Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 49
sakamál 516. apríl 2018
1 kúla í höfuðið batt enda á ævi kínverska raðmorðingj-ans Huang Yong, 26. desember 2003. Hann var sakaður um að nauðga og myrða 17 unglingsdrengjum á árun-
um 2001–2003. Fórnarlömb sín fann hann á net-kaffihúsum,
leikjasölum og víðar. Grunur lék á að Huang hefði myrt mun
fleiri.
800 punda viðvik
Lögreglan komst að því að Mike
nokkur Harmsworth hafði sést
með Willmot síðasta kvöld ævi
hans. Ekki var tvínónað við
hlutina og Harmsworth var
ákærður fyrir morð.
Harmsworth hugnaðist greini
lega ekki að sitja einn uppi með
ákæru og viðurkenndi að Phoebe
Brady hefði greitt honum 800
sterlingspund fyrir að drösla Will
mot heim í hjónabandssæluna.
Aftaka vegna ótryggðar
Harmsworth hafði gert það sam
viskulega, svo samviskulega
að Willmot var meðvitundar
laus þegar hann endaði í ranni
nornarinnar.
Willmot skyldi ekki flýja á ný og
var gert það ljóst með barsmíðum
þar til hann var liðið lík.
Þegar Phoebe var handtekin,
ásamt dóttur sinni, Verren, sagði
hún að Eric Willmot hefði verið
tekinn af lífi vegna ótryggðar hans
gagnvart söfnuðinum.
Phoebe, Verren og
Harmsworth fengu lífstíðardóm í
júlí 1980. n
Satan Málverk Hans Memlings frá 1485.
Fimmhyrnd stjarna Sigil of Baphomet; var í hugum fólks sterklega tengd satanisma.
Svæfði konur og Svívirti
stað við ströndina. Allar báru kon
urnar að þær hefðu síðan misst
meðvitund og vaknað mislöngu
síðar í íbúð karlmanns, aumar og
veikburða. Samkvæmt frásögn
kvennanna hafði karlmaðurinn
notað mismunandi nöfn; Kazu,
Yuji eða Koji.
Þær höfðu allar tilkynnt þetta
til lögreglunnar en greinilega
talað fyrir daufum eyrum því hún
hafðist ekki að.
Í september, 2000, dró til tíð
inda þegar fleiri konur báru Obara
þeim sökum að hann hefði nauðg
að þeim og hann var handtekinn í
október.
Óhugnanlegt blæti
Lögreglan komst heldur betur
í feitt þegar hún kannaði híbýli
hans nánar. Upp úr krafsinu komu
4.000–5.000 klámmyndbönd og
deginum ljósara að Obara var ekki
allur þar sem hann var séður.
Þegar þar var komið sögu taldi
lögreglan ekki ólíklegt að Obara
hefði nauðgað allt að 400 kon
um. Hann neytti eiturlyfja sér til
afþreyingar og var að sögn með
hvítar konur á heilanum, auk þess
sem uppáhaldsblæti hans fólst
í því að misnota meðvitundar
lausar konur.
Á meðal myndbandanna sem
lögreglan fann voru yfir 200 þar
sem sjá mátti Obara á vettvangi
þar sem hann svívirti konur.
Stundum var hann með grímu og
stundum ekki, en aldrei lék vafi á
um hvern ræddi.
Einnig hélt hann eins konar
dagbók þar sem sjá mátti tilvísan
ir í „sigra“ hans. Sum fórnarlamba
hans voru „aðeins nýt til kyn
lífs“ og því þurfti að leita hefnda
– „hefnda gagnvart veröldinni“.
Síðan svæfði hann konurnar með
klóróformi.
Líkamsleifar Lucie finnast
Á meðal yfir 100 vestrænna
kvenna sem sjá mátti á mynd
böndunum var áströlsk, 21 árs
kona, Carita Ridgeway. Hún hafði
dáið á spítala árið 1992 eftir að
hafa komið þangað í fylgd karl
manns. Talið var víst að þar hefði
Obara verið á ferðinni, enda fann
lögreglan kvittun fyrir innskrán
ingu Ridgeway á spítalann í einni
íbúð Obaras.
Einnig fundust kvittanir fyrir
keðjusög og skóflu.
Á heimili Obara fund
ust hár úr Lucie Blackman, en
ekki svo mikið sem einn blóð
dropi. Sundurlimaðar líkamsleif
ar hennar fundust loks 10. janú
ar, 2001, niðurgrafnar í laug í helli
á ströndinni við Miura, í aðeins
nokkurra metra fjarlægð frá heim
ili Obaras. Líkið hafði verið sagað
í átta hluta og skellt í steypu. Ekki
reyndist unnt að úrskurða dánar
orsök.
Manndráp og nauðganir
Joji Obara var að lokum ákærður
fyrir að hafa byrlað Lucie Black
man ólyfjan, nauðgað henni og
síðan myrt. Að auki var hann
ákærður fyrir að hafa nauðga sex
öðrum konum og eitt manndráp í
tilviki Caritu Ridgeway.
Hvað dauða Caritu áhrærði
byggði saksóknari mál sitt á niður
stöðum krufningar sem sýndu
leifar af klóróformi í líkama henn
ar auk þess sem pappírsslóð sýndi
að Obara hafði komið með hana á
spítalann þar sem hún síðar dó.
Í nauðgunarákærunum nægði
að vísa í yfirþyrmandi sönnunar
gögn sem var að finna í klám
myndasafni Obaras.
Áfrýjun hafnað
Ekki var með áþreifanlegum hætti
hægt að tengja Obara við morðið
á Lucie Blackman, sem er kald
hæðnislegt í ljósi þess að hvarf
hennar varð þess valdandi að Jojo
Obara var loks gripinn. Enginn
hefur verið sakfelldur fyrir morðið
á henni.
Obara var dæmdur til lífstíðar
fangelsis 24. apríl 2007. Í desem
ber árið 2010 sótti Obara um lausn
á skilorði en Hæstiréttur Japan
synjaði áfrýjuninni og staðfesti
enn frekar lífstíðardóm yfir hon
um. n
Carita Ridgeway Kom í fylgd Obaras á sjúkra
hús, en varð ekki lífs
auðið.
Lucie Blackman Líkamsleifar hennar fundust um síðir, niðursteyptar.
„Stundum var hann
með grímu og
stundum ekki, en aldrei
lék vafi á um hvern ræddi.