Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 36
Flutningar 06. april 2018KYNNINGARBLAÐ Vöruflutningar, búslóða- flutningar og aðstöðubílar fyrir kvikmyndabransann Ég er valkostur við stóru skipafé-lögin, Eimskip og Samskip, um búslóðaflutninga milli Íslands og Skandinavíu og vöruflutninga og búslóðaflutninga innanlands. Stund- um er ég ódýrari, stundum ekki, það fer allt eftir eðli verkefnanna hverju sinni. Hér er engin yfirbygging og þjónustan er hurð í hurð, það eru engin vöruhús, lyftarar eða starfsfólk á milli, sem sagt engir milliliðir, heldur flyt ég vöruna eða búslóðina upp að dyrum í flestum tilfellum.“ Þetta segir Jón Tómas Ásmunds- son sem rekur flutningaþjónustu undir heitinu Vöruflutningar.is. Hann hefur starfað við vöruflutninga frá árinu 1993 og kveður þar mest að reglulegum vöruflutningum og búslóðaflutningum milli Reykjavíkur og Akureyrar einu sinni til tvisvar í viku. Búslóðaflutningar milli Íslands og hinna Norðurlandanna En síðustu ár hafa búslóðaflutningar milli Íslands og hinna Norðurland- anna verið mjög fyrirferðarmiklir. Jón segist raunar líka hafa flutt búslóð- ir til Spánar og er hann opinn fyrir flutningum hvert sem er, en langmest kveður að Skandinavíu-flutningun- um. Flutningabílunum er þá ekið til Seyðisfjarðar þar sem þeir fara um borð í Norrænu. Túrinn tekur allt í allt tvær vikur. „Þessar ferðir eru á u.þ.b. sjö vikna fresti. Ég fer næst út 2. maí, það er enn laust pláss í þá ferð en ég er fullbókaður heim. Ég búinn að bóka 28. júní út aftur og auk þess 16. ágúst, 3. október og 21. nóvember,“ segir Jón Tómas. Jón Tómas segir marga veigra sér við að nýta sér þjónustu hans þar sem þeir finni meira öryggi í því að skipta við þekkt fyrirtæki eins og Eimskip og Samskip. Reynslan og orðsporið vinni hins vegar alltaf með honum og þeir sem hafi einu sinni átt viðskipti við hann mæli nær alltaf með honum við aðra. Einfald- ur rekstur og engin yfirbygging gera honum kleift að bjóða oft mun betra verð en stóru flutningafélögin. „Ég er með þrjá flutningabíla í eigin eigu en ég kalla alltaf til mína sam- starfsaðila fyrir stærri verkefni. Ég er í samstarfi við nokkra félaga sem sinna vöruflutningum eins og ég en ég er sá eini sem er í búslóðaflutningum milli Íslands og hinna Norðurlandanna. En ég get einfaldlega tekið það með mér sem hentar hverju sinni og ef ég er búinn að fylla mína bíla hef ég ein- faldlega samband við félagana.“ Aðstöðubílar fyrir kvikmyndabrans- ann Jón Tómas og fyrirtæki hans er nú tengt upptökum á framhaldi hinnar geysivinsælu þáttaraðar Ófærðar. „Ég hef verið tengdur kvikmynda- bransanum í um 18 ár en lengst af snerist það eingöngu um flutning á bílum fyrir auglýsingamyndatökur. Núna er ég farinn að færa mig út í aðstöðubíla. Ég get skaffað hillubíla, hvort sem það er venjulegur sendi- bíll eða þriggja öxla aldrifsbíll; ég get skaffað búningadeild eða bíl sem er bara með speglum og borðum fyrir förðun og þess háttar; ég get skaffað skrifstofubíl, klósett, búningaaðstöðu, kaffistofu,“ segir Jón Tómas sem hef- ur yfir alls átta bílum að ráða en bíll frá honum hýsir núna búningadeild kvikmyndatökuliðs Ófærðar: „Þetta er búningadeild á hjólum. Búningahönnuðurinn getur þá verið með alla búninga í bílnum ásamt vinnu- og viðgerðaraðstöðu. Fólk getur skipt þarna um föt, mátað og svo framvegis – allt í bílnum.“ Nánari upplýsingar um þjónustuna veitir Jón Tómas í síma 896-2063 en einnig er áhugavert að skoða heima- síðuna voruflutningar.is og Facebook- hópinn Jón Tómas Flutningar- Ísland Noregur- Noregur Ísland, til að fá upplýsingar um þjónustuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.