þorvaldsson, vildi ekki ræða við DV þegar leitað var eftir því. Eva Rut segir nú að upphæðin sé mjög há fyrir fjölskylduna, um 800 þúsund krónur. Sjálf hefur hún glímt við fjárhags­ og húsnæðis­ vanda. Þá gekk hún undir krabba­ meinsmeðferð fyrir nokkru. „Ég er búin að reyna að afla peninga eins og ég get en ég veit ekki hvort það dugi. Faðir Kristjáns hafði sam­ band við utanríkisráðuneytið en þeir gátu ekkert hjálpað.“ Eva hefur verið í sambandi við sjúkrahúsið þar sem lík Kristjáns er geymt en hún veit ekki hversu lengi hann verður geymdur þar. Þau eiga tíu ára gamlan son á Ís­ landi og æskilegt væri að hann gæti heimsótt gröf föður síns. Hvað verður gert ef hann verður ekki fluttur heim? „Ég veit það ekki. Ætli þeir grafi hann ekki úti.“ ráðuneytið veitir aðeins ráðgjöf Svanhvít Aðalsteinsdóttir, sér­ fræðingur hjá borgaraþjónustu utan ríkisráðuneytisins, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en að ráðuneytið aðstoði Íslendinga er­ lendis ekki fjárhagslega í tilvikum sem þessum. Hvorki við jarðarfar­ ir né líkflutning. „Við getum í raun ekkert gert annað en að leiðbeina fólki hvert það geti snúið sér. Með slíkum leiðbeiningum getur fólk jafn vel lækkað kostn­ aðinn við flutningana og greftrunina. En við erum háð þeim reglum sem gilda ytra og þær eru mjög mismunandi eftir löndum og svæðum. Við reynum að styðja við fólk eins og hægt er.“ Hún segir að tilfelli sem þessi séu ekki mjög algeng en þau komi fyrir, jafnvel nokkrum sinnum á ári. Líkt og hér heima geti fólk þá leitað til sveitarfélaga, félagsþjón­ ustu eða annarra stofnana sem aðstoða við jarðarfarir en fólk verði að leita eftir því sjálft. Hlutverk ráðuneytisins sé fyrst og fremst upplýsingagjöf, bæði þegar andlát ber að og til aðstandenda sem vilja koma líki heim til Íslands. „Við vitum ekki alltaf af því þegar Íslendingar látast í útlönd­ um. Stundum sjá fjölskyldurnar sjálfar alfarið um þetta.“ n Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.