Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 35
Flutningar 06. april 2018 KYNNINGARBLAÐ EM Sendir er lítil sendibílaþjón-usta sem sérhæfir sig í að veita fjölbreytta og persónulega þjónustu bæði einstaklingum og litlum fyrirtækjum. EM Sendir reynist mörg- um ómetanleg hjálparhella, vinnur verk sem aðrir taka ekki að sér og kemur oft til bjargar við aðstæður þegar fólk veit hreinlega ekki hvert á að snúa sér, til dæmis varðandi úrgang og sorp sem ekki er veitt móttaka á hefðbundnum endurvinnslustöðvum, og við margvís- legar aðrar aðstæður. EM Sendir er í eigu þeirra Einars Margeirs Kristinssonar og tengdaföður hans, Hafþórs Harðarsonar, en þeir hafa yfir að ráða tveimur meðalstór- um sendibílum. Bílarnir henta í minni búslóðarflutninga hjá pörum eða einstaklingum en auk þess veita þeir fé- lagar alls konar þjónustu, aka með sorp, skutlast með vörur fyrir fyrirtæki og sinna jafnvel tiltekt, til dæmis í bílskúr- um og ruslageymslum. „Varðandi búslóðaflutninga þá hentar okkar þjónusta best til dæmis stúdentum, þeim sem eru að flytja að heiman frá sér í fyrsta skipti og jafnvel þeim sem eru að flytja á síðasta heimil- ið sitt, þ.e. dvalarheimili,“ segir Einar. Mikil þörf fyrir svona þjónustu „Fólk er oft hissa á hvað við veitum mikla þjónustu. Þegar allt er á hvolfi í bílskúrnum þínum getum við komið, farið með ruslið og gengið frá því. Það sama gildir um ruslið í garðinum og svo framvegis. Oft erum við ruslakarlar fyrir það sem hin almenna sorphirða tekur ekki. Við erum oft fengnir í alls konar sérkennileg verkefni sem fólk situr uppi með. Gott dæmi er iðnaðarrusl sem verður eftir þegar fólk hefur farið í gegnum breytingar á húsnæði og það veit ekkert hvar það getur losað sig við slíkan úrgang. Stundum eru þetta stórir steypuklumpar sem vega hundruð kílóa. Þá mætir maður bara með mannskap og burðarbönd og leysir málið.“ Viðskiptavinahópur EM Sendis er mjög fjölbreyttur og ljóst er að mikil þörf er fyrir þessa þjónustu: „Þetta er bara öll flóran en fyrst og fremst er venjulegt fólk sem þarf á þessari þjónustu að halda, persónulegri þjónustu varðandi verkefni sem það getur ekki leyst sjálft. Fólk sem á bara fjölskyldubíl eða jafnvel engan bíl, þarf að taka til í geymslunni sinni og hefur oft engin tök á að losa sig við ruslið. Þarna komum við inn og leysum vandann. Eða þegar eldra fólk klippir tréð í garðinum sínum. Hver á að fara með greinarnar á Sorpu ef þetta er ekki tekið? Það hentar ekki öllum að setja þetta í skottið á bílnum sínum.“ Þjónusta við veitingahús Eins og áður kom fram vinnur EM Sendir töluvert fyrir fyrirtæki, sér- staklega við smærri vörusendingar á morgnana fyrir til dæmis heildsölur. En þeir félagar vinna einnig fyrir veitinga- staði: „Ég hef bakgrunn úr hótel- og veitingarekstri og sú reynsla meðal annars gerir okkur kleift að þjónusta veitingastaði. Við losum þessa aðila við ruslið sem þeir hafa ekki hugmynd um hvert á að fara með. Eða ef afgangsolí- an er ekki hirt reglulega af efnamót- tökunni þá vitum við hvert á að fara með hana. Það sama gildir um endurvinnslugler og ýmsar aðrar ruslaferðir þar sem sorphirðan tekur af einhverjum ástæðum ekki við, en við vitum hvert á að fara með þetta efni. Við vitum líka hvort það kostar að farga hlutum og hvað það kostar.“ Þess má geta að þeir Einar og Hafþór aka líka fyrir Nýju Sendibílastöðina og þess vegna eru bílar þeirra merktir henni. Nýja Sendibílastöðin virkar eins og bílaleigustöðin fyrir utan að bíl- stjórarnir eiga hlut í henni. Þeir sem vilja nýta sér þjónustu EM Sendis eða fá frekari upplýsingar geta sent skilaboð inni á Facebook-síðunni www.facebook.com/EMSendir/ en einnig má hringja í síma 696-0420 eða 896-6283. EM SENdir: Persónulega og hjálpsama sendibílaþjónustan Dæmi um úrgang sem EM Sendir losar viðskiptavini sína við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.